Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Pepsimörkin: Keflvíkingar ættu að fara „back to basics“

Keflavík er eitt þriggja liða á Íslandi sem ekki hefur unnið fótboltaleik á þessu tímabili. Hin liðin tvö spila í fjórðu deild. Guðlaugur Baldursson sagði upp starfi sínu sem þjálfari Keflavíkur og aðstoðarmaður hans Eysteinn Húni Hauksson hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari. Sérfræðingar Pepsimarkanna ræddu Keflvíkinga í þætti gærkvöldsins á Stöð 2 Sport.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Strákarnir senda Heimi kveðjur

KSÍ tilkynnti í dag að Heimir Hallgrímsson myndi ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari A-landsliðs karla í fótbolta. Heimir hefur stýrt liðinu í gegnum bestu ár íslenskrar fótboltasögu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hver verður eftirmaður Heimis?

Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst.

Fótbolti
Fréttamynd

Kitlar í tærnar að byrja aftur

Rétt rúmur mánuður er síðan Dagný Brynjarsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn. Hún æfði vel á meðgöngunni og hefur gert síðan barnið kom í heiminn. Hún gerir sér vonir um að ná landsleikjunum mikilvægu í haust.

Sport
Fréttamynd

Rúnar um Björgvin Stefáns: Vonandi læknast hann og kemur aftur

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var nokkuð sáttur með sitt lið eftir 5-2 sigur á Fylki í Egilshöllinni í kvöld. Hann sagðist vonast eftir Björgvini Stefánssyni aftur í KR-liðið áður en sumarið er úti en Björgvin er tímabundið frá á meðan hann leitar hjálpar vegna misnotkunar á róandi lyfjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dagný í Selfoss

Dagný Brynjarsdóttir hefur skrifað undir samning við Selfoss í Pepsi-deild kvenna. Samningurinn er út yfirstandandi leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli

„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzic eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld.

Íslenski boltinn