Hvetjum ungt fólk til að ná sér í reynslu erlendis Mig grunar að flestir Íslendingar telji að við búum í landi sem uppfyllir flestar okkar þarfir, hér er friður og farsæld og fjölbreytt mannlíf. Þó er okkur alltaf hollt að hleypa heimdraganum og kynnast nýjum tækifærum, sérstaklega ungu fólki. Skoðun 25. febrúar 2022 11:00
Samfylkingin á villigötum Verðtrygging er mannanna verk, ekki náttúrleg þótt hún virðist haga sér þannig. Þegar henni var komið á hér á landi var um neyðarástand um að ræða. Það átti að tryggja sparifé landsmanna, lánsfé og laun. Vextir voru ekki frjálsir og vandinn óx, en núna erum við á öðrum stað á öðrum tíma. Skoðun 4. febrúar 2022 14:30
Farðu varlega, það gæti komið snjóflóð Þorrinn er á næsta leiti með öllum sínum tilbrigðum í veðri sem okkur býðst á þessu landi. En það þarf ekki þorrann til að vá liggi yfir á vegum landsins. Í þessari viku urðu öfgar í veðrabrigðum þess valdandi að vegir um Súðavíkur- og Eyrarhlíð lokuðust vegna snjóflóða. Skoðun 19. janúar 2022 07:30
Lokað vegna rafmagnsleysis Fréttir vikunnar þar sem Landsvirkjun tilkynnti að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til fyrirtækja vegna raforkuskorts og annmarka á flutningsgetu hafa væntanlega ekki farið fram hjá mörgum. Þurfum við að vera hissa Nei! Þetta getur ekki komið á óvart. Það er staðreynd að raforkuöryggi víða um land er ábótavant. Skoðun 9. desember 2021 10:30
Jafna þarf aðgengi að heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni Nokkuð hefur verið rætt um heilbrigðiskerfið síðustu misseri, hvernig skuli byggja það upp og hvort auka eigi þátt einkageirans. Í dag er fjórðungur kerfisins rekin af einkaaðilum, kerfið sjálft fer sístækkandi með fjölgun íbúa og hækkandi lífaldri ásamt aukum fjölda ferðamanna. Framsóknarflokkurinn styður blandað kerfi og telur að það sé farsæll kostur til að efla heilbrigðiskerfið í heild. Skoðun 20. ágúst 2021 07:01
Miðflokkurinn hafnar eflingu á móttöku flóttamanna Það er gömul saga og ný að sum góð mál klárist ekki fyrir þinglok á Alþingi. Í ár var engin undantekning á því, en sum góð mál komust því miður ekki til framkvæmda. Skoðun 15. júní 2021 13:31
Velferð barna – framtíðin krefst þess Í síðustu viku mælti undirrituð fyrir þremur frumvörpum í þingsal sem koma til með að skipta veigamiklu máli fyrir velferð barna. Skoðun 8. júní 2021 12:31
Breytingar í barnavernd Frumvarp um breytingar á barnaverndarlögum frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra hefur verið samþykkt úr velferðarnefnd. Nái frumvarpið fram að ganga munu meðal annars barnaverndarnefndir eins og við þekkjum þær lagðar af og umdæmi barnaverndarþjónustu stækkuð. Skoðun 7. júní 2021 12:30
Farsóttin hefur gefið nýju byltingunni vængi Langþráðar afléttingar á samkomutakmörkunum í vikunni veittu okkur mikið frelsi. Við lögðum grímunni á flestum stöðum og urðum nánari í bókstaflegum skilningi. Í faraldrinum, sem er þó ekki alveg liðinn undir lok, höfum við með hæfni mannsins færst áfram, tekið breytingum og lært margt. Skoðun 27. maí 2021 17:01
Klárum leikinn - fyrir fjölskyldur Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Skoðun 30. apríl 2021 17:00
Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Skoðun 17. apríl 2021 12:30
Það er komið vor Því miður erum við enn á ný að hlaupa í skjól. Við fórum úr jólakúlunni í að halda okkur í páskaeggi næstu þrjár vikur. Íslenska þjóðin er vön því að búa við óútreiknanlegt veður. Þessi faraldur hagar sér með svipuðu móti. Nú er ekkert annað í boði en að tryggja aðstæður, fara í skjól og standa af sér veðrið. Skoðun 24. mars 2021 20:26
Hinn þögli faraldur Ákominn heilaskaði og afleiðingar hans hafa ekki fengið mikið pláss í umræðunni hér á landi. Það sinnuleysi hefur leitt af sér skilningsleysi á afleiðingum hans, bæði innan velferðar- og menntakerfisins sem og á vinnumarkaðnum. Skoðun 8. mars 2021 13:00
