Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arsenal hræðist ekki Milan

    Cesc Fabregas, leikmaður Arsenal, segir að sínir menn mæti óttalausir til leiks í seinni leiknum gegn AC Milan. Fyrri leikurinn sem fram fór á Englandi endaði með markalausu jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spalletti vill skora á Spáni

    Luciano Spalletti, þjálfari Roma, segist ekki ætla að láta sína menn liggja til baka og reyna verja forskot sitt á morgun. Þá mætir liðið Real Madrid á útivelli en Roma vann heimaleikinn 2-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Getur gert mark úr engu

    Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gerir fátt annað þessa dagana en að hrósa sóknarmanninum Karim Benzema hjá Lyon.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Celtic getur lært af Atletico Madrid

    Forráðamenn og leikmenn Celtic hafa væntanlega verið límdir við skjáinn er Atletico Madrid vann góðan 4-2 sigur á Barcelona sem mætir einmitt Celtic í Meistaradeildinni í vikunni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Scholes yrði í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum

    Sir Alex Ferguson segist ekki láta tilfinningarnar ráða ferðinni þegar kemur að því að velja lið sitt, en hann viðurkennir að það væri freistandi að leyfa Paul Scholes að vera í byrjunarliðinu ef Manchester United næði í úrslit Meistaradeildarinnar í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Seedorf tæpur fyrir leikinn gegn Arsenal

    Hollendingurinn Clarence Seedorf mun líklega missa af síðari leik AC Milan og Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Miðjumaðurinn Emerton verður ekki með í leiknum, en landi hans Kaka verður líklega búinn að jafna sig á meiðslum eftir að hann var hvíldur í deildarleik um helgina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Forseti Lyon ósáttur við Ferguson

    Jean-Michel Aulas, forseti franska félagsins Lyon, segir Alex Ferguson hjá Manchester United vera að reyna að koma framherjanum magnaða Karim Benzema úr jafnvægi með því að lýsa yfir áhuga á honum í blaðaviðtölum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti reiknar með Kaka

    Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, segist sannfærður um að brasilíski snillingurinn Kaka verði tilbúinn í slaginn fyrir seinni viðureignina gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan tæpur fyrir síðari leikinn gegn Liverpool

    Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic gæti misst af síðari leik Inter og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna hnémeiðsla. Hann missir væntanlega af leik Inter og Roma í A-deildinni annað kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    AC Milan án Kaka gegn Arsenal?

    Svo gæti farið að hinn brasilíski Kaka verði ekki með AC Milan í seinni leiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Kaka hefur verið að glíma við hnémeiðsli síðustu mánuði en hefur hinsvegar getað leikið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferguson: Benzema er frábær

    Sir Alex Ferguson var ánægður með baráttu sinna manna í Manchester United í kvöld eftir að þeir lentu marki undir gegn Lyon en náðu að jafna og hafa góða stöðu fyrir síðari leikinn á Englandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger nokkuð sáttur

    Arsene Wenger var mjög sáttur við frammistöðu sinna manna í Arsenal í jafnteflinu við AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld en sagði súrt að ná ekki að nýta færin. Hann er bjartsýnn á síðari leikinn í Mílanó.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafnt hjá Arsenal og Man Utd

    Arsenal og Manchester United þurftu bæði að sætta sig við jafntefli í fyrri leikjum sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld, en Barcelona landaði góðum sigri í Skotlandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Celtic hefur yfir gegn Barcelona

    Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Glasgow Celtic hefur yfir 2-1 á heimavelli gegn Barcelona í hörkuleik þar sem heimamenn hafa skorað úr báðum færum sínum í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: AC Milan stærsta prófraunin

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sínir menn muni fá sína erfiðustu prófraun gegn Evrópumeisturum AC Milan en liðin mætast í Lundúnum í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gerrard: Materazzi átti skilið að fá rautt

    Rafa Benitez létti af sér nokkra pressu í kvöld þegar lið hans Liverpool vann 2-0 sigur á Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benitez er þó með báða fætur á jörðinni og segir mikið eftir í einvíginu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Liverpool í vænlegri stöðu

    Liverpool komst í kvöld í vænlega stöðu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 2-0 sigri á Inter Milan í fyrri leik liðanna sem fram fór á Anfield. Leikmenn Liverpool voru manni fleiri síðasta klukkutímann í leiknum og þeir Dirk Kuyt og Steven Gerrard nýttu hann með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stuðningsmaður stunginn í Róm

    Ungur stuðningsmaður Real Madrid liggur nú á sjúkrahúsi í Róm eftir að hafa verið stunginn. Þetta kemur fram á ítölskum fréttamiðlum í kvöld. Maðurinn ungi var fluttur á sjúkrahús en engar frekari fregnir hafa borist af líðan hans. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kemur til átaka í Róm í tengslum við knattspyrnuleiki í borginni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Milan er sigurstranglegra

    Arsene Wenger viðurkennir að Evrópumeistarar AC Milan verði að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni við sína menn í Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram á Emirates í London á miðvikudagskvöldið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Við getum unnið Milan

    Arsene Wenger er spenntur fyrir mótherjum Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir sjálfum Evrópumeisturunum, AC Milan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hugsanlega erfiðustu mótherjarnir

    Sir Alex Ferguson fullyrðir að mótherjar Manchester United í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, franska liðið Lyon, sé einn erfiðasti mótherjinn sem lið hans hefði geta fengið í drættinum í dag.

    Fótbolti