Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Kim mætti til að styðja við fyrrverandi mág sinn

Kim Kardashian sat á fremsta bekk þegar Los Angeles Lakers, lið Tristans Thompson fyrrverandi mágs hennar, spilaði við Memphis Grizzlies í nótt. Tristan á tvö börn með Khloe Kardashian, systur Kim, en samband þeirra hefur verið ansi stormasamt í gegnum árin.

Lífið
Fréttamynd

Stal senunni með nýjum hár­lit

Tónlistarkonan Miley Cyrus skartaði nýjum hárlit þegar hún mætti á verðlaunahátíð í Los Angeles í gær. Miley hefur litað ljósa hárið brúnt og má því segja að hún leiti aftur í ræturnar með þessari nýju hárgreiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Eftirlýstur Bam Margera flúði af vettvangi

Lögreglan í Pennsylvaníu hefur lýst eftir Bam Margera, Íslandsvini og Jackass-stjörnu, í kjölfar þess að hann réðist á mann fyrr í dag. Talið er að fórnarlambið sé bróðir Margera. Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Margera sem flúði af vettvangi eftir árásina.

Erlent
Fréttamynd

Þetta er kyn­þokka­fyllsta kona heims

Fyrirsætan Ashley Graham er kynþokkafyllsta kona heims samkvæmt tímaritinu Maxim. Tímaritið gefur árlega út lista yfir hundrað kynþokkafyllstu konur heims en sú kona sem vermir fyrsta sæti listans prýðir forsíðu tímaritsins.

Lífið
Fréttamynd

Segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu í sínu lífi

Fyrirsætan Hailey Bieber segir síðustu mánuði hafa verið eina þá erfiðustu sem hún hefur upplifað á sínum fullorðinsárum. Ástæðan er neteinelti sem Hailey hefur orðið fyrir vegna drama á milli hennar og söng- og leikkonunnar Selenu Gomez. Eineltið var svo gróft að undanfarna mánuði hefur Hailey meðal annars borist hatursfull skilaboð og morðhótanir.

Lífið
Fréttamynd

Baldwin laus allra mála

Leikarinn Alec Baldwin verður ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Baldwin skaut kvikmyndatökustjórann Halyna Hutchins til bana við tökur á myndinni Rust árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

Ganverskur rappari stefnir Drake

Rapparanum Drake hefur verið stefnt af ganverska rapparanum Obrafour vegna brota á höfundarétti. Obrafour segir Drake hafa notað lag sitt Ohene Remix ófrjálsri hendi þegar hann samdi smellinn Calling My Name. Obrafour krefst tíu milljóna Bandaríkjadala vegna málsins.

Lífið
Fréttamynd

Kendall Jenner og Bad Bunny keluðu á Coachella

Fyrirsætan Kendall Jenner og tónlistarmaðurinn Bad Bunny virðast vera ástfangin upp fyrir haus ef marka má myndir og myndbönd af parinu frá tónlistarhátíðinni Coachella um helgina. Þar mátti sjá parið faðmast og vanga við tónlist Frank Ocean.

Lífið
Fréttamynd

Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkni­efnum

Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni.

Tónlist
Fréttamynd

Í koss­af­lensi einu og hálfu ári eftir sam­bands­slitin

Svo virðist vera sem ástin sé búin að kvikna aftur hjá tónlistarfólkinu Shawn Mendes og Camilla Cabello þar sem þau sáust kyssast á Coachella tónlistarhátíðinni í gær. Það vakti mikla athygli fólks sökum þess að Mendes og Cabello hættu saman fyrir um einu og hálfu ári síðan. 

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta sýnis­horn True Detecti­ve

Fyrsta sýnishorn þáttanna True Detective: Night Country sem voru teknir upp hér á landi var frumsýnd í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir seinna á árin. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kom Pascal til bjargar þegar hann átti ekki fyrir mat

Leikararnir Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið perluvinir í þrjá áratugi. Í dag eru ferlar þeirra beggja á mikilli siglingu en það var ekki alltaf raunin. Paulson segir að á sínum tíma hafi hún þurft að gefa honum pening til að eiga fyrir mat.

Lífið
Fréttamynd

Höfðar mál gegn með­limi Back­street Boys fyrir nauðgun

Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans.

Erlent
Fréttamynd

Sögð vera byrjuð saman á ný

Parið Millie Court og Liam Reardon stóðu uppi sem sigurvegarar í sjöundu þáttaröð raunveruleikaþáttanna Love Island. Síðasta sumar hættu þau saman en nú, níu mánuðum síðar, eru þau sögð vera byrjuð að rugla saman reitum á ný.

Lífið
Fréttamynd

Kyli­e Jenner orðuð við heims­frægan leikara

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner og leikarinn Timothée Chalamet eru sögð vera að stinga saman nefjum. Frá þessu greina slúðurmiðlar vestanhafs en orðrómurinn fór á kreik eftir að þau mættu saman á tískusýningu fyrr á árinu.

Lífið
Fréttamynd

Kim Kar­dashian sýnir ógn­vekjandi hliðar

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story.

Bíó og sjónvarp