Fljúga til Feneyja í sumar Flugfélagið Play mun fljúga til Feneyja á Ítalíu í sumar. Fyrsta flugið verður þann 29. júní og mun félagið fljúga til borgarinnar út september. Viðskipti innlent 9. febrúar 2023 10:11
Þrjár flugvélar þurftu að hætta við lendingu í Keflavík Snúa þurfti við þremur flugvélum sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli í kringum klukkan 14 í dag. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að lélegt skyggni sé á flugvellinum og þess vegna hafi vélunum verið snúið við. Innlent 8. febrúar 2023 14:54
Flutti inn 55 eða 47 pakkningar af kókaíni innvortis Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í tíu mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla um 700 grömmum af kókaíni með flugi til landsins í nóvember síðastliðinn. Innlent 8. febrúar 2023 07:43
Allt hafi farið tiltölulega vel í hvellinum sem kom og fór hratt Óveðrið sem gekk yfir landið í morgun virðist vera að renna sitt skeið og er reiknað með að óvissustigi almannavarna verði aflétt fljótlega eftir hádegi. Áfram er þungfært á vegum víða um land en flugsamgöngur eru að komast í eðlilegt horf. Almannavarnir þakka fyrir að fáir hafi verið á ferð. Innlent 7. febrúar 2023 12:29
Sölumet slegið hjá Play í janúar Sölumet var slegið hjá Play í janúarmánuði og var bókunarstaðan mjög sterk. Flugfélagið flutti 61.798 farþega í janúar með 76,8 prósent sætanýtingu. Mest var nýtingin í flugi til Tenerife og Parísar, í kringum níutíu prósent. Viðskipti innlent 7. febrúar 2023 09:14
Mikil röskun á flugi á morgun Forsvarsmenn Icelandair hafa aflýst öllum flugferðum frá Norður-Ameríku til Íslands í kvöld vegna veðurs á morgun. Það sama er að segja um morgunflug til Evrópu í fyrramálið en því hefur einnig verið aflýst, að undanskildu flugi til Tenerife og Las Palmas sem hefur verið seinkað. Innlent 6. febrúar 2023 20:27
Uppgjör Icelandair bendir til að „flugið er komið til baka“ Rekstur Icelandair á árinu 2022 var ótrúlegur þegar litið er til hversu mikið farþegum flugfélagsins fjölgaði á milli ára og hvernig til tókst að „skala upp reksturinn“ til að mæta aukinni á eftirspurn, segir hlutabréfagreinandi IFS. Erlendir hluthafar eiga samanlagt 26 prósenta hlut í Icelandair, að sögn forstjóra Icelandair. Innherji 6. febrúar 2023 15:31
Vilja kanna samstarf vegna uppbyggingar bílastæðahúss við Keflavíkurflugvöll Forsvarsmenn Isavia vilja kanna samstarf við einkaaðila – verktaka eða fasteignafélög – í tengslum við uppbyggingu á bílastæðahúsi við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Gert er ráð fyrir að bílastæðahús muni rísa þar sem skammtímabílastæðin er nú að finna. Innlent 5. febrúar 2023 08:00
Jóhanna Margrét til Play Jóhanna Margrét Gísladóttir, fyrrverandi dagskrárstjóri Stöðvar 2, hefur verið ráðin sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá flugfélaginu Play. Viðskipti innlent 4. febrúar 2023 09:29
Hefur fengið líflátshótanir vegna söngsins Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi. Innlent 3. febrúar 2023 21:00
Áhrif óveðurs í desember á Icelandair metin á milljarð Áhrif slæms veðurs í desember síðastliðnum eru talin hafa haft áhrif á rekstur Icelandair upp á um einn milljarð króna. Þar vegur lokun Reykjanesbrautarinnar þungt. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins. Viðskipti innlent 2. febrúar 2023 21:55
Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Skoðun 2. febrúar 2023 07:01
45 töskur urðu eftir á flugvellinum á Tenerife 45 töskur voru skildar á TFS flugvellinum á Tenerife þegar vél á vegum Niceair hélt til Akureyrar síðastliðinn miðvikudag. Innlent 1. febrúar 2023 19:08
Rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar hætt í hagræðingarskyni Rekstri TF-SIF, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti gæslunni þetta fyrr í vikunni og hefst söluferli á næstunni. Innlent 1. febrúar 2023 15:35
Flugfélagið Flyr gjaldþrota Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. Viðskipti erlent 31. janúar 2023 21:16
Hætta áætlunarflugi á milli Íslands og New York Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur tekið úr sölu allar flugferðir á milli Keflavíkur og Newark flugvallar í New York. Viðskipti innlent 31. janúar 2023 18:55
Takmörkuð þjónusta við hluta innritunarborða næstu mánuði Framkvæmdir við töskufæribönd aftan við innritunarborð í brottfararsal flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli hefjast í dag, 31. janúar, og standa fram í apríl. Þjónusta verður því takmörkuð á hluta innritunarborða þar til að framkvæmdum er lokið. Innlent 31. janúar 2023 12:37
Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. Innlent 30. janúar 2023 12:03
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. Innlent 29. janúar 2023 22:08
Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. Viðskipti erlent 28. janúar 2023 20:00
„Ef ég er í fluginu þá mun það falla niður“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er veðurteppt í Strassborg. Hún segir það vera þriðja skiptið sem það gerist á fjórum vikum. Lífið 28. janúar 2023 16:01
Tóku lagið í flugvélinni og dreymir nú um að halda tónleika á Íslandi Kanadíska tríóið Jessica Pearson and the East Wind vakti mikla athygli hér á landi á dögunum fyrir það að blása til tónleika um borð í Icelandair flugvél. Farþegar vélarinnar voru fastir um borð vegna veðurs og hvatti áhöfnin hljómsveitina til að taka nokkur lög. Tónlist 28. janúar 2023 10:01
Fljótel meðal sýnisgripa á ferðaþjónustuhátíð Mid-Atlantic kaupstefnan fór fram í Laugardalshöll í dag, í fyrsta sinn í þrjú ár. Kaupstefnugestir segja mikinn vöxt hafa orðið í íslenskri ferðaþjónustu síðan ráðstefnan fór síðast fram og nauðsynlegt að mynda tengsl bæði vestan og austan Atlantshafs. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 20:38
Icelandair lýkur fjármögnun tveggja Boeing 737 MAX flugvéla Icelandair hefur lokið fjármögnun á tveimur Boeing 737 MAX 8. Heildarfjárhæð fjármögnunarinnar er um 67 milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 9,5 milljarðar króna. Viðskipti innlent 27. janúar 2023 17:05
Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Innlent 27. janúar 2023 13:16
„Það verður alveg vel hvasst“ Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Innlent 26. janúar 2023 23:03
Icelandair aflýsir nánast öllu flugi Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst. Innlent 26. janúar 2023 17:59
Icelandair hefur áætlunarflug til Krítar Icelandair tilkynnir í dag Krít á Grikklandi sem nýjan áfangastað í leiðakerfi sínu. Flogið verður einu sinni í viku, á föstudögum, frá Keflavíkurflugvelli til Chania flugvallar á Krít. Viðskipti innlent 26. janúar 2023 13:27
„Þetta voru ungir strákar í blóma lífsins“ Ein erfiðasta og umfangsmesta leit sem lögregla og björgunarsveitir hafa farið í hér á landi var þegar lítil flugvél hvarf í byrjun febrúar 2022. Fjórir voru um borð í vélinni, vanur íslenskur flugmaður og þrír erlendir ferðamenn og áhrifavaldar. Dagana fyrir slysið höfðu þeir ferðast um landið með íslenskum vini sínum, Jóni Ragnari Jónssyni. Innlent 24. janúar 2023 12:10
Hálkuvarnirnar fuku af í óveðrinu, landgangur mögulega ónýtur Mikið tjón varð þegar flugvél Icelandair rakst á landgang á Keflavíkurflugvelli í gær, landgangurinn er mögulega ónýtur og vængur vélarinnar skemmdur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að atvikið verði rannsakað. Veðurofsinn hafi verið slíkur að hálkuvarnir hafi fokið af vellinum í gær. Innlent 23. janúar 2023 20:01