Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Reglur brotnar á fjórum veitingahúsum

Lögregluþjónar könnuðu sóttvarnir og leyfi á 39 veitingastöðum í miðbænum í gærkvöldi. Þar kom í ljós að á fjórum stöðum var tveggja metra reglan ekki virt, ekki bókhald yfir viðskiptavini eða enginn listi yfir starfsmenn.

Innlent
Fréttamynd

Kemur til greina að óska eftir AstraZeneca frá Norðmönnum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir koma til greina að óska eftir bóluefni Astra Zeneca frá Norðmönnum, sem hafa tilkynnt um að þeir muni ekki nota bóluefnið. Bólusetningar eru á undan áætlun hér á landi og áfram stefnt að afléttingu aðgerða í lok næsta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Far­þegar frá enn fleiri löndum fara í sóttvarnahús

Farþegum frá alls 164 ríkjum eða svæðum verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi við komuna til Íslands með möguleika á undanþágu frá og með 18. maí. Áður var 131 ríki eða landsvæði á listanum en krafan nær til svæða þar sem nýgengi smita er 500 til 699 og hlutfall jákvæðra sýna er undir fimm prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ísland aftur orðið grænt

Ísland er á ný skilgreint sem grænt land á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfærst var í gær. Auk Íslands er stór hluti Noregs og Finnlands grænn á lit.

Innlent
Fréttamynd

24 milljónir hafa nú smitast á Ind­landi

Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna.

Erlent
Fréttamynd

Full­bólu­settir þurfa ekki að bera grímu

Samkvæmt nýjum tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) munu fullbólusettir ekki þurfa að bera grímu þegar tvær vikur eru liðnar frá seinni sprautu nema við mjög sérstakar aðstæður. Grímunotkun utandyra verður ekki skylda eftir bólusetningu og slakað verður á fjarlægðarmörkum.

Erlent
Fréttamynd

„Villandi“ heilsíðuauglýsing í Mogga ekki á vegum Lyfjastofnunar

Nafnlaus heilsíðuauglýsing sem birtist fyrir mistök í Morgunblaðinu í morgun þar sem óskað var eftir tilkynningum um aukaverkanir vegna bólusetningar gegn kórónuveirunni er ekki á vegum Lyfjastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar segir auglýsinguna villandi. Auglýsandinn segist ekki hafa haft samráð við Lyfjastofnun og vill ekki svara hvernig hann fjármagnaði kaupin.

Innlent
Fréttamynd

Fimm smitaðir en allir í sóttkví

Allir þeir fimm einstaklingar sem greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunna í gær voru í sóttkví. Einhver smitanna tengjast hópsýkingu í Skagafirði en öll tengjast þau fyrri smitum samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðum ef til vill breytt á landamærunum

Mögulega verður dregið úr sóttvarnaaðgerðum á landamærum á næstunni gagnvart þeim sem eru annað hvort bólusettir eða hafa jafnað sig á covid 19 sjúkdómnum. Sóttvarnalæknir telur núgildandi aðgerðir duga gegn útbreiðslu indverska afbrigðis covid 19 hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir greinst með indverska afbrigðið á landamærunum

Tvö tilvik inverska afbrigðisins hafa fundist á landamærunum hérlendis og eru báðir einstaklingarnir nú í einangrun í sóttvarnahúsi. Á upplýsingafundi rétt í þessu sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðbúið að afbrigði í dreifingu erlendis bærust hingað.

Innlent
Fréttamynd

Mikil samstaða í sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði

Vonir standa til að hægt verði að aflétta viðbótar samkomutakmörkunum í Skagafirði strax eftir helgi. Þrír greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af einn í sóttkví og var hann í Skagafirði. Forsætisráðherra var ein þeirra sem voru bólusettir í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enn skolar líkum upp á ár­bakka Gan­­ges

Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða.

Erlent