Snælandsskóla lokað í dag vegna smits Snælandsskóli í Kópavogi verður lokaður í dag eftir að kórónuveirusmit greindist meðal þeirra sem sækja skólann. Innlent 2. október 2020 08:36
„Greinilegt að við erum með alvarleg veikindi í þessum hópi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að mögulega sé yngra fólk að veikjast alvarlega núna miðað við það sem var. Þó sé enn of snemmt að fullyrða eitthvað um það. Innlent 2. október 2020 08:30
Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 2. október 2020 08:19
Bandarísk flugfélög segja upp tugum þúsunda Stærstu flugfélög Bandaríkjanna hyggjast segja upp tugi þúsunda starfsmanna sinna eftir að þingmönnum á bandaríska þinginu mistókst að komast að samkomulagi um aðgerðir til aðstoðar fyrirtækjum sem farið hafa illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Viðskipti erlent 2. október 2020 07:52
Bandarísku forsetahjónin smituð af kórónuveirunni Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Melania Trump, eiginkona hans, eru smituð af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Erlent 2. október 2020 05:58
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. Erlent 1. október 2020 23:31
Mikil reiði í garð þingmanns sem fór í langa lestarferð eftir að hafa greinst með veiruna Hávær krafa hefur blossað upp um að Margaret Ferrier, þingmaður Skoska þjóðarflokksins, segi af sér eftir að hún viðurkenndi að þverbrotið sóttvarnareglur. Hún ferðaðist með lest frá London til Skotlands skömmu eftir að hún fékk staðfestingu á að hún væri smituð af kórónuveirunni. Erlent 1. október 2020 23:06
Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Innlent 1. október 2020 22:01
Kórónuveirusmit í Rúmfatalagernum við Bíldshöfða Starfsmaður í verslun Rúmfatalagersins við Bíldshöfða hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Innlent 1. október 2020 20:32
Enginn úr áhöfn Gullvers reyndist smitaður Enginn af þeim fimm skipverjum Gullvers sem fóru í skimun vegna Covid-19 í morgun reyndist vera smitaður. Skipið mun halda á ný til veiða í kvöld. Innlent 1. október 2020 18:01
Skoraði á þingmenn að taka nýja stjórnarskrá til afgreiðslu Forseti Íslands setti Alþingi í dag. Innlent 1. október 2020 16:26
Covid-innlögn á tólf tíma fresti í nýrri holskeflu Forstjóri Landspítala segir að þessa dagana leggist að meðaltali inn sjúklingur með Covid-19 á tólf tíma fresti. Innlent 1. október 2020 15:49
Þrettán liggja inni á Landspítala með Covid-19 Þrettán liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, tveimur fleiri en þegar tölur voru birtar á Covid.is í morgun. Innlent 1. október 2020 14:58
Svona var 119. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 15:00 í dag. Innlent 1. október 2020 14:01
Fjölgun nauðungarhjónabanda og ótímabærra þungana vegna COVID Reiknað er með að hálf milljón ungra stúlkna verði hnepptar í hjónaband á þessu ári til viðbótar við þær tólf milljónir stúlkna sem að jafnaði eru þröngvað í hjónaband á barnsaldri árlega Heimsmarkmiðin 1. október 2020 14:01
Kynferðisbrotadeildin send heim vegna smits Starfsmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur greinst með kórónuveiruna. Innlent 1. október 2020 13:52
Krossleggur putta meðan fimm Gullverjar bíða niðurstöðu Fimm skipverjar á Gullveri, skipi Síldarvinnslunnar, bíða niðurstöðu úr Covid-19 skimun sem þeir fóru í snemma í morgun. Innlent 1. október 2020 13:17
Áhrif farsótta á skólastarf Fyrir einu ári blómstraði skólastarf í landinu og var fjarri þeim veruleika sem við þekkjum í dag. Nemendur fengu að mæta í skólann og hitta vini og félaga og kennarar fengu að hitta nemendur og samstarfsfólk án hindrana. Skoðun 1. október 2020 13:00
Hlöllabátum í Smáralind lokað vegna smits Starfsmaður skyndibitastaðarins Hlöllabáta í Smáralind hefur greinst með Covid-19 smit. Staðnum hefur verið lokað í eina viku og allir starfsmenn staðarins í Smáralind sendir í sóttkví. Viðskipti innlent 1. október 2020 12:17
Boða ekki „flatan, umfangsmikinn“ niðurskurð Fjármálaráðherra telur ásættanlegt að nýta sterka skuldastöðu ríkisins tímabundið til að bregðast við efnahagslægðinni sem nú gengur yfir. Innlent 1. október 2020 12:14
Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Innlent 1. október 2020 12:01
Bein útsending: Heilsa og líðan Íslendinga á tímum kórónuveiru Á rafrænum kynningarfundi verða kynntar nýjustu niðurstöður úr vöktun Embættis landlæknis á heilsu og líðan Íslendinga. Innlent 1. október 2020 11:56
Hertar aðgerðir ekki í kortunum eins og staðan er núna Sóttvarnalæknir bendir á að ávinningur slíkra aðgerða myndi ekki skila sér fyrr en eftir um tvær vikur. Innlent 1. október 2020 11:38
36 greindust innanlands og ellefu nú á sjúkrahúsi 36 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Fjögur virk smit greindust á landamærum. Innlent 1. október 2020 11:01
Gert ráð fyrir 264 milljarða halla á fjárlögum Gert er ráð fyrir að áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ríkissjóð verði neikvæð um 192 milljarða króna á næsta ári. Innlent 1. október 2020 10:06
Einn mesti samdráttur síðustu hundrað ár Ef spáin rætist yrði þetta einn mesti samdráttur í landsframleiðslu síðustu 100 ár. Viðskipti innlent 1. október 2020 09:24
Deilur milli ríkis og höfuðborgar á Spáni Höfuðborgin Madríd og níu aðliggjandi borgir og bæir hafa fengið fyrirskipun um að grípa til harðra aðgerða til að sporna við útbreiðslu veirunnar en hún er í mikilli útbreiðslu á þessu svæði um þessar mundir. Erlent 1. október 2020 09:09
Vaktin: Allt það helsta sem þú þarft að vita um fjárlagafrumvarpið 2021 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnir í dag fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Innlent 1. október 2020 09:00
Telja að gen frá neanderdalsmanninum auki líkurnar á að veikjast alvarlega af Covid-19 Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að gen sem nútímamaðurinn erfði frá neanderdalsmanninum geti þrefaldað líkurnar á því að fólk veikist alvarlega af sjúkdómnum Covid-19. Erlent 1. október 2020 08:04
Bendir á að fyrri og seinni bylgjan líkjast í raun Hallgrímskirkju Ljósmyndarinn Árni Torfason bendir á sérstaklega athyglisverða staðreynd varðandi fyrri og seinni bylgju kórónuveirunnar hér á landi. Lífið 1. október 2020 07:03