Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Carvalho með Chelsea gegn Inter

    Portúgalski varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hefur jafnað sig af meiðslum og verður með Chelsea gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun. Inter vann fyrri leikinn 2-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Calderon: Real Madrid ætla sér Rooney

    Fyrrum forseti Real Madrid, Ramon Calderon, segir að félagið sé með augun föst á framherja United, Wayne Rooney og er búist við því að þeir leggji fram risatilboð í leikmanninn næsta sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Real Madrid úr leik í 16 liða úrslitum sjötta árið í röð - leikirnir

    Manuel Pellegrini, þjálfari Real Madrid, ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir hið mikla áfall sem ríkasta félag heims varð fyrir á heimavelli í gær. Franska liðið Lyon sló þá Real Madrid út úr sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og því fær Real Madrid ekki að spila úrslitaleikinn á sínum eigin heimavelli; Santiago Bernabéu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guti: Spiluðum ekki sem liðsheild

    Stórstjörnulið Real Madrid er úr leik í Meistaradeildinni eftir að hafa tapað samanlagt 2-1 gegn Lyon. Liðinu hefur ekki tekist að komast í átta liða úrslit keppninnar síðan 2004.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney í ham en Real Madrid úr leik

    Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alex Ferguson býst ekki við Beckham í byrjunarliðinu

    Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur ekki trú á því að hans gamli lærisveinn, David Beckham, fái að byrja inn á þegar United og AC Milan mætast á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bendtner: Hugsaði ekkert um laugardaginn

    Nicklas Bendtner skoraði sína fyrstu þrennu þegar Arsenal slátraði Porto 5-0 í Meistaradeildinni. Bendtner klúðraði fjölmörgum dauðafærum síðasta laugardag þegar Arsenal mætti Burnley í úrvalsdeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal og Bayern München áfram

    Tveir hörkuleikir voru í kvöld í seinni umferð sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar. Arsenal og Bayern München verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslit.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wayne Rooney verður með á móti AC Milan

    Wayne Rooney er orðinn góður af hnémeiðslum þeim sem hafa hrjáð hann og verður því klár í slaginn þegar Manchester United tekur á móti AC Milan í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun.

    Fótbolti