Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Illa vegið að ís­lenskum bjór

Bandaríska leikkonan Alexandra Daddario eyddi áramótunum á Íslandi. Hún skellti sér í heita pottinn umkringd íslensku fannfergi og bakaði brauð á hverasvæði svo fátt eitt sé nefnt. Hún fékk þó ekki ýkja sérstakar ráðleggingar um íslenska bjórinn.

Lífið
Fréttamynd

Hafi ekki tekið þátt í her­ferð gegn Lively

Blaðamaðurinn Kjersti Flaa segist ekki hafa tekið þátt í ófrægingarherferð leikstjórans Justin Baldoni gegn kollega sínum Blake Lively eftir að kvikmynd þeirra It Ends With Us var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst síðastliðnum.

Lífið
Fréttamynd

Bölvað basl á Bond

Innan veggja Amazon hefur lítið sem ekkert gengið að endurvekja James Bond, ofurnjósnarann breska og ímyndaða, frá því Daniel Craig hætti að leika hann og síðasta myndin kom út árið 2021.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fór með fyrr­verandi í bíó

Hinn 84 ára gamli Al Pacino bauð fyrrverandi kærustunni sinni, hinni 31 árs gömlu Noor Alfallah í bíó. Það vekur sérlega athygli erlendra slúðurmiðla enda Pacino sagt að þau séu einungis vinir.

Lífið
Fréttamynd

Glasi grýtt í and­lit Foxx á af­mæli hans

Óprúttinn aðili henti glasi í munn leikarans Jamie Foxx á 57 ára afmæli hans á föstudag. Sauma þurfti spor í andlit leikarans eftir atvikið en Foxx sjálfur segist þó of lánsamur til að stressa sig á málinu.

Lífið
Fréttamynd

Selena komin með hring

Hollywood stjarnan Selena Gomez og tónlistarmaðurinn Benny Blanco eru trúlofuð. Þetta hafa þau tilkynnt með pompi og prakt á samfélagsmiðlum þar sem þau sjást himinlifandi með hringa á höndum.

Lífið
Fréttamynd

Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney

Margt bendir til þess að írski leikarinn Paul Mescal komi til með að leika söngvarann Paul McCartney í kvikmyndaröð Sam Mendes um Bítlana. Stefnt er að því að búa til eina kvikmynd um hvern Bítil fyrir sig. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hittust bara einu sinni eftir Friends

Vinirnir í Friends hittust aðeins einu sinni eftir að tökum á þáttunum lauk árið 2004 og þar til þau hittust í sérstökum endurfundaþætti. Þetta segir Lisa Kudrow sem segist hafa horft á þættina aftur til að hugga sig eftir sviplegt fráfall Matthew Perry.

Lífið
Fréttamynd

Mætti á dregilinn þrátt fyrir á­sakanirnar

Rapparinn Jay-Z mætti á frumsýningu kvikmyndarinnar Mufasa: Lion King í gær þar sem dóttir hans Blue og eiginkonan Beyoncé fara með stór hlutverk. Kom það mörgum netverjum á óvart að rapparinn hafi mætt, þar sem ásakanir um meint kynferðisbrot hans komu nýlega upp á yfirborðið.

Lífið
Fréttamynd

Enginn ætti að lesa skila­boðin sem honum hafi borist

Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni.

Lífið