Sjáðu frábært spil skila tveimur mörkum í Garðabæ Mörkin tvö í Garðabæ í gær, þegar Stjarnan og Fram gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sjöttu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta, voru ekki sérstaklega ólík. Mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 11. maí 2024 09:42
„Við erum helvíti seigir“ „Ég myndi ekki segja að þetta hafi verið sanngjörn úrslit því mér fannst við vera betri,“ byrjaði Óli Valur Ómarsson, leikmaður Stjörnunnar, að segja eftir jafntefli liðsins gegn Fram. Íslenski boltinn 10. maí 2024 22:23
Bragi Karl tryggði ÍR-ingum stig á elleftu stundu Bragi Karl Bjarkason var hetja ÍR þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Grindavík í 2. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Þá vann Grótta Keflavík, 1-0. Íslenski boltinn 10. maí 2024 21:35
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fram 1-1 | Aftur komu Rúnarsmenn til baka Annan útileikinn í röð gerði Fram 1-1 jafntefli eftir að hafa lent undir. Strákarnir hans Rúnars Kristinssonar fóru með stig úr Garðabænum eftir leikinn gegn Stjörnumönnum í kvöld. Íslenski boltinn 10. maí 2024 21:12
Oliver með þrennu gegn gömlu félögunum Oliver Heiðarsson skoraði þrennu þegar ÍBV sigraði Þrótt, 4-2, í Lengjudeild karla í fótbolta í kvöld. Þá vann Fjölnir Leikni, 1-0. Íslenski boltinn 10. maí 2024 20:00
Sextán ára stelpa skoraði í Bestu eftir stoðsendingu frá einni fimmtán ára Táningarnir Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir bjuggu til mark fyrir Tindastól í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær og meðalaldurinn við gerð marksins var því ekki mjög hár. Íslenski boltinn 10. maí 2024 12:31
„Hrafninn svífur yfir Vesturbænum“ Það kom flestum í opna skjöldu í morgun er norska liðið Haugesund tilkynnti að Óskar Hrafn Þorvaldsson væri hættur sem þjálfari liðsins. Íslenski boltinn 10. maí 2024 12:00
Eysteinn ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, mun taka við sömu stöðu hjá Knattspyrnusambandi Íslands í september næstkomandi. Jörundur Áki Sveinsson verður í stöðunni í millitíðinni. Íslenski boltinn 10. maí 2024 11:27
Bláa flautan hjálpar bæði foreldrum og þjálfurum Sumarmótin í fótboltanum eru farin af stað. Stöð 2 Sport heldur áfram að heimsækja krakkamótin í sumar alveg eins og síðustu ár. Það var byrjað á því að fara í Víkina, heimavöll hamingjunnar. Íslenski boltinn 10. maí 2024 09:01
Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. Íslenski boltinn 9. maí 2024 22:00
Uppgjör: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Fyrsta tap nýliðanna Tindastóll sigraði Fylki í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í dag. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð en leikurinn endaði 3-0. Íslenski boltinn 9. maí 2024 18:00
Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-2 | Þrír norðansigrar í röð Þór/KA vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deildinni í dag. Víkingur var liðið sem þurfti að lúta í lægra haldið gegn norðankonum í dag í leik sem endaði 1-2 í Víkinni. Íslenski boltinn 9. maí 2024 15:15
Rekin út af fyrir litla töf, Nadía reddaði Fanneyju og Blikar sjóðheitir Það var nóg um að vera í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þegar þrír leikir fóru fram. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft í Kaplakrika, hjá FH og Þrótti, en Breiðablik og Valur héldu áfram á sigurbraut. Íslenski boltinn 9. maí 2024 12:31
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir komu til baka suður með sjó Valur heimsótti Keflavík suður með sjó í kvöld þegar liðin mættust í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Eftir flottan fyrri hálfleik hjá Keflavík voru það Valsarar sem snéru þessu við og unnu 1-2 sigur. Íslenski boltinn 8. maí 2024 21:10
