Peningaskápurinn ... Franski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford. Viðskipti innlent 27. október 2006 00:01
Peningaskápurinn ... Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt væri um það. Viðskipti innlent 26. október 2006 00:01
Bankamenn í fullu fæði Beðið hefur verið eftir rauntölum á markaði. Markaðurinn tók beina stefnu á hækkun, þegar afkomuspár birtust, en meira flökt hefur einkennt hann undanfarna daga. Nú hungrar menn eftir uppgjörunum. Og kannski reyndar fleiru, því gjarnan eru veitingar í boði þegar stærstu félögin kynna uppgjör sín. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Rúblur rata í Mogga Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Bakkelsið brenglar Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum. Viðskipti innlent 25. október 2006 00:01
Peningaskápurinn ... Verðbréfastofan eða VBS fjárfestingarbanki eins og fyrirtækið heitir nú hélt veglega veislu í tilefni tíu ára afmælis síns. Þar var margt valinkunnra gesta, meðal annarra Davíð Oddsson sem flutti tækifærisræðu með tilheyrandi undirtektum, enda fáir sem standa seðlabankastjóranum á sporði í þeirri list. Viðskipti innlent 21. október 2006 06:00
Peningaskápurinn ... Verðstríð sem kemur til með að þyngja buddu breskra neytenda er á næstu grösum. Þessu heldur vefsíðan „The Thrifty Scot" fram en hún gefur sig út fyrir að veita almúganum einföld og góð ráð til að spara peninga. Verðstríðið mun í þetta sinn ekki koma til vegna harðrar samkeppni stórverslana, eins og vant er, heldur er það fjármálalegs eðlis. Viðskipti innlent 20. október 2006 06:00
Orðrómur um Árvakur Áhugi manna á fjölmiðlafyrirtækjum virðist vera endalaus og sá áhugi endurspeglast í endalausum sögusögnum sem fljúga um markaðinn. Nú gengur fjöllunum hærra að hlutur Kristins Björnssonar og skyldmenna í Árvakri sé til sölu og FL Group muni kaupa hlutinn. Viðskipti innlent 18. október 2006 06:30
Næst stærsti tékkinn Það voru brosandi hluthafar sem réttu upp hægri höndina þegar samþykkt var 20 milljarða arðgreiðsla Kauþings. Exista fékk mest sem stærsti hluthafinn og geymir í sjóðum sínum eigin bréf fyrir nokkra milljarða. Egla á 11 prósenta hlut og fær samkvæmt því um 2,2 milljarða. Reyndar þegar fjármagnstekjuskatturinn verður dreginn frá skýst annar aðili upp fyrir þá. Það er ríkið sem fær tíu prósent af heildargreiðslunni í sinn hlut. Á fundinum var engan fulltrúa næst stærsta tékkans að finna, en skilvís greiðsla upp í lækkun matarverðs ætti að berast frá bankanum á næstu vikum eða mánuðum. Viðskipti innlent 18. október 2006 06:15
Búið að hækka í græjunum Það er alveg ljóst að partíið er komið í fullan gang aftur. Búið að hækka í græjunum og allir komnir út á gólf að dansa. Viðskipti innlent 18. október 2006 06:00
Myrkar miðaldir Malcolm Walker, stofnandi Iceland-keðjunnar, hefur undanfarin misseri sýnt og sannað að viðskiptahugmynd hans virkar. Þegar Baugur leiddi fjárfesta í kaupum á Big Food Group voru kaupin á Iceland fyrir fram talin þau áhættumestu. Viðskipti innlent 11. október 2006 00:01
Baugur ekki úr Teymi Sterkur orðrómur hefur verið á kreiki í viðskiptalífinu um að Baugur ætli að draga sig út úr Teymi, upplýsingatækni- og fjarskiptahluta Dagsbrúnar. Unnið er að skiptingu félagsins í Teymi annars vegar og svo hins vegar 365 sem verður yfir fjölmiðlahluta samsteypunnar, bæði prent- og ljósvakamiðlum. Viðskipti innlent 11. október 2006 00:01
Vegasjoppu lokað Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum. Viðskipti innlent 11. október 2006 00:01