Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ældi í handtösku mömmu Grealish og ætlar að kaupa nýja

Rúben Días, miðvörður Evrópu-, Englands- og bikarmeistara Manchester City, missti sig örlítið í gleðinni eftir að City urðu Evrópumeistarar. Hann missti sig örlítið í gleðinni sem endaði með því að hann ældi í handtösku Karen Grealish, móður Jack Grealish.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ísak Berg­mann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veik­leika

„Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Tre­vor Francis látinn

Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Trevor Francis er látinn. Hann var á sínum tíma fyrsti leikmaður Bretlandseyja sem keyptur var fyrir eina milljón punda. Hann var aðeins 69 ára gamall.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bor­ges frá Brasilíu með fyrstu þrennu HM í ár

Brasilía vann þægilegan 4-0 sigur á Panama í síðasta leik dagsins á HM kvenna í knattspyrnu. Ary Borges var allt í öllu í sigri Brasilíu en hún skoraði fyrstu þrennu mótsins sem og hún lagði upp fjórða mark liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju

„Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum.

Lífið
Fréttamynd

PSG samþykkir tilboð Al Hilal í Mbappé

Samningsmál franska framherjan Kylian Mbappé eru áfram í brennidepli. Hann vill vera áfram hjá París Saint-Germain og fara frítt næsta sumar en félagið vill selja hann í sumar. Al Hilal frá Sádi-Arabíu hefur nú boðið 300 milljónir evra í leikmanninn (44 milljarðar íslenskra króna). Samkvæmt nýjustu fréttum hefur PSG samþykkt tilboðið.

Fótbolti