Alþingiskosningar 2024

Alþingiskosningar 2024

Fréttir og greinar tengdar kosningum til Alþingis sem fram fara 30. nóvember 2024.



Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Vaktin: Ný ríkis­stjórn kynnt fyrir landanum

Ný ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar verður kynnt Íslendingum klukkan eitt í dag. Þá munu valkyrjurnar svokölluðu; Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín kynna stjórnarsáttmála þeirra og ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Nýjustu tíðindi af við­ræðunum

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins munu kynna nýjan stjórnarsáttmála um helgina. Hann verður kynntur þingflokkum á morgun. Formennirnir þrír áætla að ein þeirra fari svo á fund forseta í kjölfarið til að staðfesta skipan ráðuneyta og þannig verði búið að mynda nýja ríkisstjórn um helgina. 

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega tíðindi fyrir jól

Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag. Mögulega er búist við að formenn flokkanna kynni stjórnarsáttmála fyrir jól, jafnvel strax á laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Lang­flestir vilja ríkis­stjórnina sem samið er um

Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Sterkt sam­band for­manna gott vega­nesti

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda eftir hádegi áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála flokkanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segist enn bjartsýn á að það takist að mynda nýja ríkisstjórn fyrir áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Funduðu ekki um helgina eins og til stóð

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funduðu ekki um helginu um stjórnarmyndun eins og til stóð. Þess í stað fóru þeir yfir stöðu mála hver í sínu lagi. Áfram verður fundað í dag.

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins: Miskunnar­leysi hrauneðjunnar og sigur­víma frambjóðandans

Sumum atburðum er erfitt, og jafnvel ómögulegt, að lýsa með orðum. Þess vegna eru ljósmyndir nauðsynlegur þáttur í fréttaflutningi vef- og prentmiðla. Ein mynd, römmuð inn af reyndu auga og tekin á hárréttu augnabliki, getur vakið tilfinningar sem erfitt væri að koma til skila til lesandans með öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Halla­laus fjöl­miðla­um­fjöllun

Í kjölfar alþingiskosninga bíður þjóðin með öndina í hálsinum eftir niðurstöðum varðandi stjórnun landsins næstu fjögur árin. Sem stendur er oddvitar Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar að vinna að því að koma saman starfhæfri ríkisstjórn, en við þann ráðahag hafa margir athugasemdir þó það sé ekki umfjöllunarefni þessa pistils.

Skoðun
Fréttamynd

Stefna að því að byrja á stjórnarsátt­mála eftir helgi

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Þetta kom fram í máli þeirra þegar þær ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Þar sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að viðræðum miðaði vel. Inga Sæland sagði slúður um ráðherra utanþings stórlega ýkt.

Innlent
Fréttamynd

Valkyrjurnar ræða við fjöl­miðla

Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ræða við fjölmiðla nú innan skamms, en þær hafa staðið í stjórnarmyndunarviðræðum frá kosningum. Vísir verður í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Grautfúl að tapa for­seta­kosningunum

Katrín Jakobsdóttir segist hafa orðið grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningunum því hún hafi að sjálfsögðu farið í þær til að vinna kosningarnar. Í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 í kvöld segist hún hafa fundið til djúprar sorgar þegar Vinstri græn félllu af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum.

Innlent
Fréttamynd

Segir fréttir af pólitísku and­láti sínu stór­lega ýktar

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, gefur lítið fyrir orðróm um að hann ætli að segja skilið við stjórnmálin. Jafnframt segist hann ekki ætla að fara að starfa hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi

Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Þing­flokkar funda hver í sínu lagi

Þingflokkar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins funda hver í sínu lagi í hádeginu á Alþingi í dag. Stjórnarmyndunarviðræður halda einnig áfram. Formenn flokkanna hafa ekki fundað einar í morgun en munu mögulega gera það síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vonbetri eftir daginn í dag

„Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“

Innlent
Fréttamynd

Aug­lýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir

Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum.

Innlent