Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Nostrar við matargerðina

Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður var settur út af sakramentinu eftir að hann eldaði fyrstu máltíðina handa konunni sinni. Hann fékk ekki að koma nálægt matseld í mörg ár á eftir, en nú er hann tekinn til við eldamennskuna á ný.

Matur
Fréttamynd

Kíkt í pottana hjá Dóra

Þeir sem versla í Nettó í Mjódd um hádegisbil eða kvöldverðarleytið veita athygli öllum þeim fjölda sem raðar sér upp í horninu Hjá Dóra. Þar er seldur heitur matur og hann bókstaflega rýkur út. Hvað skyldi vera í pottunum?

Matur
Fréttamynd

Stórverslun en líka hverfisbúð

Um miðjan desember varð verslunin Nóatún við Hringbraut 121 eldi að bráð. Mikið tjón varð af völdum eldsins og innanstokksmunir brunnu til kaldra kola. Í vikunni fyrir páska opnaði nýtt og betra Nóatún eftir endurbætur sem stóðu mánuðum saman.

Matur
Fréttamynd

Stórverslun en líka hverfisbúð

Um miðjan desember varð verslunin Nóatún við Hringbraut 121 eldi að bráð. Mikið tjón varð af völdum eldsins og innanstokksmunir brunnu til kaldra kola. Í vikunni fyrir páska opnaði nýtt og betra Nóatún eftir endurbætur sem stóðu mánuðum saman.

Matur
Fréttamynd

Fagnaðarveisla eftir messu: Dásamlegur páskabröns

Kristín Jónsdóttir og Valdimar Örnólfsson voru í eina tíð oftast á skíðum um páska, en nú eru þau heima og hafa það huggulegt. Kristínu finnst gaman að bjóða fólki heim og ekki síst í "brunch" á páskum.

Matur
Fréttamynd

Kastró og trygglynda konan

Jónína Tryggvadóttir er Kaffibarþjónn Íslands 2005 og á leiðinni til Seattle í Bandaríkjunum að keppa fyrir Íslands hönd í kaffigerð.

Matur
Fréttamynd

Ertu með í mjólkurferð?

Kátt er nú hjá öllum mjólkursvelgjum enda mjólkin víða seld á spottprís. Sumir gætu farið að dæmi Kleópötru og baðað sig upp úr mjólkinni en aðrir kjósa hana frekar innvortis. Mjólk má drekka á ýmsan hátt og hér eru nokkur tilbrigði.

Matur
Fréttamynd

Fjölskyldan hittist yfir grautnum

Sigríður Helgadóttir hefur boðið fjölskyldunni í grjónagraut og meðlæti í hádeginu á miðvikudögum í mörg ár og tók við þeim sið af móður sinni. Í þessari viku féll reyndar samkvæmið niður vegna anna Sigríðar í leiklistinni en hún tekur þátt í tveimur sýningum Snúðs og Snældu þessa dagana, þar af annarri á miðvikudögum í Hveragerði.

Matur
Fréttamynd

Staðgóðir og ljúffengir grautar

Nú þegar mjólkin er ódýr eða jafnvel frí er upplagt að búa til graut úr henni, annaðhvort sem uppistöðu í snarlmáltíð eða sem eftirrétt.

Matur
Fréttamynd

Hollar og einfaldar pítsur

Í öllum pitsunum er hægt að nota hvaða uppskrift að botni sem er. Þess vegna er hægt að kaupa botn út í búð.

Matur
Fréttamynd

Unaðsleg önd í pönnukökum

"Aromatic Crispy Duck" er einn vinsælasti rétturinn á asískum veitingahúsum í Evrópu. Hann er nú fáanlegur í fyrsta skipti hér á landi.

Matur
Fréttamynd

Einfalt er best

Á dögunum kallaði landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit, þar sem Ásta Björk Magnúsdóttir ræður ríkjum. Að beiðni ráðherra snaraði hún fram dýrindis hlaðborði þar sem allt hráefni var íslenskt, en tilefni fundarins var heimasala bænda á afurðum sínum

Matur
Fréttamynd

Láttu öðrum líða vel

"Mér finnst reyndar oft að ég eldi ágætan mat en ég myndi seint flokka mig sem listakokk," segir Bergþór, sem hefur eins og svo margir Íslendingar breytt um matarvenjur á undanförnum árum. "Ég forðast allt sem er hvítt eins og hvítan sykur og hveiti, en fylgi þó ekki of stífum reglum og svindla af og til.

Matur