Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Hamborgarhryggur í rjúpnaleysinu

Íbúar Nausts, dvalarheimilis aldraðra á Þórshöfn á Langanesi, fá ekki rjúpurnar sínar þessi jólin frekar en flestir aðrir. Því verður hamborgarhryggur á borðum með tilheyrandi meðlæti. Í eftirrétt er heimalagaður ís ráðskonunnar.

Jólin
Fréttamynd

Býður upp a mat í kvöld

Veitingamaðurinn Maggi sem rekur matsölustað í Grafarvogi segist tilbúinn að standa í uppvaski fram á nýja árið. Hann býður öllum þeim sem vilja eiga notalegt aðfangadagskvöld, á veitingastaðinn sinn Mangó í kvöld og skiptir út hamborgurum og pizzum fyrir hátíðarkvöldverð.

Jólin
Fréttamynd

Spáð stormi fyrir austan

Veðurstofa Íslands spáir stormi á Austur- og Norðausturlandi upp úr hádegi í dag. Á Norðausturlandi má gera ráð fyrir vaxandi norðvestanátt og snjókomu eða éljum víða og vindhraða upp á fimmtán til tuttugu metra við ströndina og því ekkert ferðaveður. Frost verður tíu til tuttugu stig í dag, kaldast í innsveitum, en talsvert mildara á morgun. Frost verður tíu til tuttugu stig en verður talsvert mildara á jóladag.

Jólin
Fréttamynd

Veittu fjögurra milljóna styrk

Finnur Árnason framkvæmdastjóri Hagkaupa og Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi ráðherra og framkvæmdastjóri Velferðasjóðs barna afhentu í vikunni Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun Kirkjunnar styrk að upphæð 4 milljónir króna til kaupa á jólagjöfum fyrir börn og unglinga.

Jólin
Fréttamynd

Gengu í hús og sungu

Nemendur í Grunnskóla Raufarhafnar gengu í heimahús á Þorláksmessu og sungu fyrir íbúana. Þeir eru að safna fyrir skólaferðalagi til Danmerkur, samkvæmt vef sveitarfélagsins.

Jólin
Fréttamynd

Umferð um kirkjugarðana

Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að greiða sem mest fyrir umferð við Fossvogskirkjugarð og Gufuneskirkjugarð. Þeir sem ekki þurfa nauðsynlega að fara Bústaðaveg í dag eru hvattir til að velja sér aðrar leiðir.

Jólin
Fréttamynd

Annir hjá jólasveinum

Jólasveinar hafa nóg að gera á þessum árstíma, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í Japan gefa þeir ísbjörnum að éta, í Bandaríkjunum þurfa þeir að verða sér úti um flugleyfi en í Mexíkó halda þeir sig til hlés vegna glímukappa.

Jól
Fréttamynd

Tæplega þrjár bækur á mann

Forlög Eddu útgáfu höfðu í gær selt 818.486 eintök af bókum á þessu ári. Það jafngildir því að hver Íslendingur hafi keypt 2,7 bækur frá Eddu á árinu.

Jólin
Fréttamynd

Seinkun í flugi olli pakkaáhyggjum

Allt að tveggja sólarhringa seinkun var á flutningi pakka með flugi frá Bandaríkjunum fyrir jólin. Netverslunin hefur aukist gríðarlega. "Íslendingar hafa uppgötvað ebay", segir framkvæmdastjóri FedEx.

Jólin
Fréttamynd

Jólamessa á netinu

Bústaðakirkja mun í samvinnu við Opin kerfi hafa beinar útsendingar úr kirkjunni á netinu um komandi jól og áramót til að koma til móts við óskir þúsundir Íslendinga sem eru erlendis á jólunum. Útsendingin verður í gegnum slóðina www.kirkja.is.

