Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigurganga United á heimavelli á enda

    Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Villarreal batt enda á tólf leikja sigurgöngu Manchester United á heimavelli í keppninni þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Markalaust í fjórum leikjum

    Nú er kominn hálfleikur í átta leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Markalaust er bæði í leikjum Manchester United og Arsenal.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Forseti Roma hellti sér yfir liðið

    Rosella Sensi, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Roma, er sögð hafa hellt úr skálum reiði sinnar yfir leikmenn liðsins í gærkvöld eftir að liðið steinlá 2-1 heima fyrir rúmenska spútnikliðinu Cluj í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spalletti: Vorum óskipulagðir

    Óvæntustu úrslit kvöldsins í Meistaradeild Evrópu voru klárlega 2-1 útisigur CFR Cluj-Napoca frá Rúmeníu á ítalska liðinu Roma. Lið Cluj var að spila sinn fyrsta Meistaradeildarleik í sögunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ensku liðin unnu þau frönsku

    Keppni í Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld en þá fór fram fyrsta umferðin í riðlum A-D. Mjög óvænt úrslit urðu í A-riðlinum þar sem CFR Cluj-Napoca frá Rúmeníu gerði sér lítið fyrir og vann 2-1 útisigur á Roma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður á bekknum í kvöld

    Eiður Smári Guðjohnsen er meðal varamanna Barcelona í kvöld þegar liðið mætir Sporting frá Lissabon í C-riðli Meistaradeildar Evrópu. Þetta er fyrsta umferð riðlakeppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður í leikmannahóp Barcelona

    Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Sporting í Meistaradeild Evrópu. Alls eru átta leikir á dagskrá í deildinni í kvöld og þrír þeirra verða sýndir beint á sportrásum Stöðvar 2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carrick verður ekki með United

    Miðjumaðurinn Michael Carrick verður tæplega með Manchester United annað kvöld þegar liðið mætir Villarreal í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni á leiktíðinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ballack snýr aftur annað kvöld

    Þýski landsliðsmaðurinn Michael Ballack verður á ný í leikmannahópi Chelsea þegar liðið tekur á móti franska liðinu Bordeaux í Meistaradeildinni annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dirk Kuyt bjargaði Liverpool

    Dirk Kuyt var hetja Liverpool er hann skaut liðið áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu undir lok framlengingar leiks Liverpool og Standard Liege frá Belgíu í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Kýpverjar höfðu betur gegn stóra bróður

    Anarthosis Famagusta varð í kvöld fyrsta knattspyrnuliðið frá Kýpur til að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið hafði betur gegn Olympiakos frá Grikklandi í þriðju umferð forkeppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður kom inn sem varamaður

    Barcelona, Panathinaikos og Juventus komust í kvöld í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Börsungar töpuðu í Póllandi 1-0 fyrir Wisla Krakow en 4-0 sigur í fyrri leiknum kemur þeim áfram.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Birkir bestur hjá Brann

    Birkir Már Sævarsson var valinn maður leiksins eftir leik Brann og Marseille í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Marseille vann leikinn 1-0 en Birkir þótti besti leikmaður norska liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Eiður allan leikinn á bekknum

    Barcelona átti ekki í vandræðum með Wisla Krakow í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Barcelona vann 4-0 sigur en spænska liðið skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Arsenal ósannfærandi en vann góðan sigur

    Arsenal vann góðan 2-0 útisigur á FC Twente í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Twente var betra liðið stóran hluta leiksins en mörk frá William Gallas og Emmanuel Adebayor settu Arsenal í góða stöðu fyrir seinni leikinn.

    Fótbolti