Valskonur með átta stiga forskot á toppnum Valur vann öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í dag. Á sama tíma tapaði Breiðablik fyrir Þrótti og fer Valur því með átta stiga forskot inn í lokahluta Íslandsmótsins. Fótbolti 27. ágúst 2023 16:51
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur - Breiðablik 4-2 | Þróttur aftur á sigurbraut Þróttur vann Breiðablik 4-2. Þróttur hafði ekki unnið í síðustu fjórum leikjum og þetta var því kærkominn sigur í síðustu umferð fyrir skiptingu deildar. Íslenski boltinn 27. ágúst 2023 16:35
Umfjöllun: ÍBV - FH 0-2 | Öruggur útisigur í Eyjum Eyjakonur tóku á móti FH í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar kvenna en ÍBV liðið er í harðri fallbaráttu á meðan gestirnir í FH voru aðeins einu stigi frá þriðja sætinu. Íslenski boltinn 27. ágúst 2023 16:15
Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 3-0 | Frábær innkoma Andreu Mistar innsiglaði sigur Stjörnunnar Stjarnan bar sigur úr býtum, 3-0, þegar liðið fékk Selfoss í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabæinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Eftir þessa umferð verður deildinni tvískipt í efri hluta og neðri hluta. Sex efstu liðin fara í efri hlutann og fjögur neðstu berjast um að forðast fall úr deildinni. Íslenski boltinn 27. ágúst 2023 15:49
Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. Fótbolti 27. ágúst 2023 13:01
Höskuldur markahæstur í allri Evrópu Næsta vor má gera ráð fyrir því að menn á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe eða Harry Kane verði markahæstu menn í Evrópukeppnunum. Nú heitir sá markhæsti Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika. Fótbolti 26. ágúst 2023 23:01
Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. Fótbolti 26. ágúst 2023 21:27
Umfjöllun og viðtöl: KA - Stjarnan 2-1 | Dramatíkin allsráðandi á Akureyri KA vann dramatískan 2-1 heimasigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Akureyri í dag. Stjarnan misnotaði víti í stöðunni 1-1 og einum færri tókst KA að knýja fram sigur. Íslenski boltinn 26. ágúst 2023 20:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 3-2 | Gyrðir hetja FH-inga Eftir að hafa verið undir í hálfleik sneru FH-ingar taflinu við og unnu Val 3-2. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og breytti leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk. Íslenski boltinn 26. ágúst 2023 19:40
Valsmenn kæra Víkinga vegna afskipta Arnars Valur hefur lagt fram kæru til aga- og úrskurðanefndar KSÍ þar sem þess er krafist að Víkingar hljóti refsingu vegna afskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara í leik gegn Val þar sem hann var í leikbanni. Fótbolti 26. ágúst 2023 17:50
„Allavega vill maður geta leikið sér við börnin sín í framtíðinni“ Á sunnudag fer 18. umferð í Bestu deild kvenna í knattspyrnu fram. Um er að ræða síðustu umferð hefðbundinnar deildarkeppni áður en tvískipting á sér stað. Að því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir til sín góðan gest, Mist Edvardsdóttur – fyrrverandi leikmann Vals, KR og Aftureldingar hér á landi. Íslenski boltinn 26. ágúst 2023 08:00
Grindavík skoraði sjö og felldi Ægi Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna. Íslenski boltinn 25. ágúst 2023 22:46
Samskipti Arnars við bekkinn ekki brot þrátt fyrir leikbann Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur ákveðið að samskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings í Bestu deild karla, við varamannabekk sinn í leik gegn Val þar sem hann sætti leikbanni ekki vera brot á reglum sambandsins. Íslenski boltinn 25. ágúst 2023 20:36
Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. Íslenski boltinn 25. ágúst 2023 14:30
Kári hefur komið ferskur inn og með mikla fagmennsku Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings hrósar Kára Árnasyni fyrir starf hans síðustu ár en Kári hætti að spila og fór að stjórna málum á bak við tjöldin hjá félaginu. Íslenski boltinn 25. ágúst 2023 10:00
Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“ Friðjón Árni Sigurvinsson, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dalvíkur í fótbolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, og birtir á samfélagsmiðlum. Greinir Friðjón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglugerðar KSÍ, að taka þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Reglugerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niðurbrotnar. Íslenski boltinn 25. ágúst 2023 08:01
