„Ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag“ Íslenskar flugvélar sitja nú fastar í Bretlandi vegna bilunar í flugstjórn. Play og Icelandair hafa bæði fundið fyrir þessu vandamáli, sem nú er unnið að því að leysa. Innlent 28. ágúst 2023 13:35
Fjárfestar stækkuðu við sig í hlutabréfasjóðum í fyrsta sinn um langt skeið Eftir viðvarandi útflæði úr innlendum hlutabréfasjóðum í nærri eitt ár varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar meira en einn milljarður króna flæddi inn í slíka sjóði samhliða verðhækkunum í félaga Kauphöllinni. Ekkert lát var hins vegar á sama tíma á áframaldandi innlausnum fjárfesta í skuldabréfa- og blönduðum sjóðum. Innherji 28. ágúst 2023 12:24
Sýn kaupir Bland Sýn hefur keypt sölutorgið Bland af Heimkaupum. Mun Sýn í framhaldi taka yfir rekstur sölutorgsins. Viðskipti innlent 28. ágúst 2023 11:33
Félagasamstæða Bláa lónsins endurskipulögð og stefnt á markað Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024. Viðskipti innlent 25. ágúst 2023 18:40
Verður yfirmaður hliðartekna hjá Play Flugfélagið Play hefur ráðið Emilio Chacon Monsant sem yfirmann hliðartekna. Viðskipti innlent 25. ágúst 2023 11:08
Hildur Björk frá Isavia til VÍS Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá VÍS. Viðskipti innlent 25. ágúst 2023 10:26
Gengi Brims fellur um fimm prósent eftir svartsýnan tón í yfirlýsingu forstjórans Forstjóri og aðaleigandi Brims segir að félagið þurfi að vera „vel vakandi“ í rekstrinum en framundan séu tímar sem kalli á aðgát og aukið aðhald. Eftir metafkomu í fyrra helmingaðist rekstrarhagnaður Brims á öðrum ársfjórðungi sem litaðist einkum af minni botnfisksölu og ýmsum kostnaðarhækkunum. Innherji 25. ágúst 2023 10:20
Samsett hlutfall VÍS allt að 100 prósent eftir brunann Eftir brunann á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og áætlaðan hlut VÍS í því tjóni er nú reiknað með að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 98 til 100 prósent. Viðskipti innlent 24. ágúst 2023 14:20
Arnarlax boðar skráningu í Kauphöllina síðar á árinu Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða. Innherji 24. ágúst 2023 08:53
Barbara Inga nýr forstöðumaður hjá Íslandsbanka Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður yfir Stjórnun umbreytinga hjá Íslandsbanka. Um er ræða nýja stöðu sem heyrir undir bankastjóra. Viðskipti innlent 23. ágúst 2023 15:05
Vaxtaálag á lánum banka til heimila og fyrirtækja sjaldan verið lægra Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans. Innherji 22. ágúst 2023 16:12
Rekstrarhagnaður Marels verður sá lægsti í átta ár Rekstur Marels verður ekki „sérlega glæsilegur“ í ár. Það stefnir í að rekstrarhagnaður fyrirtækisins verði sá lægsti síðan árið 2015. Verðmat Jakobsson Capital á Marel lækkaði aftur í kjölfar uppgjörs annars fjórðungs, nú um átta prósentum í evrum talið. Innherji 22. ágúst 2023 11:42
Skeljungur kaupir Búvís Skeljungur ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri. Viðskipti innlent 22. ágúst 2023 11:14
Reitir högnuðust um tæpa fimm milljarða Fasteignafélagið Reitir hagnaðist um 4.908 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Eigið fé félagsins við lok annars ársfjóðungs nam ríflega sextíu milljörðum króna. Viðskipti innlent 22. ágúst 2023 07:54
Á alls ekki von á að fleiri muni hætta viðskiptum við bankann Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segist ekki eiga von á að fleiri færi sig um set eftir að þrenn félagasamtök hafa tekið ákvörðun um að slíta viðskiptum við Íslandsbanka. Bankinn vinni nú að því að öðlast traust viðskiptavina á ný. Viðskipti innlent 21. ágúst 2023 18:50
Lögbrotin hafi verið ásetningur en ekki mistök Bankastjóri Íslandsbanka ætlar að gera sitt besta til að endurnýja traust hjá þeim viðskiptavinum sem snúið hafa baki við bankanum. Ekki sé þó að vænta frekari breytinga á næstunni á stjórn eða starfsmannahaldi. Forseti ASÍ segir lögbrot bankans hafa verið alvarlegur ásetningur og því hafi samtökin ákveðið að hætta viðskiptum við hann. Innlent 21. ágúst 2023 18:32
