Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Gáttaþefur kom í nótt

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð. Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:

Jól
Fréttamynd

Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið

Það færist í vöxt að fjölskyldur og fyrirtæki panti sérskreytta jólaístertur fyrir jólaboðin og jólahlaðborðin. Persónulegar ístertur henta vel á jólahlaðborðið eða í útskriftarveisluna enda er ljúffengur ís kjörinn eftirréttur eftir góða máltíð.

Jólin
Fréttamynd

Séríslenskt ofurúr

Úrafyrirtækið JS Watch afhenti fyrr á árinu sprengjusérfræðingum, köfurum og áhöfnum loftfara armbandsúrið Sif N.A.R.T. Eru úrin ætluð til prófunar hjá Landhelgisgæslunni sem er lokaliður í þróunar og hönnunarferli sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Jólin
Fréttamynd

Mosfellingar gleðjast - myndir

Börn og fullorðnir glöddust yfir því að aðventan er nú gengin í garð og skein gleðin úr hverju andliti á laugardaginn þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Mosfellinga á Miðbæjartorgi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var fjöldi saman kominn og voru jólalögin sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð.

Jól
Fréttamynd

Fagrar piparkökur

Stefanía Guðmundsdóttir bakar á hverju ári piparkökur sem eru bæði bragðgóðar og einkar fagrar. Hún deildi leyndarmálinu með lesendum jólablaðs Fréttablaðsins.

Jól
Fréttamynd

Mars smákökur

Hnoðið saman hveiti, möndlur, sykur, smjör og rjóma. Hnoðið deigið vel saman. Búið til kúlur úr deiginu og leggið með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið neðarlega í ofninum við 170°C í 15 mínútur

Jól
Fréttamynd

Helga Möller: Vill hafa alla fjölskylduna hjá sér á jólunum

„Núna síðustu árin hef ég einfaldað allan jólaundirbúning. Ég er hætt að baka allar þessar kökusortir því þær setjast bara á rassinn á mér," segir Helga Möller söngkona aðspurð út í undirbúning hennar fyrir jólin. „En ég baka kannski eina sort og er þá búin að breyta uppskriftinni þannig að ég nota til dæmis bara hrásykur heilhveiti eða spelt, 70% súkkulaði og svo framvegis."

Jól
Fréttamynd

Jólakransinn er ómissandi um jólin

Vala Gísladóttir heldur mikið upp á lítinn jólakrans sem tilheyrði æskuheimili hennar. Á unglingsárunum fannst henni þó ekki mikið til hans koma.

Jól
Fréttamynd

Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum

Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum.

Jól
Fréttamynd

Aðventudrykkir að ítölskum sið

Þeir sem á annað borð velta kaffi eitthvað fyrir sér vita að kaffi er ekki það sama og kaffi. Tinna Jóhannsdóttir í Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. Hér gefur hún upskrift að hinum fullkomna súkkulaðibolla, en laumar líka með öðrum uppskriftum að heitum og köldum drykkjum sem gott er að dreypa á á aðventunni.

Jól
Fréttamynd

Sköpunarkraftur virkjaður

Fyrir hver jól kemur kvenleggurinn í móðurætt Sigrúnar Þóru Magnúsdóttur saman til að föndra. Ýmsar frumlegar hugmyndir fæðast af því tilefni og sumar hverjar rata beinustu leið í jólapakkana til vina og vandamanna.

Jól
Fréttamynd

Jólaskraut við hendina

Helga Guðrún Vil­mundar­dóttir og Árný Þórarinsdóttir mynda tvíeykið Stáss. „Við erum báðar arkitektar og stofnuðum Stáss haustið 2008 þegar við misstum vinnuna á teiknistofu. Þá voru að koma jól og við byrjuðum á að hanna jólaskraut úr plexígleri," segir Árný.

Jól
Fréttamynd

Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól

„Það er eins og hjá svo mörgum. Við tökum fram skrautið. Húsið hreinsað hátt og lágt. Hjá mér persónulega undanfarið hefur undirbúningurinn verið í að smíða tónleikana, Jólagesti Björgvins og fylgja eftir plötunum mínum sem ég gef út á hverju ár," svarar Björgvin Halldórsson aðspurður hvernig hann undirbýr jólin.

Jól
Fréttamynd

Gulli Briem: Mömmur þurfa líka að fá að hvíla sig á jólunum

„Ég get ekki sagt að ég sé sérstakt jólabarn, þó svo að sjálfsagt sé að taka til, baka og mála stundum og láta klippa sig hjá Jolla," svarar Gulli Briem tónlistarmaður aðspurður hvort hann er jólabarn. „Jólin eru fyrir mér hátíð kærleikans og mikilvægt að reyna að finna þann frið sem þessir dagar færa okkur," segir Gulli. „Mér finnst gaman að skrifa jólakort og reyni þá að skrifa eitthvað sem mér finnst skipta máli og eitthvað uppbyggilegt svona meira á persónulegum nótum."

Jólin
Fréttamynd

Jólakonfekt: Allir taka þátt

Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistari hjá Landsvirkjun hefur þróað einfaldar uppskriftir að ljúffengu jólakonfekti sem fjölskyldan útbýr í sameiningu nokkrum dögum fyrir jól.

Jólin