Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Dæturnar miðpunktur jólahaldsins

Ester Bergmann Halldórsdóttir setur jólaskrautið upp snemma en er jafn fljót að taka það niður aftur. Hún er ekki með mjög fastmótaðar jólahefðir og spilar jólahaldið í takt við þarfir ungra dætra.sinna.

Jól
Fréttamynd

Lausn fyrir lélega föndrara

Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli úr Agent Fresco, trommarinn sem allir þekkja og elska, sýnir á sér leyndar hliðar í nýju myndbandi fyrir UNICEf.

Lífið
Fréttamynd

Dásamlega góðir marengstoppar

Ólöf Anna Bergsdóttir er ellefu ára Vesturbæingur sem töfrar fram smákökur og annað góðgæti fyrir jólin. Hún veit fátt skemmtilegra en að koma ættingjum og vinum á óvart með með nýjum uppskriftum.

Jól
Fréttamynd

Æðis­leg jóla­terta með rjóma­osta­kremi

Unnur Anna Árnadóttir hefur mikla ástríðu fyrir bakstri og er dugleg að prófa sig áfram með nýjungar. Hún útbjó sérstaka jólatertu fyrir lesendur sem er bæði falleg og bragðgóð. Hægt er að skreyta tertuna að vild.

Jól
Fréttamynd

Bakað með konu jólasveinsins

Bakarinn og grunnskólakennarinn Sveindís Ólafsdóttir kennir ungmennum í Fellaskóla veislubakstur í aðdraganda jóla. Hún segir börnin stolt af því að geta boðið upp á eigið jólagóðgæti.

Jól
Fréttamynd

Súr­mjólkur­búðingur: Ó­vænt sæl­kera­tromp á jólum

Súrmjólkurbúðingur er undurfrískandi ábætisréttur sem var einkar vinsæll á jólum fortíðar. Siglfirski hússtjórnarneminn Kolbrún Björk Bjarnadóttir lagaði rammíslenskan búðinginn sem hún segir einstakt sælgæti, en hún er annars vön að poppa út á jólaísinn.

Jól
Fréttamynd

Jólatré úr gömlum herðatrjám

Sigurjón Már Svanbergsson hefur gaman af því að smíða og endurnýta. Hann fékk þá hugmynd að gera jólatré úr gömlum herðatrjám og varð útkoman betri en hann þorði að vona. Efniviðinn í tréð fékk hann ýmist gefins eða á nytjam

Jól
Fréttamynd

Vegan mest viðeigandi á jólum

Guðrún Sóley Gestsdóttir segir að það sé auðvelt og skemmtilegt að venja sig á að borða vegan fæði á jólum og það eigi aldrei betur við, því bæði veganismi og jólin snúist um kærleika, frið og samkennd.

Jól
Fréttamynd

Ódýr og öðruvísi bleik jól

Stílistinn og fjölmiðlakonan Þórunn Högna er alltaf með puttann á púlsinum í nýjustu tískustraumum heimilisins og hún hefur meðal annars verið að undanförnu að vinna fyrir Hús og Híbýli.

Lífið
Fréttamynd

Jólamúffur Svandísar: Lærði að baka á Instagram

Svandís Nanna Pétursdóttir treysti sér ekki til að baka skírnartertu fyrir frumburð sinn í fyrra en gerir nú hverja listakökuna á fætur annarri. Hún hefur nær alfarið lært af myndböndum sem hún finnur á Instagram og þar fékk hún líka hugmynd að jólamúffum.

Jól
Fréttamynd

Skrúfum fyrir kranann

Hildur Dagbjört Arnardóttir og fjölskylda hennar hafa fyrir sið að gefa aðeins þeim jólagjafir sem halda með þeim upp á jólin. Þetta er liður í því að fækka gjöfum og minnka þannig það neyslubrjálæði sem við Íslendingar virðumst föst í, sérstaklega um hátíðirnar.

Jól
Fréttamynd

Eins og jólasveinninn á sterum

Hrönn Bjarnadóttir kann að gera sér og öðrum dagamun og þá sérstaklega í kringum jól. Hún gefur öllum sem hún þekkir heimagert konfekt, sendir hátt í hundrað jólakort og sér til þess að öll fjölskyldan, og þar með talið hundurinn, eigi samstæð jólanáttföt.

Jól
Fréttamynd

Alltaf í bað á aðfangadag

Þegar hillir undir lok 30. afmælisárs Stjórnarinnar er það dísæt rúsína í pylsuendanum að Sigga Beinteins og Grétar Örvarsson syngi saman nýútkomið og eina jólalag sveitarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Jólatónleikar fyrir milljarð

Jólatónleikar og aðrir hátíðarviðburðir hafa aldrei verið fleiri á Íslandi en í ár. Áætlað heildarverðmæti miða nemur tæpum milljarði króna.

Innlent