The Lazarus Project: Aftur og aftur og aftur...og einu sinni enn Stöð 2+ hefur nú opnað streymið á bresku þáttaröðinni The Lazarus Project. Hún fjallar um George, sem óvænt er dreginn inn í atburðarás sem fæstir í heiminum vita að á sér stað: Leynileg bresk ríkisstofnun er trekk í trekk að spóla tilveru okkar til baka um sex mánuði, án þess að nokkur viti af. Gagnrýni 11. mars 2023 11:52
Poker Face: Murder She Wrote, on the Road Bullandi meðbyr er með Sjónvarpi Símans þessi misserin því hver HBO-þáttaröðin á fætur annarri dettur þar þinn. Í þokkabót er nú búið að opna fyrir streymi á Poker Face, nýja þætti frá Peacock streymisveitu NBC. Gagnrýni 7. febrúar 2023 08:41
Sjónvarpsrýni: Endurvinnsla og máttleysi Það gefst ekki alltaf tími til að skrifa ítarlega dóma um allt sem fyrir augu ber sjónvarpinu. Heiðar Sumarliðason fer því yfir nokkrar nýlegar þáttaraðir á hundavaði. Gagnrýni 2. febrúar 2023 07:01
The Menu: 1 prósentið hakkað í spað Kvikmyndin The Menu var frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum sl. nóvember. Disney+ eru hins vegar ekkert að tvínóna við hlutina og er nú hægt að streyma henni þar. Gagnrýni 19. janúar 2023 08:57
The Banshees of Inisherin: Leiðindi í Inisherin Nýjasta kvikmynd Martin McDonaghs, The Banshees of Inisherin, er nú komin í kvikmyndahús. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda (ekki allra samt) líkt og hans fyrri verk. Gagnrýni 15. janúar 2023 12:16
Kaleidoscope: Ætlunarverk uppfyllt Netflix frumsýndi á nýársdag spennuþáttaröðina Kaleidoscope. Á flesta vegu er þetta mjög hefðbundið ránsspennudrama. Það sem er þó nýstárlegt við þáttaröðina er að hægt er að horfa á þættina átta í hvaða röð sem er, en Netflix stillir þó síðasta þættinum í framvindunni ávallt upp sem lokaþætti. Gagnrýni 13. janúar 2023 09:30
White Noise: Allt er gott ef ekki er vöruskortur Netflix frumsýndi á milli jóla og nýárs nýjustu kvikmynd Noah Baumbachs, White Noise. Hún byggir á samnefndri skáldsögu Don DeLillo og fjallar um bandaríska millistéttarfjölskyldu sem lendir í miðjum hamförum þegar eiturský nálgast heimili þeirra. Gagnrýni 2. janúar 2023 09:04
Tulsa King: Rambó tekur við af Chandler í Tulsa Nákvæmlega 20 árum eftir að Chandler Bing sofnaði á fundi og samþykkti óafvitandi að taka við skrifstofu vinnuveitanda síns í Tulsa, snýr amerískt sjónvarp aftur til þessarar næst stærstu borgar Oklahoma-ríkis. Þetta skiptið er það Sylvester Stallone sem er sendur til Tulsa en þættirnir Tulsa King eru nú í sýningu hjá Sjónvarpi Símans. Gagnrýni 27. desember 2022 10:26
Barbarian: Sumt er verra án Zac Efron Hrollvekjan Barbarian kom nýlega í kvikmyndahús í Bandaríkjunum og naut nokkurra vinsælda. Á Íslandi kom hún aftur á móti beint inn á STAR-streymisveitu Disney+. Gagnrýni 7. nóvember 2022 07:00
Bros: Enginn er annars bróðir í leik Fyrir tveimur vikum kom kvikmyndin Smile í bíó, en nú er farið að sýna gamanmyndina Bros. Hver er tengingin? Auðvitað engin nema hvað titlarnir eru sama orðið á íslensku og ensku (svo er Bros auðvitað ekki vísun í bros, heldur stytting á orðinu brothers). Gagnrýni 1. nóvember 2022 08:36
