Á allt öðrum stað en hin liðin Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segist nokkuð ánægður með stöðuna á leikmannahópi liðsins nú þegar mánuður er í fyrsta leik í Bestu deild karla. Blikar hafa þá þurft að aðlagast heldur óvenjulegu undirbúningstímabili. Íslenski boltinn 6. mars 2024 10:01
Njarðvík náði jafntefli gegn Stjörnunni Njarðvík, sem leikur í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð, gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn Bestu deildarliði Stjörnunnar í kvöld. Liðin eru í riðli 3 í A-deild Lengjubikarsins. Íslenski boltinn 5. mars 2024 22:45
Úr Vesturbænum í Krikann Sigurður Bjartur Hallsson er genginn í raðir FH frá KR. Hann mun því leika með liðinu í Bestu deild karla næsta sumar. Íslenski boltinn 5. mars 2024 15:05
Guðmundur Baldvin aftur í Stjörnuna Stjörnunni hefur borist mikill liðsstyrkur mánuði en keppni í Bestu deild karla hefst. Guðmundur Baldvin Nökkvason er kominn til liðsins á láni frá Mjällby í Svíþjóð. Íslenski boltinn 5. mars 2024 14:26
Hræddur að fara of nærri Norður-Kóreu Norðmaðurinn Benjamin Stokke hafnaði tilboðum víða að á kostnað Breiðabliks sem hann mun leika með í Bestu deild karla í sumar. Fyrrum leikmaður Blika gerði mikið til að sannfæra Norðmanninn um að koma til Íslands. Íslenski boltinn 5. mars 2024 10:00
Úr „besta klúbbnum á Íslandi“ niður í 1. deild: „Stundum verður maður að breyta til“ Birkir Heimisson hefur óvænt yfirgefið silfurlið síðasta Íslandsmóts til að semja við uppeldisfélagið Þór á Akureyri sem leikur í næstefstu deild. Hann fékk einfaldlega tilboð sem hann gat ekki hafnað. Íslenski boltinn 4. mars 2024 23:02
Nýliðar Vestra lönduðu reyndum markverði Nú þegar rúmur mánuður er í að Vestri spili sína fyrstu leiki í Bestu deild karla í fótbolta hafa nýliðarnir tryggt sér nýjan markvörð, frá Svíþjóð. Íslenski boltinn 4. mars 2024 17:00
Breytt hugarfar markakóngsins: „Fannst ég ná að tengjast sjálfum mér meira“ Eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla hefur Emil Atlason skorað grimmt fyrir Stjörnuna undanfarin tvö ár. Baldur Sigurðsson grennlaðist fyrir um hvað hefði breyst hjá framherjanum í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Íslenski boltinn 4. mars 2024 11:01
„Þá verður maður bara að vera mannlegur“ Grindvíkingar æfa nú víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í undirbúningi sínum fyrir Lengjudeildina í fótbolta í sumar. Þjálfari liðsins segir að oft hafi komið upp atvik síðustu mánuði þar sem hann hafi þurft að vera mannlegur og beygja reglurnar. Íslenski boltinn 4. mars 2024 09:00
Blikar tilkynna framherjann Stokke Norski framherjinn Benjamin Stokke er genginn í raðir Breiðabliks og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 3. mars 2024 16:26
Skyggnst á bak við tjöldin: „Þetta er frábær upphitun“ Í kvöld, sunnudaginn 3. mars, klukkan 20.00 hefur göngu sína á Stöð 2 Sport önnur þáttaröð Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Þættirnir eru í umsjón Baldurs Sigurðssonar, sem hefur yfir að skipa löngum ferli í efstu deild hér á landi, en í þáttunum er kíkt á bakvið tjöldin í undirbúninginni liða fyrir átökin í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 3. mars 2024 10:00
Sandra María og Agla María með þrennur | Víkingar skoruðu fimm Fjöldinn allur af leikjum fór fram í A-deild Lengjubikar karla og kvenna í dag. Hér að neðan má sjá það helsta sem fram fór. Íslenski boltinn 2. mars 2024 21:06
Birkir heim í Þór Birkir Heimisson er snúinn aftur heim til Akureyrar og mun leika með liði Þórs í Lengudeild karla í sumar. Íslenski boltinn 2. mars 2024 09:46
Meistarar Víkings næstum búnir að missa annan lykilmann í atvinnumennsku Danijel Dejan Djuric, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var næstum genginn í raðir búlgarska stórliðsins Ludogorets á endanum gekk það ekki eftir vegna regluverks efstu deildar þar í landi. Íslenski boltinn 2. mars 2024 07:01
Stjarnan komin á blað Stjarnan er komin á blað í Lengjubikar kvenna eftir 2-0 sigur á FH í kvöld. Íslenski boltinn 1. mars 2024 22:31
Lengjubikarsmarkasúpa í leikjum kvöldsins Alls voru 15 mörk skoruð í tveimur leikjum kvöldsins i Lengjubikar karla í knattspyrnu. Nágrannafélögin Keflavík og Grindavík gerðu 3-3 jafntefli á meðan Valur vann 6-3 sigur ÍR. Íslenski boltinn 1. mars 2024 21:06
Sam Hewson yfirgefur Þrótt Enski miðjumaðurinn Sam Hewson mun ekki leika með Þrótti Reykjavík á komandi leiktíð í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 1. mars 2024 19:15
Örvar ólöglegur og HK vinnur þrátt fyrir tap Stjarnan tefldi fram ólöglegum leikmanni er liðið lagði HK 4-0 í Lengjubikar karla í knattspyrnu nýverið. Því hefur úrslitunum verið breytt og þá þarf Stjarnan að greiða sekt. Íslenski boltinn 1. mars 2024 17:47
Arnar Númi í Árbæinn Knattspyrnumaðurinn Arnar Númi Gíslason, sem á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands, er genginn í raðir Fylkis frá Breiðabliki. Íslenski boltinn 1. mars 2024 16:31
Guðmundur Torfason kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fram Guðmundur Torfason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var í gær kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fram. Hann tekur við formannsstöðunni af Agnari Þór Hilmarssyni. Íslenski boltinn 29. febrúar 2024 15:30
Aron Elís á leið í myndatöku: „Mjög svekkjandi“ Aron Elís Þrándarson, leikmaður Íslandsmeistara Víkings, fór meiddur af velli í leik Víkings og ÍA í Lengjubikar karla í gær. Óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru, en Aron kveðst ekki of áhyggjufullur. Íslenski boltinn 29. febrúar 2024 13:56
Þarfagreining: Hvar þurfa liðin í Bestu deild karla að styrkja sig? Það styttist óðum í að keppni í Bestu deild karla hefjist. Að því tilefni réðist Vísir í þarfagreiningu fyrir liðin í deildinni. Íslenski boltinn 29. febrúar 2024 10:00
Jörundur Áki verður framkvæmdastjóri meðan leitað er að eftirmanni Klöru Ný stjórn Knattspyrnusambands Íslands fundaði í dag og þar var rætt um stöðu framkvæmdastjóra en Klara Bjartmarz, sem hefur sinnt embættinu síðan 2015, lætur af störfum þann 1. mars. Íslenski boltinn 28. febrúar 2024 23:00
Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. Íslenski boltinn 28. febrúar 2024 18:36
Arnar krefst milljóna vegna árangurs sem Hallgrímur náði Knattspyrnuþjálfarinn Arnar Grétarsson er farinn í hart og hefur stefnt sínum gömlu vinnuveitendum í KA. Málið snýst um greiðslur vegna árangurs KA í Evrópukeppni, sem Arnar lagði grunninn að. Íslenski boltinn 28. febrúar 2024 11:31
Ekki fyrir fram ákveðin atburðarás: „Sá þetta bara í fjölmiðlum“ Eftir nokkurt óvissutímabil hefur Aron Jóhannsson skrifað undir nýjan samning við Bestu deildar lið Vals. Breiðablik reyndi að klófesta miðjumanni reynda en án árangurs. Hann þvertekur fyrir að um fyrir fram ákveðna atburðarás hafi verið að ræða, af sinni hálfu, til þess að vænka samningsstöðu sína gagnvart Val. Íslenski boltinn 28. febrúar 2024 08:01
Sjaldan sést eins grænt gras í febrúar Hægt væri að spila í dag á hybrid-grasvelli FH ef marka má formann félagsins. Hvort Kaplakrikavöllur verður klár fyrir fyrsta heimaleik þann 20. apríl þarf tíminn að leiða í ljós en nýi völlurinn er til taks ef svo er ekki. Íslenski boltinn 27. febrúar 2024 08:01
Guðjón Þórðar sæmdur gullmerki ÍA Skagamenn hafa látið Guðjón Þórðarson fá gullmerki félagsins fyrir frábært framlag hans til knattspyrnunnar á Akranesi. Íslenski boltinn 27. febrúar 2024 06:30
Blikar horfa út fyrir landsteinana Breiðablik er í þann mund að semja við tvo leikmenn frá Skandinavíu sem munu leika með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Annar er Dani sem spilaði síðast í Færeyjum og hinn er norskur framherji sem hefur nær eingöngu spilað í heimalandinu. Íslenski boltinn 26. febrúar 2024 23:01
Nýliðar Víkings fá liðsstyrk úr Vesturbænum Bikarmeistarar Víkings verða nýliðar í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í ár. Stefnt er að því að gera liðið eins samkeppnishæft og möguleiki er. Því hefur það ákveðið að sækja liðsstyrk vestur í bæ. Íslenski boltinn 26. febrúar 2024 21:15