„Látið Cristiano Ronaldo í friði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 14:01 Cristiano Ronaldo þakkar fyrir sendingu í síðasta leik Portúgala. AP/Natacha Pisarenko Landsliðsþjálfari Portúgala segir að það sé kominn tími á það að leyfa Cristiano Ronaldo að fá að vera í friði. Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt. HM 2022 í Katar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira
Fernando Santos var alveg búinn að fá nóg af Ronaldo spurningum á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leikinn í átta liða úrslitum á HM á móti Marokkó. Fernando Santos wants everyone to leave Cristiano Ronaldo alone pic.twitter.com/VS26VF3EF6— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022 Ronaldo er andlit landsliðs Portúgals og þá skiptir litlu þótt að hann sé í byrjunarliðinu eða á bekknum. Allt í kringum þennan frábæra leikmann er frétt enda lokaspretturinn hjá einum besta knattspyrnumanni allra tíma. Santos fór vel yfir það hvað fór á milli hans og fyrirliðans í aðdraganda þess að Ronaldo þurfti að dúsa á bekknum á móti Sviss í sextán liða úrslitunum. „Ég talaði við hann eftir hádegismat á leikdegi þar sem ég bauð honum á skrifstofuna mína,“ sagði Fernando Santos „Að sjálfsögðu var Ronaldo ekki ánægður með þetta enda hefur hann alltaf verið byrjunarliðsmaður,“ sagði Santos. „Hann sagði mér: Heldur þú virkilega að þetta sé góð hugmynd? Við áttu eðlilegt samtal þar sem ég útskýrði fyrir honum mínar ástæður og auðvitað sætti hann sig við þær. Við áttum hreinskilið og venjulegt samtal,“ sagði Santos. Fernando Santos has revealed Cristiano Ronaldo asked him whether it was really a good idea to drop him for Portugal s game against Switzerland. pic.twitter.com/esBINvk5PR— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) December 9, 2022 „Hann sagði aldrei við mig að hann vildi hætta í landsliðinu og nú er komið til að við hættum að ræða þetta,“ sagði Santos. „Hann ákvað að hita upp með liðsfélögunum og fagnaði öllum mörkunum sem við skoruðum. Í lokin var það hann sem bað liðsfélaga sína um að þakka stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn,“ sagði Santos. „Það er kominn tíminn að þið látið Cristiano Ronaldo í friði. Á hverjum blaðamannafundi eru níutíu prósent spurninganna um Cristiano Ronaldo,“ sagði Santos. „Látið Cristiano Ronaldo í friði. Hann á þetta ekki skilið eftir allt sem hann hefur gert fyrir portúgalskan fótbolta,“ sagði Santos. Portúgal vann 6-1 sigur á Sviss þar sem Goncalo Ramos, sem kom inn í liðið fyrir Ronaldo, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Sjá meira