Smile: Brostu, þú ert að fara að deyja Kvikmyndin Smile vakti athygli á dögunum fyrir eitthvað allt annað en innihald sitt, heldur var það hugvitasamleg markaðsherferð sem var á allra vörum. Myndin sjálf kom svo í kvikmyndahús í þar síðustu viku. En er eitthvað vit í þessu öllu saman? Gagnrýni 16. október 2022 09:28
Pistol: Sex Pistols fá Disney-meðhöndlunina Það er eitthvað kaldhæðnislegt við að pönkhljómsveitin Sex Pistols endi undir hatti Disney samsteypunnar og mætti jafnvel segja það smiðshöggið á niðurlægingu þá sem Malcom McClaren, umboðsmaður þeirra, hóf með afskiptum sínum af söngvaranum Steve Jones. Nú er hægt að sjá sjónvarpsþáttaröðina Pistol á Disney+, en hún fjallar um feril hljómsveitarinnar. Gagnrýni 20. september 2022 08:48
Home: Flóttamenn eru fólk eins og við Ríkissjónvarpið á það til að detta inn á skemmtilega breska þætti og eru slíkir nú á dagskrá þar á bænum, þáttaröðin Home frá Channel 4. Gagnrýni 9. september 2022 09:13
This is Going to Hurt: Misþyrming heilbrigðisstéttarinnar Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir (í línulegri dagskrá og streymi) bresku þáttaröðina This is Going to Hurt. Hún byggir á samnefndri bók sem fyrrverandi læknirinn Adam McKay skrifaði um störf sín í opinbera breska heilbrigðiskerfinu. Gagnrýni 2. september 2022 07:01
Nope: Allt í lagi, ekkert spes Eftir að hafa slegið í gegn með sínum fyrstu kvikmyndum Get Out og Us er meiri pressa á hrollvekjuleikstjóranum Jordan Peele og væntingarnar miklar. Þriðja kvikmynd hans, Nope, er nú komin í kvikmyndahús. Gagnrýni 15. ágúst 2022 09:39
Cheaters: Framhjáhaldarar á sprettinum Sex þættir af bresku gamanþáttaröðinni Cheaters duttu inn á Stöð 2+ í byrjun viku. Þeir fjalla um Fola og Josh sem hittast fyrir tilviljun á flugvelli í Helsinki þegar fluginu þeirra til London er frestað vegna veðurs. Gagnrýni 13. ágúst 2022 08:13
Grosse Freiheit: Mikil refsing Grosse Freiheit var frumsýnd á RIFF en Bíó Paradís hefur nú tekið hana til almennra sýninga. Gagnrýni 7. ágúst 2022 11:27
Under the Banner of Heaven: Harmleikur í mormónabyggðum Ung móðir (Brenda) og 18 mánaða barn hennar finnast hrottalega myrt í bænum Rockwell í mormónabyggðum Utah. Eiginmaður hennar er strax grunaður um ódæðið en ekki líður að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield) og Bill Taba (Gil Birmingham) átta sig á að málið er langt frá því að vera jafn einfalt og það virtist í upphafi. Gagnrýni 4. ágúst 2022 07:54
The Gray Man: Netflix kveikir í peningum Netflix var ekkert að tvínóna við hlutina þegar gefið var grænt ljós á nýja mynd Russo-bræðra, sem hafa verið stórtækir leikstjórar í Avengers-heiminum. Heilum 200 milljónum dollara var splæst á herlegheitin og það sést hvert þær fóru, í sprengingar. Gagnrýni 24. júlí 2022 14:56
Chloe: Er glansmyndin ekki alltaf fölsk? Amazon Prime Video framleiddi í samstarfi við BBC þáttaröðina Chloe, sem nú er hægt að sjá á streymisveitunni. Hún fjallar um Becky, rúmlega þrítuga konu, sem býr enn hjá móður sinni. Þegar Chloe, sem Becky hefur fylgst með á Instagram, fremur sjálfsmorð fer Becky á stúfana og grennslast fyrir um málið. Gagnrýni 17. júlí 2022 12:08
