Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

„Það er krísa“

Það var þungt yfir þjálfara Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍR í kvöld þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann var lengi í klefanum að fara yfir málin með sínum mönnum áður en hann gaf kost á sér. Leikurinn endaði 98-90 fyrir ÍR eftir framlengdan leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Njarð­vík - Þór Þ. 106-104 | Heima­sigur í hörku­leik

Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í Njarðvík þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Bæði lið höfðu tapað síðasta leiks sínum fyrir hlé og vonuðust til þess að byrja nýtt ár með sterkum sigri. Það fór svo að það var Njarðvík sem hafði betur eftir mikla spennu 106-104.

Körfubolti
Fréttamynd

Frið­rik Ingi orðinn þjálfari Hauka

Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta og mun stýra liðinu í fyrsta sinn annað kvöld, í leik við Hött á Egilsstöðum í Bónus-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Sakar NBA-deildina um að vera á móti Hou­ston Rockets

Amen Thompson leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna áfloga við Tyler Herro í leik Rockets og Miami Heat um helgina. Fyrrum leikmaður Houston Rockets sakar forráðamenn NBA-deildarinnar um óheiðarleika.

Körfubolti
Fréttamynd

Lauk árinu með fjöru­tíu stiga leik

Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Shai Gilgeous-Alexander lauk árinu með sannkallaðri flugeldasýningu þegar lið hans Oklahoma City Thunder mætti Minnesota Timberwolves.

Körfubolti
Fréttamynd

FBI varar við þjófum sem herja á í­þrótta­fólk

FBI hefur formlega varað stærstu íþróttadeildir Bandaríkjanna um skipulagða glæpahópa sem gera íþróttafólk að fórnarlömbum ránsferða sinna. Brotist var inn á níu heimili atvinnufólks í íþróttum frá september til nóvember.

Sport
Fréttamynd

Brotist inn til Doncic

Á föstudaginn var brotist inn á heimili Lukas Doncic, leikmanns Dallas Mavericks og einnar skærustu stjörnu NBA-deildarinnar í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég elska NFL en jóla­dagur er okkar“

LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

76ers sóttu sigur úr Garðinum

Boston Celtics tóku á móti Philadelphia 76ers í TD Garden í stórleik jóladags í austurdeildinni. 76ers sluppu með 114-118 sigur eftir stórkostlegan leik, þar sem þeir leiddu framan af en voru hársbreidd frá því að missa leikinn frá sér.

Körfubolti
Fréttamynd

Risaleikur Wembanyama dugði ekki til

Franski körfuboltamaðurinn Victor Wembanyama átti sannkallaðan risaleik fyrir San Antonio Spurs er liðið heimsótti New York Knicks í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Það dugði þó ekki til og liðið þurfti að sætta sig við þriggja stiga tap, 117-114.

Körfubolti