Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Fitusmánuð á rauða dreglinum

Breska leikkonan Kate Winslet segir að hún hafi verið fitusmánuð af fréttafólki þar sem hún var stödd á rauða dreglinum í aðdraganda afhendingar Golden Globes verðlaunanna árið 1998. Þar var hún stödd ásamt öðrum aðstandendum stórmyndarinnar Titanic sem sópaði til sín verðlaunum þetta árið.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ást­fangnar í tuttugu ár

Spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres og eiginkona hennar Portia De Rossi fögnuðu tuttugu árum saman í gær. Hjúin eru enn ástfangin upp fyrir haus eftir tvo áratugi saman.

Lífið
Fréttamynd

Hélt að hann væri George Clooney

Bandaríski Hollywood leikarinn Richard Gere segist alltaf muna eftir því þegar hann hitti eiginkonuna sína spænsku fjölmiðlakonuna Alejandra Silva í fyrsta sinn. Hún hafi ekki haft hugmynd hver hann væri og hélt hún að þetta væri í raun kollegi hans George Clooney.

Lífið
Fréttamynd

Khalid kemur út úr skápnum

Víðfrægi tónlistarmaðurinn Khalid hefur nú komið út úr skápnum sem hinsegin manneskja en þessu greinir hann frá í færslu á samfélagsmiðlinum X. 

Lífið
Fréttamynd

Jay Leno illa leikinn og með lepp

Bandaríski grínistinn og spjallþáttakóngurinn Jay Leno gengur um nú um með lepp. Hann er blár og marinn í framan, handleggsbrotinn og krambúleraður víðs vegar um líkamann. Leno segist hafa hlotið áverkana þegar hann féll niður hlíð.

Lífið
Fréttamynd

Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðar­för Payne

Það var eðli málsins samkvæmt þungt yfir viðstöddum í bænum Amersham í Englandi í dag þar sem jarðarför bresku stórstjörnunnar og söngvarans Liam Payne fór fram. Payne lést fyrir um mánuði síðan eftir fall af svölum á hóteli sínu í Buenos Aires í Argentínu.

Lífið
Fréttamynd

Snerti taug leik­stjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu

Robert Zemeckis, leikstjóri Forrest Gump og Back to the Future þríleiksins, segist opinn fyrir því að skjóta bíómyndir á Íslandi. Hann hefur áhyggjur af þeirri þróun sem orðið hefur á síðustu árum þar sem áherslan hefur færst yfir á framleiðslu sjónvarpsefnis á kostnað bíómynda.

Lífið
Fréttamynd

Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn

Tónlistarkonan Sza segist hafa gert mistök þegar hún ákvað að skella sér í lýtaaðgerð sem snýr af því að stækka rassinn, nánar tiltekið farið í brasilíska rassalyftingu eða BBL. Í viðtali við Vogue á dögunum segist hún hafa ákveðið að skella sér í aðgerðina því dagleg hreyfing var ekki að skila henni rassinum sem hún óskaði sér.

Lífið
Fréttamynd

Leik­stjóri Forrest Gump mættur til Reykja­víkur

„Við erum með marga stóra erlenda gesti og það hefur aldrei verið svona mikið af stórum nöfnum. Það er margt að sjá og erfitt að velja hvað stendur upp úr,“ segir rithöfundurinn Ragnar Jónasson í samtali við blaðamann en hann og Yrsa Sigurðardóttir eru forsprakkar bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir sem hefst með pompi og prakt í Reykjavík í kvöld.

Menning
Fréttamynd

Fer ekki út úr húsi eftir greininguna

„Það er erfitt að lifa með lungnaþembu. Ég get varla gengið þvert yfir herbergi. Það er eins og að ganga um með plastpoka á hausnum,“ segir leikstjórinn David Lynch sem hætti að reykja fyrir tveimur árum en hafði fyrir það reykt frá átta ára aldri.

Lífið
Fréttamynd

Skellti sér á djammið

Miðnæturferð bandarísku hertogaynjunnar Meghan Markle með vinkonum sínum út á skemmtistaði Los Angeles borgar í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Hertogaynjan er sögð hafa skemmt sér konunglega og dansaði hún fram á nótt.

Lífið
Fréttamynd

Segir fjöl­skylduna flutta

Bandaríska Hollywood leikkonan Eva Longoria segir að fjölskylda sín sé flutt frá Bandaríkjunum. Hún býr nú í Mexíkó og á Spáni. Ástæðuna rekur leikkonan til andrúmsloftsins í landinu eftir Covid-19 heimsfaraldurinn, til hárra skatta í Kaliforníu og kosningu Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta.

Lífið
Fréttamynd

Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum

Bandaríski grínistinn, handritshöfundurinn, framleiðandinn og fyrrverandi spjallþáttastjórnandinn Conan O'Brien mun verða kynnir á Óskarsverðlaununum 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akademíunni.

Lífið
Fréttamynd

Hafa bæði kvatt sín fyrr­verandi og eru al­sæl saman

Leikararnir Hugh Jackman og Sutton Foster eru í sjöunda himni en þau hafa nú bæði kvatt fyrrverandi maka sína og geta því loksins verið saman. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six segir þau aldrei hafa verið hamingjusamari og hefur þetta eftir ónefndu vinafólki.

Lífið
Fréttamynd

Krasinski er kynþokkafyllstur í ár

Leik­ar­inn og leik­stjór­inn John Kras­inski er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Krasinski við keflinu af leikaranum Patrick Dempsey.

Lífið
Fréttamynd

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kynbomban Megan Fox ó­létt

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Fox þrjá drengi og Baker eina dóttur.

Lífið