HK með öruggan sigur og er með í baráttunni HK vann 5-0 sigur á Grindavík í Lengjudeild kvenna í kvöld. Kópavogsliðið fer upp í annað sæti deildarinnar með sigrinum og er með í baráttunni um sæti í Bestu deildinni. Fótbolti 24. ágúst 2023 21:45
„Þetta á ekki heima á fótboltavellinum eða neins staðar“ Knattspyrnudeild ÍBV harmar framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Val í Bestu deild kvenna í lok síðasta mánaðar. ÍBV fékk hundrað þúsund króna sekt vegna ókvæðisorða sem nokkrir stuðningsmenn liðsins létu rigna yfir annan aðstoðardómara leiksins. Eyjamenn ætla að endurskoða verkferla hjá sér og vonast til að svona lagað komi ekki fyrir aftur. Íslenski boltinn 24. ágúst 2023 14:01
Klara biður aganefnd KSÍ að skoða afskipti Arnars Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ hefur óskað eftir því við aga- og úrskurðarnefnd sambandsins að hún taki til skoðunar afskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings Reykjavíkur, af leik liðsins við Val í Bestu deild karla á dögunum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2023 11:00
„Ég er búinn að vinna þetta allt“ Það var mikilvægt fyrir nýjasta íslenska atvinnumanninn Loga Tómasson að pakka golfsettinu er hann hélt út til Noregs hvar hann samdi við Strömsgodset í vikunni. Hann segir erfitt að yfirgefa Víking en er spenntur fyrir komandi tímum. Íslenski boltinn 24. ágúst 2023 07:01
„Þarna var náttúrulega farið langt, langt, langt yfir strikið“ Dómarastjóri KSÍ fordæmir fúkyrðaflaum sem aðstoðardómari á leik í Bestu deild kvenna þurfti að þola á dögunum. Hann kallar eftir stuðningi félaganna hérlendis til að sporna gegn slíkri hegðun. Fótbolti 23. ágúst 2023 23:30
Öruggur sigur Víkinga og Besta deildin í sjónmáli Víkingur vann í kvöld öruggan 5-1 sigur á fallliði KR í Lengjudeild kvenna. Víkingur gæti tryggt sér sæti í Bestu deildinni á morgun tapi HK gegn Grindavík. Fótbolti 23. ágúst 2023 21:31
Besti þátturinn: Jón Jónsson reif fram skóna og keppti fyrir Þrótt Reykjavík Þáttur þrjú af Besta þættinum er kominn út en að þessu sinni mættust lið Þróttar og FH í skemmtilegri viðureign. Í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti öðru pari annars liðs. Íslenski boltinn 23. ágúst 2023 12:45
Valsmenn íhuga að kæra „fjarstýringu“ Arnars Valur íhugar að kæra afskipti Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings, af leik liðanna í Bestu deild karla á sunnudaginn. Íslenski boltinn 23. ágúst 2023 12:15
Stuðningsmenn ÍBV sögðu dómara að hengja sig og skjóta sig Knattspyrnusamband Íslands hefur sektað ÍBV um hundrað þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í garð dómara. Honum var meðal annars sagt að hengja sig og skjóta sig. Íslenski boltinn 22. ágúst 2023 15:45
Frammistaða Frederiks veki upp spurningar: „Eins og honum liði ekki vel“ Frammistaða Frederik Schram, markvarðar Vals, í leik liðsins gegn toppliði Víkings Reykjavíkur á dögunum var til umræðu í uppgjörsþætti Bestu deildarinnar, Stúkunni í gær. Íslenski boltinn 22. ágúst 2023 11:00
Heyrðu samskipti dómara þegar upp úr sauð á Framvellinum: „Þetta er rautt!“ Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í gærkvöldi, var dregin fram ansi athyglisverð upptaka af samskiptum dómara í leik Fram og ÍBV í 5.umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 22. ágúst 2023 10:11
Sjáðu Emil Atla skjóta niður KR-inga Stjörnumenn fögnuðu fimm hundraðasta leik Daníels Laxdal í gær með flottum 3-1 sigri á KR-ingum í Garðabænum. Öll mörkin úr leiknum eru nú aðgengileg á Vísi. Íslenski boltinn 22. ágúst 2023 09:00
Puttarnir í klessu og ráðlagt að hvíla Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður FH, mun mögulega ekki spila næsta leik liðsins eftir að lenda í árekstri og meiðast á fingrum í leiknum gegn HK í Bestu deild karla í knattspyrnu á sunnudag. Íslenski boltinn 21. ágúst 2023 22:47
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 3-1 | Emil Atla með þrennu í tímamótaleik Daníels Laxdal Stjörnumenn unnu KR nokkuð sannfærandi í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla í Garðabænum í kvöld. Daníel Laxdal var maður kvöldsins fyrirfram en Emil Atlason stal þrumunni með þrennu. Mjög fagmannleg frammistaða hjá Stjörnunni sem taka völdin í kapphlaupinu um fjórða sætið í deildinni. Íslenski boltinn 21. ágúst 2023 22:00