Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Fjórir kylfingar efstir og jafnir

Fjórir kylfingar eru efstir og jafnir eftir fyrsta hring á Wachovia-mótinu í golfi. Þetta eru Suður-Afríkumennirnir Trevor Immelman og Rory Sabbatini og Bandaríkjamennirnir Jim Furyk og Bill Haas. Allir fóru hringinn á 68 höggum, eða fjórum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Faðir Tiger Woods látinn

Faðir bandaríska kylfingsins Tiger Woods lést úr krabbameini í morgun, en hann hefur barist við sjúkdóminn í átta ár og hafði verið þungt haldinn síðustu mánuði. Woods hefur undanfarið lítið geta einbeitt sér að því að spila golf og tók sér frí á dögunum til að verja tíma með veikum föður sínum, sem hann kallaði læriföður sinn og góða fyrirmynd í stuttri yfirlýsingu í dag.

Sport
Fréttamynd

Tapaði yfir 400 milljónum í spilum

Bandaríski kylfingurinn John Daly segir í nýútkominni ævisögu sinni að hann hafi tapað yfir 400 milljónum íslenskra króna í fjárhættuspilum á síðustu 12 árum. Daly hefur átt í miklum vandræðum í einkalífinu og hefur meðal annars barist við alkóhólisma. Daly segist í bókinni óttast að spilafíkn hans muni koma honum í gröfina ef hann nái ekki að halda aftur af henni.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur úr leik á Ítalíu

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á áskorendamótinu í Tessati á Ítalíu eftir að hann lék annan hringinn á mótinu á tveimur höggum yfir pari líkt og í gær. Hann komst því ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu, en keppir aftur á Ítalíu eftir tvær vikur.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María úr leik á Tenerife

Ólöf María Jónsdóttir úr GKG er úr leik á áskorendamótinu sem fram fer á Tenerife á Kanaríeyjum eftir að hún lék á níu höggum yfir pari á öðrum deginum á mótinu í dag og var því alls á sextán höggum yfir pari. Það er því ljóst að Ólöf kemst ekki í gegn um niðurskurðinn á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María í vandræðum

Atvinnukylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir úr Keili náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdeginum á Tenerife á Kanaríeyjum í dag þegar hún lauk keppni á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari. Mótið er liður í evrópsku mótaröðinni í golfi. Ólöf lék þokkalega á fyrstu níu holunum en náði sér alls ekki á strik á þeim síðari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á einu yfir pari

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á áskorendamótinu í Tessali á Ítalíu á einu höggi yfir pari eða 72 höggum í dag. Birgir á því ágæta möguleika á að komast í gegn um niðurskurðinn á mótinu á morgun.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods ætlar að taka sér frí

Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, ætlar að taka sér frí frá golfíþróttinni um óákveðinn tíma til að vera veikum föður sínum innan handar í baráttunni við krabbamein. Woods hefur ekki gefið upp hvenær hann snýr aftur, en segist þó vonast til að geta verið með á US Open í júní. Woods er nú staddur á Nýja-Sjálandi þar sem hann var viðstaddur brúðkaup kylfusveins síns.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods er heimskur

Íþróttakonan Tanni Grey Thompson frá Wales vandar Tiger Woods ekki kveðjurnar í viðtali við BBC í dag, þar sem hún fordæmir orð sem Woods lét falla þegar hann lýsti lélegum púttum sínum á Masters um helgina og kallaði þau "spastísk." Thompson segir að Woods sé heimskingi að láta annað eins út úr sér og er ekkert á þeim buxunum að fyrirgefa kylfingnum knáa þó hann hafi strax beðist afsökunar á orðum sínum.

Sport
Fréttamynd

Púttin klikkuðu hjá mér

Bandaríski kylfingnum Tiger Woods þótti ansi blóðugt að það hefðu verið sérgrein hans púttin sem hefðu orðið honum að falli á nýafstöðnu Masters-mótinu í Bandaríkjunum. Það var landi hans Phil Mickelson sem sigraði á mótinu og klæddist græna jakkanum sem hann einmitt afhenti Woods eftir mótið í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Phil Mickelson sigraði

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson vann í gær sinn annan sigur á þremur árum á Masters-mótinu í golfi sem fram fór á Augusta-vellinum. Mickelson lék lokahringinn á 69 höggum og endaði á 7 höggum undir pari - tveimur höggum á undan Suður-Afríkumanninum Tim Clark.

