Hús og heimili

Hús og heimili

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þing­maður selur húsið

Vilhjálmur Árnason þingmaður og eiginkona hans Sigurlaug Pétursdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Þau ætla þó ekki langt og stefna á að næsta heimili verði innan sama hverfis í bænum.

Lífið
Fréttamynd

Retró-draumur í Hlíðunum

Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettis­götu

Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Hrátt og sjarmerandi ein­býlis­hús listapars í Höfnum

Listaparið Leifur Ýmir Eyjólfsson og Katrína Mogensen hafa sett 170 fermetra einbýlishús við Hafnagötu í Höfnum á sölu. Húsið var byggt árið 1929 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar arkitekts en hefur verið mikið endurnýjað á liðnum árum. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Glæsihús augn­læknis til sölu

María Soffía Gottfreðsdóttir, augnlæknir, hefur sett einbýlishús sitt við Háuhlíð í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 368 fermetra hús á tveimur hæðum, byggt árið 1956, þar af 30 fermetra bílskúr. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk

Á fjórðu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi við Álfheima í Reykjavík er að finna bjarta og vel skipulagða fjögurra herbergja íbúð. Eignin hefur verið endurnýjuð og hönnuð á smekklegan máta. Húsið var byggt árið 1960 og teiknað af Sigvalda Thordarson arkitekt. Ómar Sigurbergsson innannhússarkitekt sá um endurhönnunina.

Lífið
Fréttamynd

Ólafur og Hildur selja í Vestur­bænum

Ólafur Kjaran Árnason, aðstoðarmaður forsætisráðherra og Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum, hafa sett íbúð sína við Fornhaga í Vesturbænum á sölu. Ásett verð er 84,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Al­vöru kósýkvöld með frá­bærum af­sláttum, gleði og góðri stemningu

Kósýkvöld Vogue verður haldið miðvikudagskvöldið 5. nóvember í versluninni Vogue fyrir heimilið, Síðumúla 30 í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri. Gleðin stendur yfir frá kl. 18 til 21 og verður boðið upp á frábæra afslætti af næstum öllum vörum, happdrætti, lifandi tónlist og léttar veitingar. Þetta er fullkomið tækifæri til að byrja á jólagjafainnkaupunum eða einfaldlega til að fá innblástur og skapa hlýju og notalegheit fyrir veturinn heima.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Heillandi rað­hús Evu Maríu og Trausta til sölu

Eva María Árnadóttir sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands og eiginmaður hennar, Trausti Stefánsson, menntaskólakennari, hafa sett raðhús sitt við Brekkusel í Seljahverfi á sölu. Ásett verð er 152,9 milljónir.

Lífið