Jólin
Fréttamynd

Skítugar loppur í skítugum snjó

Jæja gott fólk! Mér til mikillar mæðu hljóma jólalög hvert sem ég fer. Eins og það sé ekki nóg að loppur mínar og trýni verði grútskítug í gráa snjónum heldur þarf ég að hlusta á þessi "nútíma"-jólalög allan daginn! Því það er bókstaflega ekkert annað spilað.

Skoðun
Fréttamynd

Rafræn kveðja og kortafé í styrk

Fé sem ætlað var til að prenta og senda út jólakort til starfsmanna Akureyrarbæjar hefur verið gefið til styrktarfélaga. Er það gert í annað sinn.

Jólin
Fréttamynd

Fyrir þá sem hafa tíu þumalfingur

Skemmtileg glitrandi jólaumslög fást í Pennanum í nokkrum stærðum og eru sérstaklega hentug fyrir þá sem hafa ekki þann hæfileika að útbúa fallega jólapakka. Umslögin eru til í öllum stærðum og er einfalt að stinga gjöfinni inn og skella svo slaufu utan um þá.

Jól
Fréttamynd

Flugfélag Íslands styrkir Sjónarhól

Flugfélag Íslands hefur í ár, eins og undanfarin ár, ekki sent jólakort til viðskiptavina. Í stað þess hefur upphæðin sem sparast við þetta verið gefin til góðs málefnis. Í ár var það Sjónarhóll sem gefnar voru 300.000 krónur.

Jól
Fréttamynd

Kóramót í miðborginni í kvöld

 kvöld klukkan 20.00 munu tíu kórar safnast saman á Austurvelli og syngja jólalög. "Kórarnir er úr ýmsum áttum og hafa að undanförnu gengið um miðborgina og sungið, vegfarendum til ómældrar ánægju," segir Ólafur Þórðarson, sem stendur að uppákomunni.

Jól
Fréttamynd

Hamborgarhryggur í hverjum poka

Forsvarsmenn KEA og Norðlenska afhentu Hjálparstofnun kirkjunnar á Akureyri 80 matarpoka sem dreift verður til skjólstæðinga Hjálparstofnunarinnar í Eyjafirði og á Húsavík fyrir jólin. Í hverjum poka er hamborgarhryggur frá Norðlenska ásamt meðlæti.

Jól
Fréttamynd

Matur vinsælasta jólagjöfin

Athugun Fréttablaðsins leiðir í ljós að fjöldi fyrirtækja gefur starfsfólki sínu mat í jólagjöf. Lengi voru ostur og lax vinsælar jólagjafir en nú hafa hamborgarhryggur og hangikjöt bæst í gjafakörfurnar. Dæmi er um fjölskyldu sem situr uppi með þrjá hamborgarhryggi og annað eins af hangikjöti fyrir jólin. </font /></b />

Jól
Fréttamynd

Milljón til innanlandsaðstoðar í stað jólakorta

Síminn hefur líkt og í fyrra, ákveðið að senda ekki jólakort en gefa þess í stað Hjálparstarfi kirkjunnar eina milljón króna. Peningarnir eru ætlaðir til aðstoðar innanlands en Hjálparstarf kirkjunnar veitir Íslendingum ráðgjöf og neyðaraðstoð árið um kring.

Jólin
Fréttamynd

Teymi styrkir Neistann

Teymi hefur líkt og fjölmörg önnur fyrirtæki ákveðið að senda ekki jólakort í ár en láta þess í stað jólakortasjóðinn renna til mannúðarmála. Nýlega afhenti Ragnar Marteinsson, framkvæmdastjóri Teymi, Neistanum jólakortastyrk og jafngildir fjárhæðin þeim kostnaði sem Teymi hefði annars haft af að senda viðskiptavinum sínum og velunnurum jólakveðju.

