Aðeins þrjár vikur á milli bólusetninga Aðeins þrjár vikur verða látnar líða á milli fyrri og seinni bólusetningar hjá börnum á aldrinum 5 til 11 ára gegn kórónuveirunnar vegna mikillar útbreiðslu veirunnar. Seinni bólusetning grunnskólabarna á höfuðborgarsvæðinu hefst eftir helgina. Innlent 28. janúar 2022 16:01
Eigi að vera tilbúin að aflétta fyrr ef við á „Ég held að þetta sé varfærið og skiljanlegt fyrsta skref og við höfum svo fyrirsjáanleikann í því að geta afléttað hér öllu um miðjan mars ef allt gengur að óskum. Við höfum alltaf í huga að geta aflétt fyrr ef staðan þróast þannig, við verðum bara að meta þetta jöfnum höndum,“ Innlent 28. janúar 2022 14:36
Vonar að útbreidd smit veiti góða vörn fyrir nýjum afbrigðum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að öllum sóttvarnaaðgerðum sem eru í gildi innanlands verði búið að aflétta um miðjan marsmánuð. Hann segir að mikilvægt sé að taka smá skref í afléttingum svo ekki komi of stórt bakslag. Innlent 28. janúar 2022 13:20
Svona sér Þórólfur fyrir sér að hægt sé að aflétta öllu Gangi allt að óskum er stefnt að því að öllum innanlandsaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði hætt þann 14. mars. Reiknað er með að reglur um einangrun og sóttkví verði afnumdar frá og með 24. febrúar Innlent 28. janúar 2022 12:36
„Þetta er auðvitað mikil breyting“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðgerðaráætlun í átt að afléttingu allra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins séu mikil breyting fyrir samfélagið. Hún vonast til þess að hægt verði að fylgja öllum skrefum áætlunarinnar þannig að öllu verði hér aflétt um miðjan mars-mánuð. Innlent 28. janúar 2022 12:17
Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og stefna á að aflétta öllu í mars Fimmtíu mega koma saman á miðnætti og eins metra nándarregla tekur jafnframt gildi. Krár og skemmtistaðir mega opna að nýju og opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur til 23. Innlent 28. janúar 2022 11:38
Ber engin skylda til að upplýsa um einstaka smit í bekkjum Skólastjórnendum ber engin skylda til að upplýsa forráðamenn barna um hvort að Covid-19 smit hafi komið upp í viðkomandi bekk eða árgangi. Í Reykjavík er mælst til þess að uppýsingagjöf skólastjórnenda sé áþekk því sem þekkist þegar flensa, lús eða njálgur gengur yfir. Innlent 28. janúar 2022 11:32
1.213 greindust innanlands 1.213 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 78 á landamærum. Innlent 28. janúar 2022 10:34
Finnar flýta afléttingu Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að hefja afléttingu sóttvarnartakmarkana vegna Covid-19 fyrr en gert var ráð fyrir, þar sem álag á heilbrigðiskerfið þar fer minnkandi. Erlent 28. janúar 2022 10:08
35 sjúklingar nú á Landspítala með Covid-19 35 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covod-19 og fjölgar þeim milli daga. Þrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél. Innlent 28. janúar 2022 10:00
Ríkisstjórnin kynnti afléttingaáætlun samkomutakmarkana Ríkisstjórnin mun í dag kynna svokallaða afléttingaáætlun vegna samkomutakmarkana þar sem greint verður frá því með hvaða hætti stendur til að aflétta innanlandstakmörkunum. Innlent 28. janúar 2022 07:32
Evrópusambandið gefur grænt ljós á lyf Pfizer Lyfjastofnun Evrópu hefur nú gefið grænt ljós á notkun Pfizer-lyfsins Paxlovid gegn Covid-19. Lyfið er hugsað til meðhöndlunar á þeim sem taldir eru í hættu á að veikjast alvarlega af veirunni. Erlent 27. janúar 2022 23:14
Þetta verður snúnara næstu vikur Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. Innlent 27. janúar 2022 16:53
Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. Innlent 27. janúar 2022 14:11
Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. Innlent 27. janúar 2022 10:43
Um helmingur íbúa með kórónuveiruna Um helmingur íbúa á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi hefur greinst með kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts sem rekur hjúkrunarheimilið segir íbúana lítið veika en veikindi starfsfólks hafi þó töluverð áhrif á heimilið. Innlent 27. janúar 2022 10:24
Sjúklingum á Landspítala með Covid-19 fækkar milli daga 33 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél. Innlent 27. janúar 2022 10:20
Andlát vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítalans af völdum Covid-19 í gær. Innlent 27. janúar 2022 10:12
Eldræða Ágústu Evu: „Við ætlum ekki að hlýða“ Aðgerðir stjórnvalda bera öll merki þess að vera í raun ofbeldi, segir Ágústa Eva Erlendsdóttir sem er komin í lykilhlutverk í mótstöðuhreyfingu gegn stefnu stjórnvalda í málefnum Covid-19 á Íslandi. Innlent 27. janúar 2022 08:00
Vonir um bjartari tíma framundan eftir tvö ár af óvissu Tvö ár eru nú liðin frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Óvissan hefur svo sannarlega verið mikil frá upphafi og er hún það enn í dag. Vonir eru þó uppi um að endalok faraldursins sé í nánd en hvort það reynist rétt getur tíminn einn leitt í ljós. Innlent 27. janúar 2022 06:35
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. Innlent 26. janúar 2022 19:18
Birta mynd sem á að skýra nýju reglurnar Almannavarnir hafa birt flæðirit í von um að það útskýri betur nýjar reglur um sóttkví og smitgát sem tóku gildi á miðnætti. Innlent 26. janúar 2022 18:50
Beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu Sóttvarnalæknir beinir því til fólks að fara ekki í sýnatöku að ástæðulausu. Hjarðónæmi gæti náðst í mars eða apríl, en þrátt fyrir góða stöðu borgi sig að fara hægt í afléttingar. Innlent 26. janúar 2022 18:21
Segja aðgerðir í fangelsum ekki í takt við aðgerðir annarsstaðar Stjórn Afstöðu, félags fanga á Íslandi, skorar á fangelsisyfirvöld til að hleypa föngum sem eru komnir á reynslulausnartíma úr haldi. Stjórnin segir að á sama tíma og verið sé að ræða um afléttingar sóttvarnartakmarkana hér á landi sé sama sjónarmið ekki gildandi innan veggja fangelsa Íslands. Innlent 26. janúar 2022 16:52
Undanþága veitt frá sóttvarnareglum á Bessastöðum Nokkurrar undrunar gætir á samfélagsmiðlum vegna þess sem sjá mátti í útsendingu Ríkissjónvarpsins frá Bessastöðum í gærkvöldi, þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent: Ekki verði betur séð en lög um sóttvarnir séu þar þverbrotin. Ekki segir skrifstofa forseta Íslands. Innlent 26. janúar 2022 14:45
Langþráð hjarðónæmi geti náðst eftir um tvo mánuði „Spurningin sem á öllum brennur þessa stundina er hvenær getum við búist við að faraldrinum muni ljúka eða að minnsta kosti hvenær fer að draga verulega úr honum. Þessu er auðvitað ekki hægt að svara með neinni vissu en þó er hægt að segja að með þessum útbreiddu smitum í samfélaginu sem við erum nú að sjá þá styttist í að við förum að sjá fyrir endann á honum.“ Innlent 26. janúar 2022 11:49
Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið. Innlent 26. janúar 2022 11:46
Fangar afar ósáttir við einangrun en hópsmit er komið upp á Litla Hrauni Komið er upp hópsmit í fangelsinu að Litla Hrauni. Fangar eru afar ósáttir við þær sóttvarnaaðgerðir sem verið er að grípa til og sætta sig illa við einangrun. Innlent 26. janúar 2022 10:25
1.539 greindust innanlands 1.539 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 58 á landamærum. Innlent 26. janúar 2022 10:21
Fjöldi inniliggjandi með Covid-19 óbreyttur milli daga 37 sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Innlent 26. janúar 2022 10:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent