Viðskipti innlent

Komumst ekki hjá því að taka upp evru

Íslendingar komast ekki hjá því að taka upp evru, segir Þórólfur Matthíasson, prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Íslands, í löngu og ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Samiðnar.

„Myntsvæðið er heldur að stækka og fyrir tilviljun eða gráglettni örlaganna sitjum við uppi með tiltölulega stóran bankageira." Þá staðreynd segir hann gera myntina að meira máli en hún hefði verið ef Ísland hefði bara verið í framleiðslustarfsemi.

„Fyrir þá sem selja skuldabréf og þurfa að flytja á milli myntforma getur lítil breyting á umreikningsgenginu skipt verulegu máli. Það að við erum með þessar hlutfallslega stóru fjármálastofnanir flýtir fyrir ferlinu."

 

Breyta framsetningu, ekki vöxtum

Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri kynnti í gær, samhliða því að ákvörðun um óbreytta stýrivexti var kynnt, endurskoðaðar reglur um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabankann, sem stefnt er að taki gildi um mánaðamótin. Annars vegar er um að ræða orðalagsbreytingar þar sem afgreiðslur eru kallaðar sínum réttu nöfnum og innleiðing ákvæða um varnir gegn peningaþvætti og hryðjuverkum.

Hins vegar er breytt framsetning á vöxtum til samræmis við það sem gerist í útlenskum seðlabönkum. Verður eftirleiðis miðað við nafnvexti í stað ársávöxtunar. 14,25 prósenta ávöxtun stýrivaxta samsvarar þannig 13,31 prósents nafnvöxtum. Vaxtaaðhaldið er samt óbreytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×