Mourinho: Ég ætti enn að vera stjóri Chelsea Jose Mourinho snýr aftur á Stamford Bridge í kvöld. Inter leikur þá síðari leik sinn gegn Chelsea í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Inter vann fyrri leikinn á Ítalíu 2-1. Fótbolti 16. mars 2010 12:30
Carvalho með Chelsea gegn Inter Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur jafnað sig af meiðslum og verður með Chelsea gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter vann fyrri leikinn 2-1. Fótbolti 15. mars 2010 19:00
Calderon: Real Madrid ætla sér Rooney Fyrrum forseti Real Madrid, Ramon Calderon, segir að félagið sé með augun föst á framherja United, Wayne Rooney og er búist við því að þeir leggji fram risatilboð í leikmanninn næsta sumar. Enski boltinn 14. mars 2010 23:30
Eto'o: Vinnum Chelsea og bikarinn er okkar Samuel Eto'o, framherji Inter, hefur varað Chelsea við sóknarbolta er liðin mætast í Meistaradeild evrópu í næstu viku. Fótbolti 14. mars 2010 20:15
Robinho til varnar Kaka: Útlendingunum er alltaf kennt um hjá Real Madrid Brasilíumaðurinn Robinho hefur komið landa sínum hjá Real Madrid til varnar en Kaka fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína á móti Lyon í Meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 12. mars 2010 14:00
Danir rifja upp þrennuna hans Michael Laudrup á móti Val 1986 Nicklas Bendtner varð á þriðjudagskvöldið fyrsti Daninn til þess að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar hann var maðurinn á bak 5-0 sigur Arsenal á Porto í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitunum. Fótbolti 11. mars 2010 18:15
Rooney: Vonast eftir því öðlast sömu virðingu hjá United og Beckham Wayne Rooney talaði um það eftir tvennu sína í 4-0 sigri á AC Milan í Meistaradeildinni í gær að hann vonaðist til þess að stuðningsmenn Manchester United mun sjá hann í sama ljósi og David Beckham sem fékk vasaklúta-móttökur á Old Trafford í gær. Fótbolti 11. mars 2010 15:00
Spænsku blöðin fara hamförum í umfjöllun sinni um klúður Real Madrid Leikmenn Real Madrid hafa væntanlega sleppt því að líta í spænsku blöðin í morgun enda fór svo að spænsku blaðamennirnir fóru hamförum í harðorðri umfjöllun sinni það að dýrasta lið heims skyldi enn einu sinni detta út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 11. mars 2010 13:30
Beckham vissi ekki að hann hefði sett upp mótmæla-trefilinn Það vakti athygli í leikslok á leik Manchester United og AC Milan í Meistaradeildinni í gær þegar David Beckham setti upp gula og græna trefilinn sem stuðningsmenn United hafa gert að táknrænum mótmælum gegn Malcolm Glazer, aðaleiganda liðsins. Fótbolti 11. mars 2010 12:30
Tippar á það að Wayne Rooney brjóti 40 marka múrinn Wayne Rooney skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Manchester United á AC Milan í Meistaradeildinni í gær og er þar með búinn að skora 30 mörk á tímabilinu. Enski boltinn 11. mars 2010 11:00
Real Madrid úr leik í 16 liða úrslitum sjötta árið í röð - leikirnir Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir hið mikla áfall sem ríkasta félag heims varð fyrir á heimavelli í gær. Franska liðið Lyon sló þá Real Madrid út úr sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og því fær Real Madrid ekki að spila úrslitaleikinn á sínum eigin heimavelli; Santiago Bernabéu. Fótbolti 11. mars 2010 09:30
Guti: Spiluðum ekki sem liðsheild Stórstjörnulið Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa tapað samanlagt 2-1 gegn Lyon. Liðinu hefur ekki tekist að komast í átta liða úrslit keppninnar síðan 2004. Fótbolti 10. mars 2010 23:01
Sir Alex: Sama hverjum við mætum Eftir mörkin tvö frá Wayne Rooney í kvöld hefur hann gert 30 á þessu tímabili. Manchester United slátraði AC Milan 4-0. Fótbolti 10. mars 2010 22:47
Beckham: Rooney er einn sá besti, ef ekki sá besti „Hann er einstakur," sagði David Beckham um Wayne Rooney eftir að sá síðarnefndi skoraði tvívegis í 4-0 sigri Manchester United á AC Milan í kvöld. Fótbolti 10. mars 2010 22:43
Rooney í ham en Real Madrid úr leik Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Fótbolti 10. mars 2010 18:49