Nýr Menntasjóður landsbyggðinni í vil Frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um Menntasjóð námsmanna var samþykkt á Alþingi sl. vor. Hér er um að ræða heildarendurskoðun námslánakerfisins og miðar að því að jafna stuðning ríkisins til námsmanna. Skoðun 25. febrúar 2021 14:31
Ef við viljum í alvöru standa með neytendum og innlendri framleiðslu þá er til leið Í útvarpsþættinum á Sprengisandi fyrr í vikunni var rætt við Pál Gunnar Pálsson forstjóra Samkeppniseftirlitsins um samkeppnismál. Páll Gunnar ræddi m.a. um mikilvægi þess að samkeppnislögin væru virt, það væri mikilvægt fyrir heildarhagsmuni neytenda. Skoðun 16. febrúar 2021 12:00
Ekkert „Hakuna Matata“ með verndun íslenskunnar Nokkur umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skort á talsettu efni á efnisveitunni Disney+, sem varð aðgengilegt Íslendingum í fyrra. Skoðun 8. febrúar 2021 15:31
Ónýtir vegir á sunnanverðum Vestfjörðum Síðustu daga höfum við fylgst með fréttum af miklum slitlagsskemmdum á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði. Skoðun 4. janúar 2021 16:00
Vegna villandi umræðu um fæðingarorlof og nálgunarbann Mjög villandi umræða og beinlínis röng, hefur fengið vængi í fjölmiðlum hvað varðar rétt til töku fæðingarorlofs undir nálgunarbanni. Að því tilefni er ég knúin til að rita nokkur orð til þess að leiða umræðuna á rétta braut. Skoðun 20. desember 2020 16:01
Jöfn skipting fæðingaorlofs - Jafnréttismál Fæðingaorlofsfrumvarp félagsmálaráðherra liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið boðar 12 mánaða fæðingaorlof með jafna skiptinu milli foreldra og rétturinn skiptist þannig að sjálfstæður réttur hvors foreldris um sig verði sex mánuðir. Skoðun 14. desember 2020 14:30
Einmanaleiki er vandamál Í dag er geðheilbrigðisþing og á þessu sérstaka ári og komandi ári verðum við að beina kastljósi að líðan fólks. Ef það er ekki gert munum við eiga erfiðara með að standa undir þeim verkefnum sem árið hefur fært okkur. Ef við hugum ekki að andlegri heilsu okkar mun það taka okkur lengri tíma að koma okkur í eðlilegan farveg eftir heimsfaraldurinn. Skoðun 9. desember 2020 18:59
Eitt ár í lífi barns Í gær mælti félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof, þar eru lagðar til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði. Skoðun 25. nóvember 2020 11:01
Nú er öldin önnur Við megum vera þakklát fyrir að lifa á árinu 2020, einhverjir eru ekki sammála mér um að árið 2020 sé endilega gott ár og það er ég heldur ekki að segja. Skoðun 20. nóvember 2020 16:30
Lifandi vísindaskáldsaga og viðbrögð við henni Um þessar mundir eru um þrjú ár síðan sitjandi ríkistjórn tók við völdum. Þetta hafa verið þrjú viðburðarík ár. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á gott jafnvægi í ríkisfjármálum, að efnahagur vænkist hratt og að gæta þurfi að jafnvægi meðal allra sem landið byggja. Skoðun 6. nóvember 2020 08:00
Með ást og kærleik Í þessu því ólíkindina ástandi sem nú ríkir hefur Þríeykið okkar sinnt sínu starfi af kærleik og trausti og hefur gert í marga mánuði. Skoðun 15. október 2020 16:00
Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. Skoðun 9. október 2020 07:30
Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi? Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Skoðun 23. september 2020 17:00
Framsókn í efnahagsmálum Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Skoðun 18. september 2020 14:00
Samgöngur til framtíðar Það má sjá bætt vinnubrögð í nýrri samgönguáætlun því hér í fyrsta skipti er hún í samræmi við samþykkta fjármálaáætlun frá Alþingi. Skoðun 23. nóvember 2018 07:00
Bækurnar, málið og lesskilningurinn Í vikunni mælti mennta- og menningarmálaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem hefur það að markmiði að efla útgáfu bóka á íslensku. Bókaútgáfa hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár og því mikilvægt að spyrna við fótum með markvissum aðgerðum. Skoðun 17. október 2018 17:30
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun