Benzema neitaði að fara um borð í forsetaflugvél Emmanuel Macron Karim Benzema meiddist í aðdraganda heimsmeistaramótsins og gat ekki tekið þátt með Frökkum á mótinu. Frakkland leikur til úrslita í dag gegn Argentínu. Karim Benzema hafnaði boði forseta Frakklands um að fara í forsetaflugvél til Katar og sjá úrslitaleikinn. Fótbolti 18. desember 2022 10:00
Argentína unnið fleiri innbyrðis viðureignir gegn Frökkum Í dag fer fram úrslitaleikur heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu árið 2022 þar sem Argentína og Frakkland mætast. Þessar risaþjóðir hafa tólf sinnum mæst innbyrðis og þar af þrisvar sinnum á heimsmeistaramótinu. Sport 18. desember 2022 09:01
„Sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað mikilvægari þátta“ Í dag ræðst hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari í fótbolta. Dregið hefur úr umræðu um ýmis hneyksli tengd heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar eftir því sem liðið hefur á mótið. Fólk hefur gleymt sér í hita leiksins, segir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Fótbolti 18. desember 2022 08:02
Deschamps gæti orðið fyrsti þjálfarinn til að vinna HM tvisvar eftir seinna stríð Í dag fer fram úrslitaleikur Heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu árið 2022. Það er að ýmsu að hyggja í aðdraganda stórra leikja og eitt af því er hvaða áhrif úrslit leiksins í dag hafa á sögu knattspyrnunnar. Didier Deschamps er alveg við það að skrá nafn sitt enn frekar í sögubækurnar. Fótbolti 18. desember 2022 07:01
Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar? Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka. Fótbolti 17. desember 2022 23:02
Southgate áfram fram yfir EM 2024? Sögusagnir ganga nú um að Gareth Southgate ætli sér að halda áfram með enska landsliðið fram yfir EM sem haldið verður árið 2024. Fótbolti 17. desember 2022 20:55
Króatar fara heim með verðlaun annað mótið í röð Króatía lagði Marokkó að velli með tveimur mörkum gegn einu þegar liðin leiddu saman hesta sína í leiknum um bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla í Doha í Katar í dag. Króatar unnu brons á HM 1998 en Afríkulið hefur aldrei unnið verðlaun á heimsmeistaramóti. Fótbolti 17. desember 2022 16:54
Deschamps segir spurningar um endurkomu Benzema fáránlegar Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik heimsmeistaramótsins en þar mætir franska liðið því argentínska í Doha í Katar á morgun. Deschamps var meðal annars spurður hvort einhver möguleiki væri á að Karim Benzema yrði í leikmannahópi Frakka í þeim leik. Fótbolti 17. desember 2022 12:36
FIFA bannar Zelensky að senda ákall um frið fyrir úrslitaleikinn Beiðni Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, um að fá að senda skilaboð um frið á jörð, fyrir úrslitaleik Argentínu og Frakklands á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla sem spilaður verður í Doha í Katar á morgun var hafnað af alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA. Fótbolti 17. desember 2022 11:48
Segir að FIFA hafi heilaþvegið Wenger Arsene Wenger hefur verið heilaþveginn af FIFA og hefur farið úr því að vera klárasti maðurinn í bransanum yfir í það að segja ótrúlega heimskulega hluti. Þetta segir landsliðsþjálfari Noregs. Fótbolti 16. desember 2022 23:31
Varane og Konaté að glíma við veikindi Þátttaka frönsku miðvarðanna Raphaël Varane og Ibrahima Konaté í úrslitaleik HM í fótbolta sem fram fer á sunnudag er í hættu. Báðir eru að glíma við veikindi en margir af leikmönnum franska liðsins hafa verið veikir að undanförnu. Fótbolti 16. desember 2022 18:01
Sláandi staðreynd um Benzema og að Frakkar séu betri án hans Karim Benzema er handhafi Gullhnattarins í ár og var aðalmaðurinn á bak við sigur Real Madrid í Meistaradeildinni í vor. Það lítur hins vegar út fyrir að franska landsliðið sé betra án hans. Fótbolti 16. desember 2022 15:30
Treyjan hans Messi er uppseld Lionel Messi hefur öðrum fremur komið argentínska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn á HM með fimm mörkum og þremur stoðsendingum í sex leikjum. Fótbolti 16. desember 2022 14:30
Macron býður Benzema, Kanté og Pogba á úrslitaleikinn Emmanuel Macron Frakklandsforseti vill bjóða meiddum leikmönnum franska landsliðsins á úrslitaleik HM. Frakkland mætir þar Argentínu og með sigri verja Frakkar heimsmeistaratitilinn sem þeir unnu í Rússlandi fyrir fjórum árum. Fótbolti 16. desember 2022 14:01
Mættu til „ömmu“ Messi og sungu nafn hetjunnar Argentínska þjóðin svífur um á bleiki skýi þessa dagana eftir frábært gengi fótboltalandsliðsins á heimsmeistaramótinu í Katar. Fótbolti 16. desember 2022 13:01
Þrír þjálfarar sem töpuðu fyrir Marokkó á HM hafa misst starfið sitt Marokkóbúar komust fyrstir Afríkuþjóða í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í fótbolta en þrír landsliðsþjálfarar sem duttu út fyrir þeim á leiðinni þangað héldu ekki starfinu sínu. Fótbolti 16. desember 2022 12:01
Harðorður í garð Infantino: Sjálfshagsmunaseggur sem vill engu breyta Fyrrum þýski landsliðsmaðurinn Phillipp Lahm, sem er jafnframt mótsstjóri EM 2024, sem fram fer í Þýskalandi, er lítt hrifinn af Gianni Infantino, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Fótbolti 16. desember 2022 11:30
Grátleg mistök: Veðjaði ekki á rétta argentínska landsliðið til að vinna HM Þegar þú setur pening á landslið að vinna heimsmeistaramót þá er betra að vera með á hreinu í hvaða íþrótt þú ert að veðja. Fótbolti 16. desember 2022 11:01
Uppáhaldsdómari íslenska landsliðsins dæmir úrslitaleik HM í Katar Pólverjinn Szymon Marciniak verður með flautuna í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar. Fótbolti 16. desember 2022 09:01
Draumur Katara að rætast Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu. Fótbolti 15. desember 2022 13:31
Brasilísk goðsögn heldur með Messi á sunnudaginn Svo mikið er Lionel Messi æðið í heiminum að Brasilíumenn eru líka farnir að halda með honum í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Fótbolti 15. desember 2022 12:00
Goncalo Ramos gæti líka komið í staðinn fyrir Ronaldo hjá Man. United Ein af stóru sögum heimsmeistaramótsins í Katar var þegar Cristiano Ronaldo missti sæti sitt i byrjunarliði Portúgals og í staðinn kom Goncalo Ramos inn í liðið og skoraði þrennu. Enski boltinn 15. desember 2022 11:30
Mbappé skaut niður áhorfanda Kylian Mbappé þurfti að biðjast afsökunar í upphitun fyrir undanúrslitaleik Frakklands og Marokkó á HM í Katar í gær. Fótbolti 15. desember 2022 10:30
Vildi ekkert segja um mögulega endurkomu Benzema fyrir úrslitaleikinn á HM Karim Benzema, besti fótboltamaður ársins í Evrópu, missti af heimsmeistaramótinu vegna meiðsla. Eða hvað? Fótbolti 15. desember 2022 09:31
Frakkar hafa áhyggjur af veirufaraldri í franska hópnum fyrir úrslitaleikinn Frakkar tryggðu sér í gær sæti í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Katar með 2-0 sigri á Marokkó. Næst á dagskrá er Argentína í leiknum um heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Fótbolti 15. desember 2022 08:02
24 ára maður dó inn á leikvangnum sem hýsir úrslitaleikinn á HM Öryggisvörður lést eftir að hafa fallið inn á Lusail leikvanginum um síðustu helgi en á úrslitaleikur HM mun fara fram á vellinum á sunnudaginn kemur. Fótbolti 15. desember 2022 07:30
Eiginkona Wahl vill að samsæriskenningarnar hætti eftir að dánarorsökin var staðfest Grant Wahl, bandaríski blaðamaðurinn sem lést nýverið á leik Argentínu og Hollands á HM sem nú fer fram í Katar, var með rifu í ósæð sem liggur frá hjartanu [e. ascending aorta]. Þetta staðfesti fjölskylda Wahl á miðvikudag. Fótbolti 15. desember 2022 07:01
Frakkland í úrslit á nýjan leik Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands eru komnir í úrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta sem nú fer fram í Katar. Frakkland lagði spútniklið Marokkó 2-0 í undanúrslitum. Fótbolti 14. desember 2022 21:00
Voru liðsfélagar í frönsku B-deildinni en mætast í undanúrslitum HM í kvöld Leiðin hefur lá hratt upp á við hjá Olivier Giroud, framherja franska landsliðsins, frá franska B-deildarliðinu Grenoble, hvar hann þótti ekki nógu góður fyrir aðalliðið árið 2007. Mótherji hans í undanúrslitum HM í kvöld var aftur á móti fastamaður. Fótbolti 14. desember 2022 16:00
Mikið breyst frá því að Julián Álvarez bað Messi um mynd Julián Álvarez og Lionel Messi sáu fremur en aðrir um að koma argentínska landsliðinu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar. Fótbolti 14. desember 2022 14:00