Verða Argentínumenn enn eitt fórnarlamb Drake bölvunarinnar? Árni Jóhannsson skrifar 17. desember 2022 23:02 Drake hefur gert mörgum íþróttamanninum grikk með veðmálum sínum. Amy Sussman/Getty Images Komið hefur í ljós að kanadíski rapparinn Drake hefur lagt fé undir á það að Argentína verði heimsmeistari á morgun. Mörgum kann að þykja það óáhugaverðar fréttir en þegar rýnt er í þetta nánar þá kemur ýmislegt í ljós um það að þetta séu góðar fréttir fyrir Frakka. Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn. HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira
Drake finnst ekki leiðinlegt að reyna að ávaxta pund sitt í gegnum veðmál á íþróttir. Einnig þykir honum ekki leiðinlegt að hitta íþróttastjörnur og fá mynd af sér með þeim. það hefur komið í ljós á undanförnum árum að mögulega þýði það að hann leggi bölvun á viðkomandi íþróttamann eða lið. View this post on Instagram A post shared by ODDSbible (@oddsbible) Þrír knattspyrnumenn hugsa rapparanum væntanlega þegjandi þörfina en Jadon Sancho, Pierre-Emerick Aubameyang og Sergio Aguero áttu allir mjög slæman dag eftir að hafa hitt Drake. Sancho var í liði Dortmund sem tapaði 5-0 fyrir erkifjendunum í Bayenr München daginn eftir að hafa hitt Drake og Aubameyang var ískaldur í tapi fyrir Everton sömuleiðis daginn eftir að hafa hitt Drake. Sergio Aguero lét þá verja frá sér víti í leik við Tottenham í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa eytt eftirmiðdegi með kanadíska rapparanum. Það gætu því verið slæmar fréttir fyrir Lionel Messi og hans menn að Drake haldi að þeir vinni úrslitaleikinn á morgun en Kanadamenn urðu heldur betur fyrir barðinu á Drake-bölvuninni. Kanada átti að koma á óvart á mótinu í Qatar en urðu hvorki fugl né fiskur eftir að Drake sýndi þeim stuðning. Israel Adesanya tapaði einnig meistaravörn sinni í UFC bardagadeildinni eftir að Drake lagði fé undir á sigur hans. Það eru þó undantekningar á þessu öllu saman, eins og góðri bölvun sæmir, því Tyson Fury stóð hana af sér. Fury vann Deontay Wilder eftir að Drake hafði líst yfir stuðningi sínum við breska boxarann. Það er því örlítil von að bölvunin hafi ekki áhrif á Argentínumenn.
HM 2022 í Katar Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Sjá meira