Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Dramatík á Villa Park

    Morgan Rogers hélt hann hefði tryggt Aston Villa dramatískan sigur á Juventus með marki í uppbótartíma þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. Markið var hins vegar dæmt af og leiknum lauk með markalausu jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola allur útklóraður eftir leik

    Manchester City kastaði frá sér þriggja marka forystu gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu í gær. Útgangurinn á Pep Guardiola, knattspyrnustjóra liðsins, eftir leik vakti athygli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Við erum brot­hættir“

    Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, átti ekki mörg svör eftir 3-3 jafntefli við Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Eftir fimm töp í röð komust City-menn 3-0 yfir en gestirnir skoruðu þrívegis á síðasta stundarfjórðung leiksins og tryggðu sér stig.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atlético skoraði sex

    Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Atlético Madríd vann 6-0 útisigur á Sparta Prag á meðan AC Milan vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ótrú­leg endur­koma Feyenoord í Manchester

    Lærisveinar Pep Guardiola hjá Manchester City höfðu tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins gegn Feyenoord í Meistaradeild Evrópu. Það stefndi í að Man City væri á leið á beinu brautina á ný eftir að liðið komst 3-0 yfir snemma í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og ótrúlegur endasprettur gestanna tryggði þeim stig, lokatölur 3-3.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skytturnar léku á als oddi

    Skytturnar hans Mikel Arteta gerðu sér lítið fyrir og pökkuðu Sporting saman á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur 1-5 og ljóst að Sporting saknar þjálfara síns fyrrverandi, Rúben Amorim.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Henry harð­orður í garð Mbappé

    Franska goðsögnin Thierry Henry gagnrýndi landa sinn Kylian Mbappé eftir frammistöðu hans með Real Madríd tapi liðsins fyrir AC Milan í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Hann auðveldi liðsfélögum sínum ekki lífið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atlético Madríd stal sigrinum í París

    Atlético Madríd tryggði sér frækinn sigur á París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu. Eftir að lenda undir komu gestirnir frá Madríd til baka og tryggðu sér stigin þrjú með síðustu spyrnu leiksins. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aftur skutu Skytturnar púður­skotum á Ítalíu

    Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Glóru­laus Mings kostaði Villa

    Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ó­trú­legur sigur Sporting í síðasta heima­leik Amorim

    Rúben Amorim stýrði Sporting í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið tók á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Amorim tekur við Man United síðar í þessum mánuði og stuðningsfólk Rauðu djöflanna slefar eflaust yfir tilhugsuninni eftir ótrúlegan 4-1 sigur Sporting í kvöld.

    Fótbolti