Sport
Fréttamynd

Mickelson í forystu

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu á Masters mótinu í golfi þegar einn hringur er eftir sem spilaður verður á morgun. Michelson er á fjórum höggum undir pari, en hann átti erfitt uppdráttar á síðasta hring eins og fleiri. Chad Campbell og Fred Couples eru jafnir í öðru sæti á mótinu á þremur höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Keppni frestað vegna veðurs

Keppni á Masters-mótinu í golfi hefur nú verið frestað um ófyrirséðan tíma vegna hættu á þrumuveðri. Bandaríkjamaðurinn Chad Campbell hefur þriggja högga forystu á næsta mann og er á sex höggum undir pari þegar keppni var hætt.

Sport
Fréttamynd

Singh í forystu

Fiji-búinn Vijay Singh hefur forystu á Masters-mótinu í golfi þegar fyrstu umferðinni er að verða lokið. Singh er á fimm höggum undir pari eða 67 höggum, en Bandaríkjamaðurinn Rocco Mediate kemur þar skammt á eftir á 68 höggum. Tiger Woods hefur verið nokkuð óstöðugur á fyrsta hringnum og er að leika á 72 höggum. Sýnt verður beint frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Óvæntur sigur Stephen Ames

Kanadamaðurinn Stephen Ames sigraði örugglega á Players meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld á TPC Sawgrass vellinum en mótið var í beinni útsendingu á Sýn. Ames lék hringina fjóra á fjórtán höggum undir pari og lokahringinn lék hann á 5 höggum undir pari, 67 höggum samtals.

Sport
Fréttamynd

Gæti misst af Masters-mótinu

Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, gæti misst af Masters-mótinu í golfi í næsta mánuði vegna veikinda föður hans sem berst við krabbamein. Woods var ekki með á æfingum fyrir Players-mótinu sem nú stendur yfir til að vera með föður sínum og útilokar ekki að draga sig í hlé á næstunni til að vera með veikum föður sínum.

Sport
Fréttamynd

Furyk og Love III í forystu

Amerísku kylfingarnir Jim Furyk og Davis Love III eru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn í Players-meistaramótinu í golfi sem nú er hafið í Flórída í Bandaríkjunum. Þeir eru báðir á 7 höggum undir pari. Tiger Woods er ekki að ná sér á strik og er á tveimur höggum yfir pari. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Tiger Woods æfði ekki í dag

Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var ekki viðstaddur æfingar eða blaðamannafundi fyrir Players-mótið í golfi sem fram fer í Flórida í Bandaríkjunum um helgina og hafa margir leitt líkum að því að kappinn verði ekki með á mótinu. Umboðsmaður hans þrætir þó fyrir þær fréttir og segir Woods hafa dregið sig í hlé í dag af persónulegum ástæðum. Sýnt verður frá mótinu í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ástrali kominn með 4 högga forystu

Ástralinn Rod Pampling er með fjögurra högga forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandaríksku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Frábærar aðstæður voru á Bay Hill vellinum í gær en mótið er eitt það sterkasta á bandarísku mótaröðinni.

Sport
Fréttamynd

Glover efstur, 7 höggum á undan Tiger

Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover er með eins höggs forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir tvo keppnisdaga. Bay Hill mótið er eitt það sterkasta í bandarísku mótaröðinni. Völlurinn er mjög erfiður og níu vatnstorfærur eru á holunum átján.

Sport
Fréttamynd

Woods finnur sig vel á heimavellinum

Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á hinu árlega Bay Hill Invitational móti í golfi sem fram fer um helgina. Woods hefur þegar unnið sigur á þremur mótum það sem af er þessu ári og hefur alls fjórum sinnum unnið sigur á Bay Hill mótinu. Það er líka skiljanlegt að Woods finni sig vel á vellinum, því hann býr aðeins í tíu mínútna fjarlægð frá mótsstaðnum.

