Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Undirbúa málsókn en eru enn að raðgreina sýni

Íslensk erfðagreining er nú að undirbúa málsókn vegna ákvörðunar Persónuverndar frá því í síðustu viku þar sem fram kom að fyrirtækið hafi brotið persónuverndarlög. Þá er aðkoma fyrirtækisins að raðgreiningu sýna vegna Covid-19 til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Þór­ólfur leggur ekki til hertar að­gerðir

Heil­brigðis­ráð­herra segir að Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir leggi ekki til hertar að­gerðir í minnis­blaði sínu, sem hann skilaði ráð­herranum um helgina. Nýjar að­gerðir verða kynntar eftir ríkis­stjórnar­fund á morgun, í kring um há­degi.

Innlent
Fréttamynd

Omíkron setur okkur í biðstöðu með samkomutakmarkanir

Sóttvarnalæknir telur ekki mikið svigrúm til tilslakana þegar núgildandi samkomutakmarkanir renna úr gildi á miðvikudag vegna óvissu um omíkron afbriðið. Niðurstöður rannsókna um virkni bóluefna gagnvart því eigi að liggja fyrir á næstunni. 101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær.

Innlent
Fréttamynd

Græn­lendingar herða að­gerðir

Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag.

Erlent
Fréttamynd

101 greindist innan­lands

101 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 39 af þeim 101 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 39 prósent. 62 voru utan sóttkvíar, eða 61 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Omíkron hefur greinst í 16 ríkjum Bandaríkjanna

Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú fundist í 16 ríkjum Bandaríkjanna en um er að ræða nokkra tugi tilfella. Margir smituðu eru fullbólusettir og með væg einkenni. Delta-afbrigðið er enn það sem greinist í 99,9 prósent tilvika.

Erlent
Fréttamynd

Eyddu síðustu krónunum sínum í jólaseríur

Um land allt standa þúsundir fyrirtækjaeigenda frammi fyrir einni spurningu á hverjum degi: Hvernig náum við að lifa heimsfaraldurinn af? Í dag heyrum við dæmisögu um eitt slíkt fyrirtæki og hvernig þeim hefur gengið að takast á við Covid.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Segir of seint að bregðast við omíkron með tak­mörkunum

Nýjustu breytingar breskrar stjórnvalda á ferðatakmörkunum til landsins, sem gripið hefur verið til í því skyni að stemma stigu við útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi, koma of seint að mati vísindamanns sem ráðleggur ríkisstjórninni við sóttvarnaaðgerðir.

Erlent
Fréttamynd

Tveir flóð­hestar greindust smitaðir

Tveir flóðhestar í dýragarði í Antwerpen í Belgíu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Starfsfólk garðsins vinnur nú hörðum höndum að smitrakningu og telur að um sé að ræða fyrsta smitið meðal dýrategundarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bretar herða reglurnar vegna omíkron

Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu.

Erlent
Fréttamynd

Gott ef veiran þróast í átt til minni veikinda en það taki langan tíma

Yfirlæknir á Landspítalanum segir mögulegt að omíkrón-afbrigði kórónuveirunnar reynist meinlausara en fyrri afbrigði. Hann telur ekki sérstaka ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af afbrigðinu sem stendur en bendir þó á að á næstu vikum muni umfang og alvarleiki afbrigðisins líklega koma betur í ljós.

Innlent
Fréttamynd

27 milljarðar á tveimur árum

Heims­far­aldurinn hefur kostað heil­brigðis­kerfið um 27 milljarða á síðustu tveimur árum. Heil­brigðis­stofnanir hafa fengið þau skila­boð úr heil­brigðis­ráðu­neytinu að spara ekki í bar­áttu sinni gegn veirunni - öllum kostnaði verði mætt.

Innlent