Seedorf: Þetta verður eins og úrslitaleikur í Meistaradeildinni Hollendingurinn Clarence Seedorf í liði AC Milan lítur á seinni leik Manchester United og AC Milan í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld eins og það sé um úrslitaleik að ræða. Fótbolti 10. mars 2010 15:00
Nesta tæpur fyrir leikinn gegn Man. Utd í kvöld Varnarmaðurinn Alessandro Nesta er í kapphlaupi að ná leiknum mikilvæga gegn Man. Utd í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 10. mars 2010 13:23
Alex Ferguson býst ekki við Beckham í byrjunarliðinu Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ekki trú á því að hans gamli lærisveinn, David Beckham, fái að byrja inn á þegar United og AC Milan mætast á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 10. mars 2010 11:30
The Sun bað Nicklas Bendtner afsökunar í blaði sínu í dag Nicklas Bendtner varð í gær fyrsti Daninn og aðeins annar leikmaður Arsenal til að skora þrennu í Meistaradeildinni þegar liðið vann 5-0 sigur á Porto í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum. Fótbolti 10. mars 2010 10:00
Cristiano Ronaldo: Ætlum að sýna þeim að við erum Real Madrid Portúgalinn Cristiano Ronaldo er sigurviss fyrir seinni leik Real Madrid og franska liðsins Lyon í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn 1-0 í Frakklandi. Fótbolti 10. mars 2010 09:30
Wenger: Vill enskt lið í næstu umferð „Þetta var ekki fullkomið en mjög góð frammistaða, sterk frammistaða," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir að hans menn slátruðu Porto 5-0 í Meistaradeildinni. Fótbolti 9. mars 2010 23:30
Bendtner: Hugsaði ekkert um laugardaginn Nicklas Bendtner skoraði sína fyrstu þrennu þegar Arsenal slátraði Porto 5-0 í Meistaradeildinni. Bendtner klúðraði fjölmörgum dauðafærum síðasta laugardag þegar Arsenal mætti Burnley í úrvalsdeildinni. Fótbolti 9. mars 2010 22:41
Sebastien Frey: Er bæði sár og reiður Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, sagðist vera bæði sár og reiður eftir að ítalska liðið féll úr keppni í Meistaradeildinni. Fótbolti 9. mars 2010 22:33
Arsenal og Bayern München áfram Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit. Fótbolti 9. mars 2010 18:24
Frost og snjór í Flórens í kvöld - áhorfendum ráðlagt að klæða sig vel Forráðamenn Fiorentina geta andað aðeins léttar því nú er ljóst að seinni leikur liðsins og Bayern Munchen í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar mun fara fram í kvöld. Óttast var að það gæti þurft að fresta leiknum vegna mikils fannfergis en minni snjókoma verður en spáð var í fyrstu. Fótbolti 9. mars 2010 16:30
Wayne Rooney verður með á móti AC Milan Wayne Rooney er orðinn góður af hnémeiðslum þeim sem hafa hrjáð hann og verður því klár í slaginn þegar Manchester United tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. Fótbolti 9. mars 2010 16:00
Solskjaer: Antonio Valencia getur orðið eins góður og Beckham Ole Gunnar Solskjaer, fyrrum markaskorari og margfaldur meistari með Manchester United, hefur mikla trú á Ekvador-manninum Antonio Valencia sem kom til United frá Wigan fyrir 16 milljónir punda í sumar. Fótbolti 9. mars 2010 15:30
Bendtner hefur stuðning stjórans eftir klúðurleikinn mikla Arsene Wenger, stjóri Arsenal, stendur fast við danska framherjans Nicklas Bendtner þrátt fyrir ótrúlegt færaklúður hans í leiknum á móti Burnley um helgina. Bendtner verður væntanlega í byrjunarliði Arsenal á móti Portó í Meistaradeildinni í kvöld. Enski boltinn 9. mars 2010 14:30
David Beckham er handviss um að Rooney spili á móti AC Milan David Beckham, miðjumaður AC Milan og fyrrum leikmaður Manchester United, mætir á morgun á Old Trafford í fyrsta sinn í sjö ár þegar United tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 9. mars 2010 12:30
Wenger: Útivallarmarkið skiptir okkur öllu máli Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn fyrir seinni leikinn á móti Porto í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld og það er ekki síst vegna marksins hans Sol Campbell í fyrri leiknum. Fótbolti 9. mars 2010 11:00