Vopnaðir menn eiga að hafa brotist inn í hús Sterling í Lundúnum um helgina og sneri hann heim til Englands til að hlúa að börnum sínum.
Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins, BBC, fer tvennum sögum af því hvort innbrotsþjófarnir hafi verið vopnaðir, en líklegra sé að svo sé ekki. Enska knattspyrnusambandið hafi ekki viljað tjá sig um hvaða upplýsingar það hafi fengið sem leiddu til þess að Sterling krafðist þess að snúa heim.
Samkvæmt BBC hefur Sterling nú sett sig í samband við knattspyrnusambandið með það fyrir augum að snúa aftur til Katar. Líklega kemur í ljós hvort hann snúi aftur fyrir helgi fyrir dagslok í dag.
England mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum HM á laugardaginn kemur.