Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Rúnar skoraði eitt í tapi

Ribe-Esbjerg þurfti að þola tveggja marka tap, 31-29, fyrir Frederica í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Rúnar Kárason og Daníel Þór Ingason eru í liði Ribe-Esbjerg.

Handbolti
Fréttamynd

Oddur skoraði fjögur í mikil­vægum sigri

Oddur Gretarsson átti fínan leik er Balingen-Weilstetten vann mikilvægan sigur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen töpuðu fyrir Kiel og þá vann topplið Flensburgar sinn leik.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn semur við Stjörnuna

Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í dag að Gunnar Steinn Jónsson muni ganga til liðs við félagið í sumar eftir 12 ár í atvinnumennsku. Ásamt því að leika með liðinu mun hann sinna hlutverki aðstoðarþjálfara.

Handbolti
Fréttamynd

Anna Úrsúla: Ég er rosalega ánægð með tækifærið

,,Ég er ánægð með grimmdina. Það er það sem ég var rosalega ánægð með hjá öllum leikmönnunum inn á vellinum,.“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, fyrrverandi og núverandi landsliðskona í handbolta eftir leik liðsins á móti Slóveníu í kvöld. 

Handbolti
Fréttamynd

Enn einn titill Arons

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru spænskir meistarar eftir stórsigur á Puente Genil, 37-21 í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Yfir­gefa liðið eftir fall úr efstu deild

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir munu ekki leika með danska handknattleiksliðinu Vendsyssel á næstu leiktíð. Liðið féll á dögunum úr efstu deild og er ljóst að margir leikmenn liðsins hugsa sér til hreyfings.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi hafði betur í Íslendingaslagnum

Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg tóku á móti lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi skoraði fimm mörk og hjálpaði liði sínu að vinna fjögurra marka sigur, 31-27. Arnar Freyr Arnarsson er í liði Melsungen, en hann komst ekki á blað í dag.

Handbolti