Frakkar hafa áhyggjur af veirufaraldri í franska hópnum fyrir úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 08:02 Antoine Griezmann var valinn besti maður undanúrslitaleiksins en bæði Dayot Upamecano og Adrien Rabiot voru fjarverandi vegna veikinda. Getty/Peter Byrne Frakkar tryggðu sér í gær sæti í úrslitaleiknum á heimsmeistaramótinu í Katar með 2-0 sigri á Marokkó. Næst á dagskrá er Argentína í leiknum um heimsmeistaratitilinn á sunnudaginn. Það eru samt áhyggjur í herbúðum Frakka af heilsu leikmannahópsins. Tveir leikmenn misstu af undanúrslitaleiknum vegna veikinda. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps sagði frá því á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær að Frakkar væru að gera allar varúðarráðstafanir í bókinni til að koma í veg fyrir hópsmit. Deschamps dice que han aislado a Upamecano y Rabiot para que no contagien al resto del plantel de FranciaAmbos futbolistas han atravesado estos días procesos febriles, pero el técnico cree que podrá contar con ellos para la finalPor @davidalvarezhttps://t.co/MGtLOaaJca— EL PAÍS Deportes (@elpais_deportes) December 14, 2022 Miðvörðurinn Dayot Upamecano og miðjumaðurinn Adrien Rabiot, sem báðir hafa spilað stórt hlutverk með Frökkum á mótinu, misstu af undanúrslitaleiknum vegna veikinda. Deschamps vonast til þess að þeir Upamecano og Rabiot verði búnir að ná sér fyrir úrslitaleikinn. Upamecano var byrjaður að æfa aftur og var á bekknum á móti Marokkó en Rabiot var skilinn eftir á hótelinu. Rabiot sagði ESPN frá því að honum var skipað að halda sig inn í herberginu sínu. Kingsley Coman sýndi einkenni fyrr um daginn samkvæmt Deschamps en það er einhvers konar Arabíuflensa að ganga á milli gesta í Katar. „Í Dóha hefur nú kólnað aðeins og svo er loftræstingin á fullu allan tímann,“ sagði Didier Deschamps. „Það hafa verið nokkur dæmi um flensu í hópnum. Við erum að reyna að passa okkur svo að þetta verði ekki að faraldri. Leikmenn hafa gefið allt inn á vellinum og ofnæmiskerfið er veikara fyrir vikið,“ sagði Deschamps. Ken Early: Injuries caught up with Morocco - the worry is that a virus might now have a similar effect on France (via @IrishTimesSport) https://t.co/SF9jGGieIm— Irish Times Sport (@IrishTimesSport) December 14, 2022 „Dayot Upamecano veiktist strax eftir Englandsleikinn. Það gerist stundum þegar þú gefur svona mikið af þér, líkaminn er veikur fyrir og þá er líklegra að þú fáir veirusýkingu,“ sagði Deschamps. „Við gerum allar ráðstafanir í bókinni til að forðast hópsmit. Við höfum aðskilið hann frá hópnum og Adrien líka,“ sagði Deschamps. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira
Það eru samt áhyggjur í herbúðum Frakka af heilsu leikmannahópsins. Tveir leikmenn misstu af undanúrslitaleiknum vegna veikinda. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps sagði frá því á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær að Frakkar væru að gera allar varúðarráðstafanir í bókinni til að koma í veg fyrir hópsmit. Deschamps dice que han aislado a Upamecano y Rabiot para que no contagien al resto del plantel de FranciaAmbos futbolistas han atravesado estos días procesos febriles, pero el técnico cree que podrá contar con ellos para la finalPor @davidalvarezhttps://t.co/MGtLOaaJca— EL PAÍS Deportes (@elpais_deportes) December 14, 2022 Miðvörðurinn Dayot Upamecano og miðjumaðurinn Adrien Rabiot, sem báðir hafa spilað stórt hlutverk með Frökkum á mótinu, misstu af undanúrslitaleiknum vegna veikinda. Deschamps vonast til þess að þeir Upamecano og Rabiot verði búnir að ná sér fyrir úrslitaleikinn. Upamecano var byrjaður að æfa aftur og var á bekknum á móti Marokkó en Rabiot var skilinn eftir á hótelinu. Rabiot sagði ESPN frá því að honum var skipað að halda sig inn í herberginu sínu. Kingsley Coman sýndi einkenni fyrr um daginn samkvæmt Deschamps en það er einhvers konar Arabíuflensa að ganga á milli gesta í Katar. „Í Dóha hefur nú kólnað aðeins og svo er loftræstingin á fullu allan tímann,“ sagði Didier Deschamps. „Það hafa verið nokkur dæmi um flensu í hópnum. Við erum að reyna að passa okkur svo að þetta verði ekki að faraldri. Leikmenn hafa gefið allt inn á vellinum og ofnæmiskerfið er veikara fyrir vikið,“ sagði Deschamps. Ken Early: Injuries caught up with Morocco - the worry is that a virus might now have a similar effect on France (via @IrishTimesSport) https://t.co/SF9jGGieIm— Irish Times Sport (@IrishTimesSport) December 14, 2022 „Dayot Upamecano veiktist strax eftir Englandsleikinn. Það gerist stundum þegar þú gefur svona mikið af þér, líkaminn er veikur fyrir og þá er líklegra að þú fáir veirusýkingu,“ sagði Deschamps. „Við gerum allar ráðstafanir í bókinni til að forðast hópsmit. Við höfum aðskilið hann frá hópnum og Adrien líka,“ sagði Deschamps.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira