Manchester og Arsenal fóru áfram - frábært sigurmark Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2009 17:37 Cristano Ronaldo sést sér skora sigurmarkið sitt í dag. Mynd/AFP Manchester United og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fóbolta eftir sigra í seinni leikjum sínum í átta liða úrslitunum. Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á spænska liðinu Villarreal en Cristiano Ronaldo tryggði United 1-0 sigur með stórkostlegu marki í upphafi leiks. Manchester United og Arsenal mætast í undanúrslitunum og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli Manchester United, Old Trafford, 29. apríl næstkomandi. Seinni leikurinn er síðan á Emirates-vellinum 5. maí. Hin liðin í undanúrslitunum eru Barcelona og Chelsea sem spila fyrri leikinn í Barcelona. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leikjunum en til þessa að uppfæra nýjustu stöðuna í þeim þarf að ýta á Refresh-takkann eða F5-takkann á lyklaborðinu. Textalýsingin birtist þá hér að neðan. Porto-Manchester United 0-1 (2-3 samanlagt) 0-1 Cristiano Ronaldo (6.) Leik lokið: Manchester United er komið áfram í undanúrslitin eftir nauman sigur. United hafði tögl og haldir í leiknum en náðu aldrei að skora annað mark sem hefði róað taugar margra. 90. mín - Það verður bætt þremur mínútum við leikinn. Þetta verða langar og stressandi mínútur. 86. mín. - Lisandro Lopez á skot úr góðu færi en Edwin van der Sar nær að verja. Patrice Evra er þarna að gera enn ein mistökin í þessum leik. Þarna munaði mjög litlu og Porto þarf bara eitt mark til að slá út United. 83. mín. - Wayne Rooney á mjög gott af svipuðum stað og Ronaldo skoraði en skotið fer framhjá. 78. mín - Paul Scholes er kominn inn á hjá Manchester og Alex Fergusson ætlar sér örugglega að reyna að nýta reynslu hans á lokamínútunum. 70. mín. - Pressan er að aukast hjá Porto og það lítur út fyrir að Manchester United ætli að reyna að halda þetta út. 58. mín. - Patrice Evra fær slæman skell og gefur auk þess aukaspyrnu á stórhættulegum stað. 48. mín. - Patrice Evra gerir mistök sem býr til möguleika fyrir Raul Meireles en þrumuskot hans fer rétt yfir. Porto þarf bara eitt mark og United má passa sig. 46. mín. - Seinni hálfleikurinn hefst í grenjandi rigningu. Það er búið að mæla nákvæmlega að mark Cristiano Ronaldo kom af 35 metra færi. Hálfleikur: Manchester United hefur verið miklu betra liðið í fyrri hálfleik og er með verðskuldaða forustu. Á meðan að liðið nær ekki að nýta yfirburði sína og bæta við öðru marki þá þarf Porto bara að skora eitt mark til að slá þá út. Það er því enn mikil spenna í leiknum þrátt fyrir að Portúgalirnir hafi ekki átt mikið í leiknum. 44. mín - Nemanja Vidic fær dauðafæri eftir hornspyrnu Ryan Giggs en skýtur boltanum yfir markið úr miðjum markteignum. 42. mín - Nemanja Vidic fær gult spjald fyrir brot og Porto fær aukaspyrnu á hættulegum stað. 35. mín - Wayne Rooney er meiddur en heldur þá áfram. Hann gæti farið útaf í hálfleik en hann nær ekki að harka af sér. 32. mín - Ryan Giggs á flott skot sem Helton ver vel. Cristiano Ronaldo átti mikinn í þátt í sókninni með því að plata varnarmenn Porto þegar hann lét fyrirgjöf Dimitars Berbatov fara. 30. mín - Lucho Gonzalez fyrirliði Porto er borinn af velli greinilega sárþjáður. Þetta er mikið áfall fyrir Porto-liðið sem hefur átt í vök að verjast. Mariano kemur inn fyrir hann en hann skoraði jöfnunarmarkið í fyrri leiknum. 6. mín 0-1 Cristiano Ronaldo kemur Manchester United yfir með stórkoslegu skoti af um 30 metra færi. Eitt af mörkum tímabilsins og svona eiga menn að svara gagnrýni stjórans. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerir fjórar breytingar frá því í fyrri leiknum á Old Trafford. Paul Scholes, Darren Fletcher, Ji-Sung Park og Jonny Evans fara allir á bekkinn en inn í liðið koma Michael Carrick, Ryan Giggs, Dimitar Berbatov og Rio Ferdinand. Porto teflir hinsvegar fram óbreyttu liði. Byrjunarliðin Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Alves, Cissokho, Gonzalez, Fernando, Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez. Varamenn: Nuno, Stepanov, Guarin, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias. Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Evra, Ferdinand, Vidic, Anderson, Giggs, Carrick, Ronaldo, Berbatov, Rooney. Varamenn: Foster, Neville, Evans, Nani, Scholes, Tevez, Macheda. Fyrir leik Manchester hefur leikið 22 leiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa. Þetta er met í Evrópukeppnum. Það eru tvö ár síðan að United tapaði síðast á útivelli í keppninni en það var á móti AC Milan. Porto hefur tvisvar slegið Manchester United út úr Evrópukeppni, fyrst í Evrópukeppni bikarhafa 1977-78 og svo í Meistaradeildinni 2003-04. Manchester sló síðan Porto út úr Meistaradeildinni 1996-97. Þetta verður 150. leikur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Sir Alex Ferguson. Manchester United getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í sjötta sinn en með því jafnar liðið met AC Milan. Porto hefur aldrei tapað á heimavelli á móti Manchester United. Porto vann 4-0 árið 1977, liðin gerðu 0-0 jafntefli 1997 og Porto vann síðan 2-1 árið 1994. Porto hefur í raun aldrei tapað á heimavelli á móti enskum liðum en þetta verður þrettándi heimaleikur liðsins á móti liðum frá Englandi. Porto hefur unnið 5 af þessum leikjum og gert 7 jafntefli. Porto getur orðið fyrsta liðið utan Englands, Spánar eða Ítalíu til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar frá árinu 2005. Arsenal-Villarreal 3-0 (4-1 samanlagt) 1-0 Theo Walcott (10.) 2-0 Emmanuel Adebayor (60.) 3-0 Robin van Persie, víti (69.) Leik lokið: Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum með öruggum 3-0 sigri á Villarreal. Arsenal gat verið komið í 3-0 í hálfleik en tvö mörk með níu mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik gulltryggðu sigurinn. Villarreal lék manni færri síðustu 20 mínútur leiksins og átti aldrei möguleika eftir að Arsenal komst í 2-0. 77. mín - Bestu menn Arsenal-liðsins í dag, Theo Walcott og Robin van Persie, fá heiðursskiptingu við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Denilson og Abou Diaby kom inn fyrir þá. 69. mín. - 3-0 - Robin van Persie gulltryggir sæti Arsenal í undanúrslitunum með marki úr vítaspyrnu. Theo Walcott fiskaði vítið og Sebastian Eguren fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla. 61. mín. - Leikmenn Villarreal eru orðnir pirraðir og Diego Godin fær spjald fyrir að sparka Robin Van Persie niður aftan frá. 60. mín 2-0 - Emmanuel Adebayor skorar langþráð mark fyrir Arsenal-menn og nú lítur þetta betur út. Adebayor fékk sendingu frá Robin Van Persie og hefur því skorað í báðum leikjunum. 55. mín - Heimamenn eru farnir að ókyrrast því Villarreal hefur byrjað seinni hálfleikinn mjög vel.Hálfleikur: Arsenal er í góðum málum en hefði viljað vera búið að nýta eitthvað af fjölmörgum dauðafærum sínum. Villarreal-menn gerðust ágengir í lok hálfleiksins og eru alltaf hættulegir. 35. mín - Theo Walcott hefur svo sannarlega verið maður þessa leiks en hann hefur hvað eftir skapað mikla hættu fyrir vörn Villarreal. 31. mín - Mikael Silvestre er kominn með gult spjald. 30. mín - Arsenal kemst mjög nálægt því að bæta við marki. Fyrst ver Diego Lopez aukaspyrnu frá Robin van Persie og síðan bjargar Gonzalo Rodriguez á marklínu eftir að Emannuel Adebayor hafði fylgt á eftir. 10. mín. - 1-0 - Stórsókn Arsenal ber árangur þegar Theo Walcott kemur liðinu í 1-0. Fabregas á frábæra sendingu inn fyrir og walcott lyftir boltanum yfir markvörðinn. 5. mín. - Arsenal byrjar betur og það er greinilega að Arsene Wenger ætlar ekki að láta sína menn spila upp á jafntefli. Vörn Arsenal er gerbreytt frá því í fyrri leiknum. Bacary Sagna er með vírussíkingu og getur ekki spilað. Hann bætist því í hóp með Manuel Almunia, William Gallas, Gael Clichy og Johan Djourou sem eru allir meiddir. Lucasz Fabianski, Mikael Silvestre, Emmanuel Eboue og Keiron Gibbs koma inn í liðið. Marcos Senna er ekki með Villarreal vegna meiðsla og kemur Bruno inn fyrir hann. Robert Pires er líka í byrjunarliðinu ólíkt því sem var í fyrri leiknum en hann kemur í staðinn fyrir Joseba Llorente og þá er Mati Fernandez í liði Villarreal í stað Ariel Ibagaza. Byrjunarliðin Arsenal: Fabianski, Eboue, Toure, Silvestre, Gibbs, Walcott, Nasri, Fabregas, Song, Van Persie, Adebayor. Villarreal: Diego Lopez, Angel Lopez, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Bruno, Eguren, Fernandez, Pires, Rossi. Fyrir leik Arsenal er búið að leiki 23 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa. Arsenal nálgast óðum met Bayern Munchen sem lék 29 heimaleiki í röð án þess að tapa á árunum 1998 til 2002. Arsenal hefur haldið hreinu í síðustu fjórum heimaleikjum í Meistaradeildinni en liðið er öruggt áfram takist Arsenal-vörninni að halda hreinu í kvöld. Villarreal er búið að gera jafntefli í 57 prósent leikja sinna í Meistaradeildinni í vetur. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Villarreal tekur þátt í Meistaradeildinni og í hitt skiptið komst liðið alla leið í undanúrslitin. Tveir leikmenn Villarreal léku áður með Arsenal en það eru Pascal Cygan og Robert Pires. Arsenal þarf að passa upp á varamenn Villarreal sem hafa skorað sex mörk í keppninni. Markahæsti maður Villarreal, Joseba Llorente, hefur þannig skorað öll fjögur mörkin sín eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira
Manchester United og Arsenal tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fóbolta eftir sigra í seinni leikjum sínum í átta liða úrslitunum. Arsenal vann öruggan 3-0 sigur á spænska liðinu Villarreal en Cristiano Ronaldo tryggði United 1-0 sigur með stórkostlegu marki í upphafi leiks. Manchester United og Arsenal mætast í undanúrslitunum og fer fyrri leikurinn fram á heimavelli Manchester United, Old Trafford, 29. apríl næstkomandi. Seinni leikurinn er síðan á Emirates-vellinum 5. maí. Hin liðin í undanúrslitunum eru Barcelona og Chelsea sem spila fyrri leikinn í Barcelona. Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá leikjunum en til þessa að uppfæra nýjustu stöðuna í þeim þarf að ýta á Refresh-takkann eða F5-takkann á lyklaborðinu. Textalýsingin birtist þá hér að neðan. Porto-Manchester United 0-1 (2-3 samanlagt) 0-1 Cristiano Ronaldo (6.) Leik lokið: Manchester United er komið áfram í undanúrslitin eftir nauman sigur. United hafði tögl og haldir í leiknum en náðu aldrei að skora annað mark sem hefði róað taugar margra. 90. mín - Það verður bætt þremur mínútum við leikinn. Þetta verða langar og stressandi mínútur. 86. mín. - Lisandro Lopez á skot úr góðu færi en Edwin van der Sar nær að verja. Patrice Evra er þarna að gera enn ein mistökin í þessum leik. Þarna munaði mjög litlu og Porto þarf bara eitt mark til að slá út United. 83. mín. - Wayne Rooney á mjög gott af svipuðum stað og Ronaldo skoraði en skotið fer framhjá. 78. mín - Paul Scholes er kominn inn á hjá Manchester og Alex Fergusson ætlar sér örugglega að reyna að nýta reynslu hans á lokamínútunum. 