Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Atlético Madríd tók á móti Bayer Leverkusen í einum af stórleikjum 7. umferðar Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir að vera manni færri lengi vel þá unnu heimamenn frábæran 2-1 sigur. Bolonga kom þá til baka gegn Borussia Dortmund og Juventus gerði enn eitt jafnteflið. Fótbolti 21.1.2025 22:40
Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Monaco vann mikilvægan 1-0 sigur á Aston Villa í baráttunni um sæti meðal efstu átta liðanna í Meistaradeild Evrópu. Þá vann Atalanta 5-0 stórsigur á Sturm Graz. Fótbolti 21.1.2025 20:03
Ótrúleg endurkoma Börsunga Eftir að vera 3-1 og 4-2 undir á útivelli gegn Benfica tókst Barcelona á undraverðan hátt að kreista út sigur í blálokin. Lokatölur á Estádio da Luzí Lissabon 4-5. Fótbolti 21.1.2025 19:31
Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Hákon Arnar Haraldsson skoraði glæsilegt sigurmark fyrir Lille í gærkvöld, í 3-2 sigri gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Manchester City er hins vegar í vanda eftir 2-0 tap gegn Juventus. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Fótbolti 12. desember 2024 08:31
Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Barcelona og AC Milan unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í kvöld. Feyenoord og Stuttgart unnu líka en eina markalausa jafntefli kvöldsins var í Portúgal. Fótbolti 11. desember 2024 22:09
Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Arsenal komst upp í þriðja sætið í Meistaradeildinni eftir 3-0 sigur á franska félaginu Mónakó í kvöld. Fótbolti 11. desember 2024 21:53
Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Lærisveinar Pep Guardiola í Manchester City eru í miklum vandræðum í Meistaradeildinni þessa dagana alveg eins og heima í ensku úrvalsdeildinni. Það stefnir því í taugtrekkjandi lokaumferðir hjá Englandsmeisturunum í deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 11. desember 2024 21:51
Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja franska liðsins Lille í Meistaradeild Evrópu í fótbolta i kvöld. Fótbolti 11. desember 2024 19:47
Aðstoðardómarinn grét eftir leik Það vakti mikla athygli í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld þegar ítalski aðstoðardómarinn Alessandro Giallatini sást fella tár og faðma þjálfara og leikmenn, eftir 3-2 útisigur Aston Villa gegn RB Leipzig. Fótbolti 11. desember 2024 13:02
Mörkin í Meistaradeild: Víti Liverpool, mistök markvarða og Real-tríóið Það var nóg skorað af mörkum á fyrra kvöldi Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í þessari viku og nú má sjá mörk gærkvöldsins á Vísi. Liverpool, Real Madrid, Bayern München og fleiri voru í eldlínunni. Fótbolti 11. desember 2024 09:00
Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Aston Villa vann dramatískan 3-2 sigur á þýska liðinu RB Leipzig í Meistaradeildinni í kvöld og ensku liðin héldu því áfram að vinna þau þýsku í Evrópu í vetur. Fótbolti 10. desember 2024 22:11
Þrenningin á skotskónum og Real slapp heim með öll stigin Evrópumeistarar Real Madrid unnu lífsnauðsynlegan 3-2 útisigur á Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 10. desember 2024 21:51
Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, var allt annað en sáttur með frammistöðu leikmanna sinna í kvöld þrátt fyrir 1-0 sigur á Girona í Meistaradeildinni. Liverpool hefur unnið sex fyrstu leiki sína og er eitt á toppnum. Enski boltinn 10. desember 2024 21:37
Áfram fullkomið hjá Liverpool í Meistaradeildinni Liverpool hélt áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeildinni eftir að liðið sótti sigur til Katalóníu í kvöld. Fótbolti 10. desember 2024 19:37
Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur slegið í gegn með Liverpool á þessari leiktíð, eftir að hafa átt erfitt uppdráttar undir stjórn Jürgens Klopp síðasta vetur. Hann er mættur til Spánar í leik gegn Girona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 10. desember 2024 11:31
Neuer spilar ekki fleiri leiki á árinu 2024 Manuel Neuer, markvörður Bayern München, missir ekki bara af næstu leikjum liðsins vegna meiðsla. Fótbolti 9. desember 2024 21:33
Alisson snýr aftur í Liverpool liðið Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker er kominn til baka eftir meiðsli og verður með annað kvöld þegar Liverpool mætir Girona á útivelli í Meistaradeildinni. Enski boltinn 9. desember 2024 18:00
Kane kominn í jólafrí? Bayern München verður án markahróksins Harry Kane annað kvöld í stórleiknum gegn meisturum Leverkusen í þýsku bikarkeppninni, og mögulega spilar Kane ekki meira á þessu ári. Fótbolti 2. desember 2024 17:45
Mbappé fékk tvo í einkunn Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik þegar Real Madrid laut í lægra haldi fyrir Liverpool, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í gær og fékk enga miskunn í frönskum fjölmiðlum. Fótbolti 28. nóvember 2024 12:30
Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Liverpool vann Real Madrid og PSV Eindhoven og Benfica áttu magnaðar endurkomur í Meistaradeild Evrópu í gær. Alls voru 27 mörk skoruð í Meistaradeildinni í gær en eitt þeirra var með skrautlegri sjálfsmörkum seinni ára. Öll mörkin má sjá í fréttinni. Fótbolti 28. nóvember 2024 11:02
Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Liverpool hélt sigurgöngu sinni áfram í Meistaradeildinni í gær þegar liðið fékk Evrópumeistara Real Madrid í heimsókn á Anfield. Fótbolti 28. nóvember 2024 09:31
„Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Caoimhin Kelleher hafði kannski ekki mikið að gera í marki Liverpool í kvöld þegar liðið frá Bítlaborginni lagði Evrópumeistara Real Madríd 2-0 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 27. nóvember 2024 23:32
Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Hákon Arnar Haraldsson lék síðustu mínúturnar í frábærum 2-1 útisigri Lille á Bologna. Landsliðsmaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli undnafarnar vikur eftir að meiðast á æfingu með íslenska landsliðinu. Fótbolti 27. nóvember 2024 22:32
Dramatík á Villa Park Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Fótbolti 27. nóvember 2024 19:32