„Eitthvað sem þær þurfa að svara fyrir á fundi á morgun“ Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar sagði að hans lið þyrfti meiri tíma til að vera tilbúið í slaginn í Bestu deildinni. Hann sagði leikmenn þurfa að svara fyrir ákveðna hluti á fundi á morgun. Íslenski boltinn 8. maí 2024 20:16
Uppgjörið og viðtöl: FH - Þróttur 1-0 | Sigurmark á 96. mínútu Mikil dramatík var þegar FH fékk Þrótt í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld. Breukelen Woodard tryggði FH-ingum sigurinn með marki þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Íslenski boltinn 8. maí 2024 20:00
Uppgjörið og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 5-1| Blikar kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Breiðablik vann öruggan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli. Breiðablik er því með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Stjarnan var að tapa sínum þriðja leik. Íslenski boltinn 8. maí 2024 19:50
„Spáin hjálpar okkur frekar en eitthvað annað“ Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki mættu, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Íslenski boltinn 8. maí 2024 14:31
Gummi Ben og félagar tímamældu leiktafir KR-ingsins Strákarnir í Stúkunni skoðuðu betur gulu spjöldin sem markvörður KR-inga fékk í leiknum á móti KA í Bestu deildinni um síðustu helgi. Íslenski boltinn 8. maí 2024 08:31
Arnar í tveggja leikja bann Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt Arnar Grétarsson, þjálfara Vals í Bestu deild karla í tveggja leikja bann. Íslenski boltinn 7. maí 2024 17:26
Aðeins einn uppalinn Valsmaður í Bestu deild karla Birkir Már Sævarsson er eini uppaldi Valsmaðurinn sem er að spila í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 7. maí 2024 16:09
„Maður hefur verið milli tannanna á fólki síðan maður var ungur“ Viðar Örn Kjartansson segir að fjarvera sín í leik KA og KR hafi verið blásin full mikið upp og segir málinu lokið. Hann segist enn eiga eitthvað í land til að komast í sitt besta form en er staðráðinn í að hjálpa KA-mönnum að komast á sigurbraut. Íslenski boltinn 7. maí 2024 14:18
„Tveir Víkingar? Ég er bara hissa“ Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson voru ekki alveg sammála þegar kom að valinu á úrvalsliði aprílmánaðar í Bestu deild karla í fótbolta, en þeir kynntu liðin sín í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Íslenski boltinn 7. maí 2024 14:02
Adam hundfúll og Arnar beint í símann Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik. Íslenski boltinn 7. maí 2024 13:30
Vatnstjónið vísar Stólum til Akureyrar Óvíst er hvenær Tindastóll getur leikið heimaleiki að nýju á gervigrasvelli sínum á Sauðárkróki vegna mikilla skemmda sem urðu á vellinum í vatnsveðri í apríl. Íslenski boltinn 7. maí 2024 13:01
Segir að Viðar hafi ekki mætt á æfingu á leikdegi Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar á Stöð 2 Sport, segir að Viðar Örn Kjartansson hafi ekki mætt á æfingu hjá KA á leikdegi. Framherjinn var ekki í leikmannahópi liðsins gegn KR á sunnudaginn. Íslenski boltinn 7. maí 2024 10:31
Sjáðu aukaspyrnumark Gylfa, umdeildan rangstöðudóm og rauðu spjöldin Það gekk á ýmsu í stórleik fimmtu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta hvar Breiðablik og Valur áttust við. Íslenski boltinn 7. maí 2024 09:30
„Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 7. maí 2024 08:38
Uppgjör, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. Íslenski boltinn 6. maí 2024 21:09
Lýkur Gylfi markaþurrð Vals á Kópavogsvelli? Valsmönnum hefur gengið illa að skora á Kópavogsvelli síðustu ár og þurfa að bæta úr því í kvöld þegar þeir mæta Blikum, eftir slæma byrjun á leiktíðinni í Bestu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 6. maí 2024 15:45