Kveður Eyjar vegna fjölskylduaðstæðna Færeyingurinn Dánjal Ragnarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Íslandsmeistara ÍBV á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Víkingi í Olís-deildinni í handbolta. Handbolti 12. desember 2023 16:31
Arnar Freyr í liði umferðarinnar Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handbolta, er í liði umferðarinnar í þýsku úrvalsdeildinni. Handbolti 12. desember 2023 16:31
Danir hirtu toppsætið Danmörk lagði Þýskaland með tveggja marka mun á HM kvenna í handbolta og tryggði sér þar með toppsæti milliriðils III. Þá vann Svíþjóð öruggan sigur á Svartfjallalandi. Handbolti 11. desember 2023 21:30
Rúmenía og Ungverjaland unnu leikina sem engu máli skiptu Rúmenía og Ungverjaland unnu leiki sína á HM kvenna í handbolta í dag. Sigrarnir skila þjóðunum þó ekki í 8-liða úrslit og enda þau bæði í 3. sæti í sínum riðlum. Handbolti 11. desember 2023 19:16
Umfjöllun: Ísland - Kína 30-23 | Stelpurnar tryggðu sig áfram í úrslitaleik Forsetabikarsins Ísland vann sjö marka sigur, 30-23, á Kína í lokaleik I-riðils Forsetabikarsins á HM kvenna í handbolta. Íslenska liðið fer þar af leiðandi ósigrað upp úr riðlinum og keppir úrslitaleik Forsetabikarsins við Kongó næstkomandi miðvikudag. Handbolti 11. desember 2023 18:24
Ofurtölvan telur Magdeburg eiga þrettán prósent möguleika að verja titilinn Samkvæmt útreikningum tölfræðisérfræðingsins Julians Rux á Handballytics á Barcelona mesta möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu í handbolta. Handbolti 11. desember 2023 17:01
Stelpurnar okkar tryggja sér úrslitaleik á móti Kongó vinni þær í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Kongó í úrslitaleik Forsetabikarsins vinni þær leik sinn á móti Kína á HM í kvöld. Handbolti 11. desember 2023 13:43
Þórir ósáttur við ákvörðun Alþjóða ólympíunefndarinnar: „Punktur!“ Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sterkar skoðanir á því að rússnesku íþróttafólki verði leyft að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Handbolti 11. desember 2023 11:00
Frakkland fyrstar til að leggja Noreg Frakkland vann Noreg með eins marks mun í lokaleik milliriðils II á HM kvenna í handbolta. Leikurinn skar úr um hvort lið myndi vinna riðilinn en bæði voru komin áfram í 8-liða úrslit. Handbolti 10. desember 2023 21:35
Átján íslensk mörk í jafntefli í Íslendingaslag MT Melsungen og Magdeburg skildu jöfn er liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, 29-29. Handbolti 10. desember 2023 15:46
Svíþjóð og Danmörk í átta liða úrslit Svíþjóð og Danmörk eru komin á 8-liða úrslit HM kvenna í handbolta. Þá tókst Kína að jafna Ísland að stigum í baráttunni um Forsetabikarinn. Handbolti 9. desember 2023 21:31
Umfjöllun: Paragvæ - Ísland 19-25 | Sterkur sigur Íslands á leiðinni að Forsetabikarnum Ísland vann Mið-Ameríku meistara Paragvæ í Forsetabikarnum á HM kvenna í dag með sex marka mun. Lokatölur 19-25 í leik sem íslenska liðið var í basli sóknarlega stóran hluta leiksins. Handbolti 9. desember 2023 18:35
Ágúst Elí og Elvar sáu um topplið Álaborgar Íslendingalið Ribe-Esbjerg lagði stórlið Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með eins marks mun. Ágúst Elí Björgvinsson og Elvar Ásgeirsson áttu stóran þátt í sigrinum. Handbolti 9. desember 2023 16:45
Botnliðið sótti mikilvæg stig norður Selfoss, botnlið Olís-deildar karla í handbolta, vann afar mikilvægan tveggja marka sigur er liðið heimsótti KA norður á Akureyri í dag, 28-30. Handbolti 9. desember 2023 16:31
ÍBV blandar sér í toppbaráttuna ÍBV vann öruggan 13 marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Þá vann Fram góðan útisigur á Gróttu og Haukar unnu HK. Handbolti 8. desember 2023 23:16
