Bróðir blaðamannsins sem lést í Katar telur að hann hafi verið myrtur Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í gær 48 ára að aldri. Hann var í Katar að fjalla um HM í fótbolta og hneig niður í leik Argentínu og Hollands. Bróðir hans, Erik Wahl, segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur. Fótbolti 10. desember 2022 11:01
Varaforseti Evrópuþingsins grunaður um spillingu Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. Erlent 10. desember 2022 09:37
Messi lét Van Gaal heyra það og segir Maradona fylgjast með frá himnum Argentína komst í undanúrslit á HM í fótbolta sem nú fer fram í Katar eftir að sigra Holland í vítaspyrnukeppni. Lionel Messi lét Louis Van Gaal, þjálfara Hollands, fá það óþvegið eftir leik. Þá nýtti markvörðurinn Emi Martinez tækifærið og lét dómarann heyra það sem og Van Gaal. Fótbolti 10. desember 2022 09:30
Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. Fótbolti 10. desember 2022 08:11
Sigur Króatíu sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM Heimsmeistaramótið í Katar heldur áfram að koma á óvart og sigur Króatíu gegn Brasilíu í átta liða úrslitum í gær var sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Fótbolti 10. desember 2022 07:01
Neymar jafnaði opinbert markamet Pelé Neymar jafnaði í dag opinbert markamet goðsagnarinnar Pelé fyrir brasilíska landsliðið í knattspyrnu. Neymar skoraði mark Brasilíu er liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu gegn Króatíu eftir vítaspyrnukeppni. Fótbolti 9. desember 2022 23:00
Argentína tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri í vítaspyrnukeppni Argentína er á leið í undanúrslit eftir sigur gegn Hollendingum í vítaspyrnukeppni. Argentína náði tveggja marka forystu í venjulegum leiktíma, en Hollendingar gáfust ekki upp og náðu að knýja fram framlengingu og að lokum vítaspyrnukeppni. Fótbolti 9. desember 2022 22:01
Tite hættur með brasilíska landsliðið eftir tapið gegn Króatíu Tite hefur sagt starfi sínu sem knattspyrnustjóri brasilíska landsliðsins lausu eftir að liðið féll úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Fótbolti 9. desember 2022 20:04
Króatar fyrstir í undanúrslit eftir dramatík og vítaspyrnukeppni Króatía varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Katar er liðið hafði betur gegn Brasilíu í vítapyrnukeppni, 4-3. Markalaust var að venjulegum leiktíma loknum og liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Fótbolti 9. desember 2022 17:51
Byggingafyrirtæki enn starfandi þrátt fyrir að greiða verkafólki ekki laun Katarskt byggingafyrirtæki er enn starfrækt þrátt fyrir loforð katarskra yfirvalda um annað þegar í ljós kom að fyrirtækið greiddi ekki starfsfólki sínu. Fyrirtækið átti að eiga í vandræðum með að greiða laun vegna meintrar lokunar þess, en starfsemi er enn virk í fyrirtækinu. Fótbolti 9. desember 2022 16:01
„Látið Cristiano Ronaldo í friði“ Landsliðsþjálfari Portúgala segir að það sé kominn tími á það að leyfa Cristiano Ronaldo að fá að vera í friði. Fótbolti 9. desember 2022 14:01
Van Gaal kokhraustur: „Ekki erfitt að stöðva Messi“ Það vantar sjaldan gorgeirinn í Louis van Gaal, þjálfara hollenska fótboltalandsliðsins. Fyrir leikinn gegn Argentínu sagði hann að það væri lítið mál að finna lausnir við Lionel Messi, einum besta fótboltamanni allra tíma. Fótbolti 9. desember 2022 13:31
Sögulínurnar sem eru undir hjá þjóðunum sem eru enn á lífi á HM í Katar Átta liða úrslitin á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Katar hefjast í dag en átta þjóðir geta enn orðið heimsmeistarar. Fótbolti 9. desember 2022 12:00
Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein. Handbolti 9. desember 2022 09:59