Sport
Fréttamynd

Luke Donald á topp tíu

Breski kylfingurinn Luke Donald komst í dag í fyrsta skipti inn lista tíu efstu kylfinga heims í golfi eftir að hann sigraði á Honda-Classic mótinu í Flórida um helgina. "Það er frábært að vera kominn inn á topp tíu, en ég set stefnuna hærra og nú er bara að fara að vinna stórmót," sagði kappinn. Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti styrkleikalistans.

Sport
Fréttamynd

Woods varði titil sinn

Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, vann nauman sigur á Ford-meistaramótinu í Flórída í nótt og varð með því aðeins annar kylfingurinn í sögu mótsins til að vinna það tvö ár í röð. Woods lauk keppni á 20 undir pari og slapp með skrekkinn á síðustu holunum eftir að hafa klúðrað öruggri forystu.

Sport
Fréttamynd

Tiger með 2 högga forystu fyrir lokahringinn

Tiger Woods hefur tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Ford mótinu í golfi á Doral-vellinum á Miami í Flórída. Sýnt verður beint frá keppninni á Sýn í kvöld. Fjórir kylfingar voru jafnir fyrir keppni gærdagsins, Tiger Woods, Phil Mickelson, Scott Verplank og Camilo Villegas. Tiger Woods lék best þeirra í gær, lék á 4 undir pari og er samtals á 17 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Fjórir kylfingar efstir og jafnir fyrir lokadaginn

Þegar keppni á Fordmótinu í golfi í Miami í Flórída er hálfnuð eru fjórir kylfingar jafnir í fyrsta sætinu. Tiger Woods hafði forystu eftir fyrsta daginn, lék Doral-völlinn á 64 höggum eða 8 undir pari. Tiger lék í gær á 67 höggum og er samtals á 13 undir pari. Phil Mickelson var höggi á eftir þegar kylfingarnir hófu leik í gær. Mickelson lék betur en Tiger í gær, lék á 6 undir pari og er samtals á 13 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Heiðar úr leik á Spáni

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason komst ekki áfram á Opna spænska áhugamannameistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir. Heiðar lék annan hringinn í dag á 74 höggum, en þann fyrri á 79 höggum í gær og lauk því keppni á 9 yfir pari. Heiðar bar sigur úr býtum á þessu móti fyrir tveimur árum, en var ekki jafn heppinn að þessu sinni.

Sport
Fréttamynd

Woods í stuði

Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, var heldur betur í stuði í gær á meistaramótinu í holukeppni sem fram fer í San Diego í Kaliforníu. Woods burstaði Stephen Ames með sögulegum mun þegar hann vann fyrstu níu holurnar og tryggði sér að lokum sigur eftir að jafnt varð á þeirri tíundu.

Sport
Fréttamynd

Sörenstam efst á styrkleikalistanum

Í dag var í fyrsta sinn birtur alþjóðlegur styrkleikalisti kvenna í golfi og ekki kom á óvart að það var sænski kylfingurinn Annika Sörenstam sem var langefst á fyrsta listanum. Paula Creamer er í öðru sæti listans og undrabarnið Michelle Wie situr í þriðja sætinu.

Sport
Fréttamynd

Rose og Wilson í forystu

Breski kylfingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Dean Wilson eru efstir og jafnir á sjö höggum undir pari eftir fyrsta hringinn á Nissan Open mótinu í golfi sem fer fram á Riviera Country Club vellinum í Kaliforníu. Sýnt verður frá mótinu á Sýn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur íþróttamaður Reykjavíkur

Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir úr GK var í dag kjörin íþróttamaður Reykjavíkur fyrir árið 2005 og tók við viðurkenningu frá borgarstjóra við hátíðlega athöfn. Ragnhildur skaraði framúr í golfinu á síðasta ári og vann alla titla sem í boði voru hérlendis. Þetta var í 27. sinn sem þessi viðurkenning er veitt.

Sport