„Myndi ekki segja að þetta væri skref niður á við“ Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður í handbolta, mun færa sig um set í Þýskalandi að yfirstandandi leiktíð lokinni. Hann vildi komast í nýtt umhverfi og flyst um 100 kílómetra suður, til Göppingen. Handbolti 8. desember 2023 22:47
Noregur í átta liða úrslit Þórir Hergeirsson stýrði liði Noregs til sigurs gegn Slóveníu í milliriðli HM kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur 34-21. Þá vann Holland stórsigur á Úkraínu. Handbolti 8. desember 2023 21:30
Súrt tap hjá Íslendingaliði Leipzig Íslendingalið Leipzig tapaði með eins marks mun fyrir Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 25-24 Eisenach í vil. Handbolti 8. desember 2023 21:16
Valsmenn unnu í Safamýri Valur vann sex marka sigur á Víkingum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur í Safamýri, heimavelli Víkinga, 21-27. Handbolti 8. desember 2023 20:16
HM kvenna: Tékkland með mikilvægan sigur á Spáni Tékkland vann mikilvægan sigur á Spáni í milliriðli IV á HM kvenna í handbolta. Sigurinn þýðir að báðar þjóðir eru með sex stig sem stendur og Tékkland á því enn möguleika á að komast áfram. Þá er Frakkland enn með fullt hús stiga. Handbolti 8. desember 2023 18:59
Gleðitíðindi af Gísla: Í hóp mánuði fyrir EM Svo virðist sem að möguleiki sé á því að Gísli Þorgeir Kristjánsson verði með íslenska landsliðinu í handbolta á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar, eftir erfið meiðsli. Handbolti 8. desember 2023 16:15
Þórir varar sínar stelpur við að lenda ekki í því sama og Danir Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, var fljótur að nýta sér vandræði danska landsliðsins í gærkvöldi sem víti til varnaðar fyrir sitt lið í framhaldinu á heimsmeistaramótinu. Handbolti 8. desember 2023 15:01
Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. Handbolti 8. desember 2023 10:26
Ýmir yfirgefur Löwen en verður áfram í Þýskalandi Landsliðsmaðurinn í handbolta, Ýmir Örn Gíslason, yfirgefur Rhein-Neckar Löwen næsta sumar. Hann hefur leikið með liðinu síðan í febrúar 2020. Handbolti 8. desember 2023 09:19
Tveir leikmenn horfnir á HM kvenna Heimsmeistaramót kvenna í handbolta er í fullum gangi en eitt liðanna er ekki með fullskipaðan hóp þar sem að tveir leikmenn eru horfnir. Handbolti 8. desember 2023 08:02
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - FH 29-32 | Aron skoraði fimmtán í stórleiknum FH-ingar unnu góðan þriggja marka sigur er liðið heimsótti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 29-32. Aron Pálmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimmtán mörk fyrir Hafnfirðinga. Handbolti 7. desember 2023 23:10
„Munurinn er einfaldlega Aron Pálmarsson, þeir eru með hann en ekki við“ Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur eftir tap liðsins gegn FH í dag. Aron Pálmarsson átti stórleik fyrir FH og skoraði 15 mörk og segir Gunnar að þar hafi munurinn á liðunum legið. Handbolti 7. desember 2023 23:00
Fimmtán íslensk mörk er Magdeburg komst upp úr riðlinum Janus Daði Smárason og Ómar Ingi Magnússon skoruðu samtals fimmtán mörk fyrir Evrópumeistara Magdeburg er liðið vann níu marka sigur gegn Porto og tryggði sér um leið sæti í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Handbolti 7. desember 2023 21:28
Japan vann óvæntan sigur gegn Dönum Japan vann óvæntan eins marks sigur er liðið mætti Dönum á HM kvenna í handbolta í kvöld, 26-27. Handbolti 7. desember 2023 21:21
Umfjöllun: Grænland - Ísland 14-37 | Gáfu Grænlendingum engin grið Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Grænlandi í fyrsta leik sínum í Forsetabikarnum á HM. Handbolti 7. desember 2023 18:31