Kaká um Ronaldo: „Heima er hann bara einhver feitur gaur á röltinu“ Fyrrum fótboltamaðurinn Kaká, sem var hluti af brasilíska landsliðinu sem vann HM 2002, segir fótboltamenn gjarnan ekki fá þá virðingu sem þeir eiga skilið í heimalandinu. Það eigi sérstaklega við um Neymar, leikmann landsliðsins, sem hljóti óvægna gagnrýni. Fótbolti 9. desember 2022 09:30
Framkvæmdastýra FIFA neitar að tjá sig um dauðsfall verkmanns Fatma Samoura, framkvæmdastýra Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, harðneitaði að tjá sig um andlát filippeysks verkamanns sem lést við endurbætur á aðstöðu landsliðs Sádi-Arabíu á HM í Katar á meðan riðlakeppni mótsins stóð. Sport 9. desember 2022 08:01
Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst. Fótbolti 8. desember 2022 23:01
Englendingar endurheimta Sterling fyrir leikinn gegn Frökkum Enski vængmaðurinn Raheem Sterling mun snúa aftur til Katar fyrir leik enska landsliðsins gegn því franska í átta liða úrslitum HM sem fram fer á laugardaginn. Fótbolti 8. desember 2022 18:00
Eftirmaður Enriques fundinn Spánverjar voru ekki lengi að finna eftirmann Luis Enrique sem er hættur sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 8. desember 2022 17:00
Southgate fékk Íslandsóvin til að skemmta enska landsliðinu Gareth Southgate fékk sjálfan Robbie Williams til að koma enska landsliðinu í gírinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM í Katar. Fótbolti 8. desember 2022 16:31
Vilja halda Southgate sama hvernig fer gegn Frökkum Enska knattspyrnusambandið vill halda Gareth Southgate í starfi landsliðsþjálfara Englands sama hvernig leikurinn gegn Frakklandi í átta liða úrslitum á HM fer. Fótbolti 8. desember 2022 15:01
Van Gaal gerði stjörnuna vandræðalega: „Núna kyssumst við á munninn“ Louis van Gaal gefur lítið fyrir gagnrýni Ángels Di María sem var rifjuð upp fyrir honum á blaðamannafundi fyrir leik Hollands og Argentínu í dag. Fótbolti 8. desember 2022 13:47
Fengu UFC bardagastjörnurnar til að velja á milli fótboltakappa Hvor þeirra er betri? Fótboltaáhugafólk er oft fengið til að velja á milli tveggja öflugra fótboltamanna en hvað finnst bardagaköppum í UFC? Fótbolti 8. desember 2022 13:30
Neita því að Ronaldo hafi hótað því að hætta á HM Cristiano Ronaldo fékk blauta tusku í andlitið þegar hann var settur á bekkinn fyrir leik Portúgal í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Fótbolti 8. desember 2022 12:15
Enrique hættir með Spánverja Luis Enrique hefur sagt af sér sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í fótbolta eftir slakan árangur liðsins á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Katar. Fótbolti 8. desember 2022 12:00
Mbappé misbýður bjórinn og neitar að auglýsa Budweiser Kylian Mbappé hefur vísvitandi neitað að auglýsa bandaríska bjórframleiðandann Budweiser í kringum heimsmeistaramótið í Katar. Hann neitar að auglýsa heilsuspillandi vörur. Fótbolti 8. desember 2022 10:31
Sterling vill snúa aftur til Katar Raheem Sterling leitast nú eftir að koma til móts við enska landsliðshópinn á ný eftir að hafa flogið heim til Englands vegna fjölskyldukrísu á sunnudaginn var. Fótbolti 8. desember 2022 08:31
Boufal og Bono í uppáhaldi og segir stemmninguna í Marokkó glæsilega Mía Georgsdóttir, formaður félags kvenna frá Marokkó, fylgdist spennt með þegar Marokkóar sigruðu Spánverja í vítaspyrnukeppni, 3-1, í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar. Með sigrinum komst Marokkó í átta liða úrslit HM í fyrsta sinn. Mía segir gleðina í Marokkó ósvikna um þessar mundir. Fótbolti 8. desember 2022 08:00
FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar. Fótbolti 8. desember 2022 07:30
Systir Ronaldos grátbiður hann að hætta í landsliðinu Systir Cristianos Ronaldo hefur grátbeðið hann um að hætta í portúgalska landsliðinu. Fótbolti 8. desember 2022 07:01