70. mín. - Pressan er að aukast hjá Porto og það lítur út fyrir að Manchester United ætli að reyna að halda þetta út. 58. mín. - Patrice Evra fær slæman skell og gefur auk þess aukaspyrnu á stórhættulegum stað. 48. mín. - Patrice Evra gerir mistök sem býr til möguleika fyrir Raul Meireles en þrumuskot hans fer rétt yfir. Porto þarf bara eitt mark og United má passa sig. 46. mín. - Seinni hálfleikurinn hefst í grenjandi rigningu. Það er búið að mæla nákvæmlega að mark Cristiano Ronaldo kom af 35 metra færi. Hálfleikur: Manchester United hefur verið miklu betra liðið í fyrri hálfleik og er með verðskuldaða forustu. Á meðan að liðið nær ekki að nýta yfirburði sína og bæta við öðru marki þá þarf Porto bara að skora eitt mark til að slá þá út. Það er því enn mikil spenna í leiknum þrátt fyrir að Portúgalirnir hafi ekki átt mikið í leiknum. 44. mín - Nemanja Vidic fær dauðafæri eftir hornspyrnu Ryan Giggs en skýtur boltanum yfir markið úr miðjum markteignum. 42. mín - Nemanja Vidic fær gult spjald fyrir brot og Porto fær aukaspyrnu á hættulegum stað. 35. mín - Wayne Rooney er meiddur en heldur þá áfram. Hann gæti farið útaf í hálfleik en hann nær ekki að harka af sér. 32. mín - Ryan Giggs á flott skot sem Helton ver vel. Cristiano Ronaldo átti mikinn í þátt í sókninni með því að plata varnarmenn Porto þegar hann lét fyrirgjöf Dimitars Berbatov fara. 30. mín - Lucho Gonzalez fyrirliði Porto er borinn af velli greinilega sárþjáður. Þetta er mikið áfall fyrir Porto-liðið sem hefur átt í vök að verjast. Mariano kemur inn fyrir hann en hann skoraði jöfnunarmarkið í fyrri leiknum. 6. mín 0-1 Cristiano Ronaldo kemur Manchester United yfir með stórkoslegu skoti af um 30 metra færi. Eitt af mörkum tímabilsins og svona eiga menn að svara gagnrýni stjórans. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, gerir fjórar breytingar frá því í fyrri leiknum á Old Trafford. Paul Scholes, Darren Fletcher, Ji-Sung Park og Jonny Evans fara allir á bekkinn en inn í liðið koma Michael Carrick, Ryan Giggs, Dimitar Berbatov og Rio Ferdinand. Porto teflir hinsvegar fram óbreyttu liði. Byrjunarliðin Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Alves, Cissokho, Gonzalez, Fernando, Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez. Varamenn: Nuno, Stepanov, Guarin, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias. Man Utd: Van der Sar, O'Shea, Evra, Ferdinand, Vidic, Anderson, Giggs, Carrick, Ronaldo, Berbatov, Rooney. Varamenn: Foster, Neville, Evans, Nani, Scholes, Tevez, Macheda. Fyrir leik Manchester hefur leikið 22 leiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa. Þetta er met í Evrópukeppnum. Það eru tvö ár síðan að United tapaði síðast á útivelli í keppninni en það var á móti AC Milan. Porto hefur tvisvar slegið Manchester United út úr Evrópukeppni, fyrst í Evrópukeppni bikarhafa 1977-78 og svo í Meistaradeildinni 2003-04. Manchester sló síðan Porto út úr Meistaradeildinni 1996-97. Þetta verður 150. leikur Manchester United í Meistaradeildinni undir stjórn Sir Alex Ferguson. Manchester United getur tryggt sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í sjötta sinn en með því jafnar liðið met AC Milan. Porto hefur aldrei tapað á heimavelli á móti Manchester United. Porto vann 4-0 árið 1977, liðin gerðu 0-0 jafntefli 1997 og Porto vann síðan 2-1 árið 1994. Porto hefur í raun aldrei tapað á heimavelli á móti enskum liðum en þetta verður þrettándi heimaleikur liðsins á móti liðum frá Englandi. Porto hefur unnið 5 af þessum leikjum og gert 7 jafntefli. Porto getur orðið fyrsta liðið utan Englands, Spánar eða Ítalíu til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar frá árinu 2005. Arsenal-Villarreal 3-0 (4-1 samanlagt) 1-0 Theo Walcott (10.) 2-0 Emmanuel Adebayor (60.) 