Jól
Fréttamynd

Hátíð fer að höndum ein færir mann nálægt kjarna jólanna

"Hátíð fer að höndum ein er uppáhaldsjólasálmurinn minn. Það er svo rosalega sterk stemning í því lagi," segir Sigfríður Björnsdóttir kennari og þarf ekki að hugsa sig um þegar hún er spurð. Hún segir þó enga einstaka minningu tengda þessum sálmi heldur hafi hann fylgt henni lengi.

Jól
Fréttamynd

Föndruðu kort fyrir borgarstjóra

Um 100 krakkar úr fyrstu bekkjum Melaskóla sem sækja frístundaheimilið tóku sig til og föndruðu stærðarinnar jólakort handa Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra.

Jól
Fréttamynd

Ætla að kanna listir og liti á Kúbu

Bakarabrekkunni við hliðina á veitingahúsinu Lækjarbrekku hafa annars árs nemar í hönnunardeild Listaháskólans opnað jólabúð. Varningurinn er allur eftir þá sjálfa og þar kennir ýmissa grasa enda stunda nemendurnir nám í fatahönnun, þrívíðri hönnun, arkítektúr og grafík. Þarna eru myndir og glös, fatnaður og plaköt svo eitthvað sé nefnt. 

Jól
Fréttamynd

Ungt fólk í neyð leitar hjálpar

Það var fjölmennt í bækistöðvum Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands í gær, á síðasta úthlutunardegi fyrir jól. Í meirihluta var ungt fólk að fá úthlutað matvælum og ná sér í föt á börnin sín. Ungt fólk, sýnilega í sárri fátækt.

Jól
Fréttamynd

Les jólakveðjurnar í síðasta sinn

Gerður G. Bjarklind er að hætta sem þulur hjá Ríkisútvarpinu eftir 30 ár í starfi. Hún hóf ferilinn hjá RÚV árið 1961og vann á auglýsingadeildinni í þrettán ár áður en hún settist í þularstofuna. Gerður mun áfram stjórna hinni geisivinsælu Óskastund á föstudagmorgnum. Hún er einn fárra Íslendinga sem séð hafa Bítlana á hljómleikum. </font /></b />

Jól
Fréttamynd

Vægi jólabókasölunnar fer dvínandi

Allt bendir til að bóksala sé væn þessi jólin og því fagna útgefendur mjög. Þeir eru hins vegar sammála um að vægi jólavertíðinar hafi dvínað nokkuð síðastliðin ár. </font /></b />

Jól
Fréttamynd

Sjö tonn kæst hjá Hafliða

Á meðan sumir bíða með óþreyju eftir að fá að gæða sér á vel kæstri Þorláksmessuskötunni fá aðrir óbragð í munninn af tilhugsuninni einni. Í Fiskbúð Hafliða er skatan verkuð með gamalli aðferð úr Djúpinu. Þar á bæ sjá menn fram á að geta boðið skötuna eldaða og tilbúna í örbylgjuofninn eftir ár eða tvö.

Innlent
Fréttamynd

Jólaland og verslun í bakgarði

Í litlu bakhúsi við Grundarstíginn er lítið ævintýraland þar sem Litla jólabúðin stendur. Aðkoman er með eindæmum skemmtileg og er vísir að því sem bíður manns inni í litlu versluninni. Þegar gengið er inn grípur maður andann á lofti því í þessu litla rými er heill heimur af dásamlegu jólaskrauti víðs vegar að úr veröldinni.

Jól
Fréttamynd

Sveinarnir kátu

Jólasveinarnir eru á vappi þessa dagana eins og alþjóð veit og meðal viðkomustaða hjá þeim er Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal.

Jól
Fréttamynd

Aðventan ýfir upp sárin

"Aðventan og jólin eru margslunginn tími, bæði er þetta tilfinningahlaðinn tími og tími minninga," segir Jóna Lísa Þorsteinsdótttir, prestur í Akureyrarkirkju. "Oft er fólk með ákveðnar hugmyndir um hvernig aðventan á að vera, en svo blasir allt í einu við nýr raunveruleiki.

Jól