Útlit er fyrir að sjóðsstaða Play verði „þung um áramót“ Útlit er fyrir að sjóðsstaða Play verði þung um áramót en sjóðsstaðan er gjarnan best í lok annars ársfjórðungs, segir í hlutabréfagreiningu. Innherji 21. ágúst 2023 13:00
„Það eru ennþá starfsmenn við bankann sem voru þátttakendur“ Þrenn stór félagasamtök hafa hætt viðskiptum sínum við Íslandsbanka í sumar með samtals milljarða viðskipti við bankann. Fyrsti varaforseti ASÍ segir að ákvörðun samtakana um að hætta viðskiptum verði ekki haggað. Innlent 21. ágúst 2023 12:50
Neytendasamtökin einnig hætt viðskiptum við Íslandsbanka Neytendasamtökin hafa bæst í hóp þeirra aðila sem hafa hætt viðskiptum við Íslandsbanka í kjölfar brota sem framin voru þegar hlutur ríkisins í bankanum var seldur í mars síðastliðnum. Innlent 21. ágúst 2023 07:13
Marinó hættir sem forstjóri Kviku Marinó Örn Tryggvason hefur látið af störfum sem forstjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir að Ármann Þorvaldsson hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf. Viðskipti innlent 20. ágúst 2023 14:44
Von á talsverðu innflæði fjármagns með uppfærslu Alvotech í vísitölur FTSE Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech, verðmætasta fyrirtækið í Kauphöllinni, verður tekið inn í vísitölur FTSE Russell fyrir nýmarkaðsríki upp úr miðjum næsta mánuði. Hlutabréfaverð Alvotech hækkaði skarpt fyrir lokun markaða í gær en búast má við talsverðu fjármagnsinnflæði frá erlendum vísitölusjóðum þegar félagið bætist í hóp þeirra íslensku fyrirtækja sem hafa tilheyrt sömu vísitölum frá því í fyrra. Innherji 19. ágúst 2023 10:36
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 18:31
Spá sömuleiðis enn einni stýrivaxtahækkuninni í næstu viku Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti sína á næsta vaxtaákvörðunardegi, á miðvikudaginn í næstu viku. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 12:25
Godo, Booking Factory, Reserva og Caren renna í eitt Hugbúnaðarfyrirtækið Godo hefur tekið yfir rekstur ferðalausnanna Booking Factory, Reserva og Caren sem voru áður í eigu Origo. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 11:22
Benedikt er launahæsti bankastjórinn Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 11:03
VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins. Viðskipti innlent 18. ágúst 2023 09:50
Forstjóri Kviku segir Stoðir vera að benda á hið „augljósa“ um virði bankans Bankastjóri Kviku, sem skilaði rúmlega 12 prósenta arðsemi á efnislegt eigið fé á fyrri árshelmingi, segist „persónulega ekkert ósammála“ því mati forstjóra Stoða að virði bankans á markaði ætti að vera hærra. Hann telur uppgjör Kviku fyrir tímabilið, sem litaðist af erfiðum aðstæðum á mörkuðum, vera „vel ásættanlegt“ og segir viðræður um mögulegan samruna við Íslandsbanka ekki hafa farið af stað að nýju. Innherji 17. ágúst 2023 19:35
SKEL ætlar að „þyngja vægi“ skráðra félaga og fasteigna í eignasafninu Fjárfestingafélagið SKEL, sem hagnaðist um rúmlega tvo milljarða á fyrri árshelmingi miðað við nærri fimm milljarða á síðasta ári, ætlar á næstu misserum að auka vægi sitt í skráðum eignum og fasteignum. Forstjóri SKEL segir að félagið muni nýta að „stórum hluta“ þá fjármuni sem fengust við sölu á eftirstandandi hlut í Orkufélaginu í Færeyjum í fjárfestingar í Norður-Evrópu. Innherji 17. ágúst 2023 09:24
Hagnaður Stefnis jókst um þriðjung þótt eignir í stýringu hafi minnkað Sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir, sem er í eigu Arion banka, skilaði hagnaði á fyrri árshelmingi upp á tæplega 707 milljónir króna og jókst hann um liðlega 33 prósent frá sama tíma fyrir ári samhliða „krefjandi“ fjárfestingarumhverfi. Nettó innlausnir í stærsta almenna hlutabréfasjóði landsins námu samtals um einum milljarði en talsverðar verðlækkanir einkenndu innlendan hlutabréfamarkað á tímabilinu. Innherji 16. ágúst 2023 17:23
Sigurveig úr Íslandsbanka í Landstólpa Sigurveig Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem nýr fjármálastjóri Landstólpa og mun hefja störf þar um næstu mánaðarmót. Sigurveig fer í Landstólpa úr Íslandsbanka þar sem hún starfaði sem viðskiptastjóri á Selfossi. Viðskipti innlent 15. ágúst 2023 15:08