Telja basarannsókn í Hvalfirði hafa mikið vísindalegt gildi Hafrannsóknastofnun telur fyrirhugaða tilraun með basa í Hvalfirði til þess að hafa áhrif á kolefnisupptöku sjávar geta skapað verðmæta þekkingu og áhrif hennar á umhverfi og vistkerfi verði takmörkuð. Hvalveiðifyrirtæki í firðinum leggst alfarið gegn tilrauninni. Innlent 17.2.2025 12:42
Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Ný ríkisstjórn ætlar að leggja áherslu á færri en markvissari aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda nú þegar stefnir í að Ísland standist ekki alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Loftslagsráðherra segir sláandi hversu lítið hafi verið gert til að endurheimta votlendi á ríkisjörðum í tíð fyrri ríkisstjórnar. Innlent 15.2.2025 07:00
Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Yfirvísindakona Carbfix segir að álit Skipulagsstofnunar á umhverfismati fyrirhugaðrar kolefnisförgunarstöðvar í Hafnarfirði sé mikilvægur gæðastimpill. Jákvætt umhverfismat sé forsenda frekari vinnu við samninga og umsóknir um framkvæmdaleyfi fyrir verkefnið. Viðskipti innlent 14.2.2025 16:02
Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Viðskipti innlent 14.2.2025 12:05
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. Viðskipti innlent 31. janúar 2025 14:05
Ráðgjafar loftslagsráðuneytis telja losunarskuldbindingar ekki nást Ákvörðun loftslagsráðherra um að halda áfram að nýta sveigjanleika í losunarbókhaldi Íslands byggðist á því mati að landið standist að óbreyttu ekki skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Ríkisjóður hefur þegar afsalað sér hátt í tíu milljörðum króna með því að nýta sér sveigjanleikann. Innlent 30. janúar 2025 07:03
Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Umhverfisráðherra Íslands sagði nýlega „það er mjög mikið í húfi fyrir raforkuöryggi í landinu og loftslagsmarkmið Íslands“ þegar hann varði áform um að flýta fyrir Hvammsvirkjun. En er Hvammsvirkjun í takt við loftslagsmarkmið okkar, eða vinnur hún gegn þeim? Skoðun 29. janúar 2025 10:33
Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Bæjarstjóri Ölfuss segir að hugmynd um kolefnisförgunarstöð Carbfix í sveitarfélaginu verði metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Enginr vankantar hafi komið upp varðandi starfsemi Carbfix á Hellisheiði síðasta áratuginn. Viðskipti innlent 28. janúar 2025 13:24
Grænar fjárfestingar eins stærsta lífeyrissjóðsins undir tveimur milljörðum í fyrra Stærstu lífeyrissjóðum landsins, sem skrifuðu allir undir viljayfirlýsingu gagnvart alþjóðlegum samtökum seint á árinu 2021 um að auka verulega við umhverfissjálfbærar fjárfestingar sínar út þennan áratug, hefur gengið heldur hægt að bæta við nýfjárfestingar sjóðanna í slíkum verkefnum. Lífeyrissjóðurinn Birta, sem ætlar að þrefalda vægi grænna fjárfestinga í eignasafninu fyrir árslok 2030, fjárfesti fyrir minna en tvo milljarða í fyrra í verðbréfum sem uppfylla skilyrði samkomulagsins. Innherji 26. janúar 2025 16:40
Hvers virði eru vísindi? Mánudaginn 20. janúar tók Donald Trump við forsetastól Bandaríkjanna í annað sinn. Trump dró Bandaríkin samstundis út úr Parísarsamkomulaginu sem hefur það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og sporna gegn hnattrænni hlýnun. Skoðun 26. janúar 2025 13:30
24. janúar og risastórt vistspor Íslands 24. janúar er merkilegur. Þann dag fer Ísland á ,,yfirdrátt” gagnvart vistkerfum Móður jarðar. Samtök fræðimanna sem kenna sig við www.footprintnetwork.org taka saman ítarlegt yfirlit yfir þá skuld sem mannkyn stendur í við Móður jörð. Á síðasta ári markaði fyrsti ágúst svokallaðan Jarðardag, þegar mannkyn í heild fór á yfirdrátt og eyddi auðmagni náttúrunnar (e. biocapacity) umfram það sem jörðin getur gefið af sér. Til að standa undir öllum umsvifum mannkyns á ári þarf 1.7 jarðir. Skoðun 24. janúar 2025 07:02
Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. Viðskipti innlent 23. janúar 2025 15:46
Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Bæjarráð Ölfuss tekur jákvætt í áhuga Carbfix á að reisa kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að máli verði unnið í samvinnu við íbúa en áform Carbfix um kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði hefur mætt harðri andstöðu þar. Viðskipti innlent 22. janúar 2025 14:56
Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Umfangsmikið óveður sem leitt hefur til metsnjókomu í suðausturhluta Bandaríkjanna olli þar miklum usla. Loka þurfti flugvöllum, skólum og opinberum stofnunum víða um Texas, Flórída, Georgíu, Louisiana og víðar. Erlent 22. janúar 2025 13:23
Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga er yfirskrift fundar Samorku um áhrif loftslagsbreytinga á veituinnviði sem haldinn verður í dag. Innlent 21. janúar 2025 08:31
Vinnum í lausnum Það væri óskandi að staðan í loftlagsmálum væri betri og vandamálin sem við þurfum að leysa væru ekki svona umfangsmikil. Orkuskipti væru gengin í gegn og hægt væri að afgreiða þær hörmulegu afleiðingar sem hlýnun jarðarinnar er að valda. Því miður er það enn ekki veruleikinn. Skoðun 18. janúar 2025 12:03
Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Andra Snæ Magnasyni rithöfundi finnst of langt gengið í að hneykslis- og glæpavæða áform Carbfix um að dæla niður koltvísýringi í Straumsvík. Honum finnst umræðan komin út fyrir gagnrýni og komin í eyðileggingarstarf og niðurrif. Innlent 17. janúar 2025 23:50
Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. Erlent 17. janúar 2025 11:01
Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Tjón samfélagsins vegna enn meiri seinkunar Hvammsvirkjunar í Þjórsá gæti numið fimmtán til þrjátíu milljörðum króna, að mati Samtaka iðnaðarins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir stjórnvöld verða að grípa tafarlaust inn í sé reyndin sú að lögin komi í veg fyrir nýjar vatnsaflsvirkjanir. Viðskipti innlent 16. janúar 2025 22:00
Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Sérfræðingar í loftslagsmálum setja spurningarmerki við að íslensk stjórnvöld kjósi að lækka skuldbindingar sínar í losunarmálum eins mikið og reglur leyfa. Þau hafi þegar afsalað sér milljörðum króna í tekjur af losunarheimildum til þess að baktryggja sig. Viðskipti innlent 15. janúar 2025 07:00
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Nú fyrir helgi var tilkynnt að Jóhann Páll Jóhannsson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefði ákveðið að Ísland muni áfram nýta svokallaðan ETS-sveigjanleika á árunum 2026–2030. Við undirritaðar fjölluðum ítarlega um ETS-sveigjanleikann í grein á vefsíðunni Himinn og haf síðasta vor. Skoðun 14. janúar 2025 14:00
Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Fyrrverandi orkuráðherra sakar Jóhann Pál Jóhannsson, eftirmann sinn, um að ætla að tefja frekari orkuöflun þrátt fyrir fullyrðingar hans um að hann ætli að hraða leyfisveitingaferlinu. Núverandi stjórnarflokkar hafi lagst gegn því að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum á síðasta kjörtímabili. Innlent 14. janúar 2025 10:24
Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Tvær konur voru handteknar í London eftir að hafa málað á gröf náttúrufræðingsins Charles Darwin. Þær voru á vegum breska loftlagsaðgerðahópsins Just Stop Oil. Hækkun meðalhitastigsins í heiminum árið 2024 náði yfir 1,5°C mörkin. Erlent 13. janúar 2025 16:37
Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Heitur og þurr vindurinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles á að magnast aftur eftir svikalogn um helgina. Santa Ana-vindarnir svonefndu eru af sama meiði og hnjúkaþeyrinn sem Norðlendingar njóta góðs af í suðlægum vindáttum. Erlent 13. janúar 2025 14:50
Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Íbúar í Garði eru margir ósáttir við breytingu á jörð Gauksstaða fyrir ferðaþjónustu. Samkvæmt deiliskipulagstillögu sem auglýst var í nóvember er fyrirhugað að útbúa gistirými fyrir allt að fimmtíu manns í fimmtán ferðaþjónustuhúsum auk þess að byggja þjónustubyggingu. Innlent 12. janúar 2025 16:02