3-0 Robin van Persie, víti (69.) Leik lokið: Arsenal tryggði sér sæti í undanúrslitum með öruggum 3-0 sigri á Villarreal. Arsenal gat verið komið í 3-0 í hálfleik en tvö mörk með níu mínútna millibili um miðjan seinni hálfleik gulltryggðu sigurinn. Villarreal lék manni færri síðustu 20 mínútur leiksins og átti aldrei möguleika eftir að Arsenal komst í 2-0. 77. mín - Bestu menn Arsenal-liðsins í dag, Theo Walcott og Robin van Persie, fá heiðursskiptingu við mikinn fögnuð stuðningsmanna liðsins. Denilson og Abou Diaby kom inn fyrir þá. 69. mín. - 3-0 - Robin van Persie gulltryggir sæti Arsenal í undanúrslitunum með marki úr vítaspyrnu. Theo Walcott fiskaði vítið og Sebastian Eguren fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla. 61. mín. - Leikmenn Villarreal eru orðnir pirraðir og Diego Godin fær spjald fyrir að sparka Robin Van Persie niður aftan frá. 60. mín 2-0 - Emmanuel Adebayor skorar langþráð mark fyrir Arsenal-menn og nú lítur þetta betur út. Adebayor fékk sendingu frá Robin Van Persie og hefur því skorað í báðum leikjunum. 55. mín - Heimamenn eru farnir að ókyrrast því Villarreal hefur byrjað seinni hálfleikinn mjög vel.Hálfleikur: Arsenal er í góðum málum en hefði viljað vera búið að nýta eitthvað af fjölmörgum dauðafærum sínum. Villarreal-menn gerðust ágengir í lok hálfleiksins og eru alltaf hættulegir. 35. mín - Theo Walcott hefur svo sannarlega verið maður þessa leiks en hann hefur hvað eftir skapað mikla hættu fyrir vörn Villarreal. 31. mín - Mikael Silvestre er kominn með gult spjald. 30. mín - Arsenal kemst mjög nálægt því að bæta við marki. Fyrst ver Diego Lopez aukaspyrnu frá Robin van Persie og síðan bjargar Gonzalo Rodriguez á marklínu eftir að Emannuel Adebayor hafði fylgt á eftir. 10. mín. - 1-0 - Stórsókn Arsenal ber árangur þegar Theo Walcott kemur liðinu í 1-0. Fabregas á frábæra sendingu inn fyrir og walcott lyftir boltanum yfir markvörðinn. 5. mín. - Arsenal byrjar betur og það er greinilega að Arsene Wenger ætlar ekki að láta sína menn spila upp á jafntefli. Vörn Arsenal er gerbreytt frá því í fyrri leiknum. Bacary Sagna er með vírussíkingu og getur ekki spilað. Hann bætist því í hóp með Manuel Almunia, William Gallas, Gael Clichy og Johan Djourou sem eru allir meiddir. Lucasz Fabianski, Mikael Silvestre, Emmanuel Eboue og Keiron Gibbs koma inn í liðið. Marcos Senna er ekki með Villarreal vegna meiðsla og kemur Bruno inn fyrir hann. Robert Pires er líka í byrjunarliðinu ólíkt því sem var í fyrri leiknum en hann kemur í staðinn fyrir Joseba Llorente og þá er Mati Fernandez í liði Villarreal í stað Ariel Ibagaza. Byrjunarliðin Arsenal: Fabianski, Eboue, Toure, Silvestre, Gibbs, Walcott, Nasri, Fabregas, Song, Van Persie, Adebayor. Villarreal: Diego Lopez, Angel Lopez, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Bruno, Eguren, Fernandez, Pires, Rossi. Fyrir leik Arsenal er búið að leiki 23 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa. Arsenal nálgast óðum met Bayern Munchen sem lék 29 heimaleiki í röð án þess að tapa á árunum 1998 til 2002. Arsenal hefur haldið hreinu í síðustu fjórum heimaleikjum í Meistaradeildinni en liðið er öruggt áfram takist Arsenal-vörninni að halda hreinu í kvöld. Villarreal er búið að gera jafntefli í 57 prósent leikja sinna í Meistaradeildinni í vetur. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Villarreal tekur þátt í Meistaradeildinni og í hitt skiptið komst liðið alla leið í undanúrslitin. Tveir leikmenn Villarreal léku áður með Arsenal en það eru Pascal Cygan og Robert Pires. Arsenal þarf að passa upp á varamenn Villarreal sem hafa skorað sex mörk í keppninni. Markahæsti maður Villarreal, Joseba Llorente, hefur þannig skorað öll fjögur mörkin sín eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Sjá meira