Pure: Á flótta undan klúrum hugsunum Ríkissjónvarpið lauk nýlega sýningum á gamanþáttaröðinni Pure frá Channel 4, sem hægt er að streyma til 28. júlí. Hún fjallar um unga skoska konu, Marnie, sem á yfirborðinu virðist með öllu eðlileg. Hins vegar krauma ýmsar óþægilegar hugsanir undir yfirborðinu; hún getur alls ekki hætt að sjá fyrir sér fólk að gera kynferðislega hluti. Gagnrýni 6. júlí 2022 09:20
Obi-Wan Kenobi: Auglýst eftir vandvirkni Obi-Wan Kenobi er þriðja leikna serían úr Stjörnustríðsheiminum frá Disney+. Ég veit ekki hvort hún sé sú versta þeirra, enda samkeppnin við The Book of Boba Fett hörð. Gagnrýni 27. júní 2022 08:52
Lightyear: Þvingaður Bósi í röngum skóm Peningamaskínan þarf að rúlla hjá Pixar, því datt einhverjum í hug að gera kvikmynd eingöngu um Bósa Ljósár. Þá ekki þann Bósa Ljósár sem birtist okkur í Toy Story myndunum, heldur einhvern ímyndaðan Bósa sem leikfangið sjálft á að vera byggt á. Orðin ringluð? Gagnrýni 20. júní 2022 08:46
Barry: Barry missir kúlið, vitið og samhygðina Stöð 2 sýnir þessi misserin þriðju seríu gamanþáttaraðarinnar Barry og þegar þessi orð eru rituð hafa sjö þættir af átta verið sýndir, lokaþátturinn verður sýndur í kvöld (mánudag). Gagnrýni 13. júní 2022 08:57
Top Gun Maverick: Geggjaður í loftinu, vonlaus á jörðu niðri Top Gun: Maverick er framhald Top Gun frá árinu 1986. Nokkrum skilnuðum og ansi mörgum hrukkum síðar er Tom Cruise hér mættur aftur í hlutverki orrustuflugmannsins óstýrláta Pete „Maverick“ Mitchell. Gagnrýni 30. maí 2022 07:24
Til varnar Conversations With Friends Stöð 2 hefur nú hafið sýningar á írsku þáttaröðinni Conversations with Friends, sem byggir á samnefndri skáldsögu Sally Rooney. Ekki er langt síðan Stöð 2 sýndi aðra þáttaröð byggða á skáldsögu hennar, Normal People. Gagnrýni 26. maí 2022 08:32
Top Gun, rauð flögg og tilhugalíf hænsna Eftir tæpa viku mun Top Gun: Maverick koma í kvikmyndahús. Það er ótrúlegt að Paramount Pictures hafi beðið í heil 36 ár með að koma frá sér þessu framhaldi hinnar stjarnfræðilega vinsælu Top Gun, sem er orðin það gömul að leikstjórinn, annar aðalframleiðandinn og annar handritshöfundurinn eru allir látnir. Gagnrýni 22. maí 2022 09:04
Clark: Það er Clark Olofsson heilkenni, ekki Stokkhólms heilkenni Clark Olofsson er ástæða þess að hið þekkta Stokkhólms heilkenni kom til og er sennilega frægasti glæpamaður Svíþjóðar. Netflix hefur nú frumsýnt sex þátta seríu um ævi hans, sem fær þig til að endurhugsa það sem þú hélst um atvikið sem skóp fyrrnefnt hugtak. Gagnrýni 14. maí 2022 08:14
The Dropout: Frábær þáttaröð og hrollvekjandi áminning Nú er hægt að sjá þáttaröðina The Dropout á Disney+/STAR. Hún fjallar um Elizabeth Holmes (Amanda Seyfried), sem árið 2003, aðeins 19 ára gömul, stofnaði lyfjatæknifyrirtækið Theranos. Hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn og var fyrirmynd ungra kvenna sem vildu fóta sig í karllægum viðskiptaheimi. Tólf árum síðar hrundi Theranos eins og spilaborg. Elizabeth var loddari. Gagnrýni 2. maí 2022 07:42
Berdreymi: Strákarnir okkar eru ekki í lagi Ný íslensk kvikmynd, Berdreymi, var frumsýnd sl. föstudag. Leikstjóri og höfundur hennar er Guðmundur Arnar Guðmundsson, þetta er hans önnur kvikmynd, en áður hefur hann gert Edduverðlaunamyndina Hjartastein. Gagnrýni 28. apríl 2022 15:03