Wenger og Rijkaard fá eins leiks bann Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Frank Rijkaard hjá Barcelona munu báðir fá sjálfkrafa eins leiks bann fyrir brottvísanir sínar í Meistaradeildinni í vikunni. Fótbolti 29. nóvember 2007 12:40
Þessi var fyrir stuðningsmennina Rafa Benitez, stjóri Liverpool, tileinkaði stuðningsmönnum liðsins 4-1 sigurinn á Porto í Meistaradeildinni í kvöld. Fótbolti 28. nóvember 2007 23:04
Góður endasprettur tryggði Liverpool sigur Liverpool heldur enn í vonina um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 4-1 sigur á Porto í kvöld þar sem góður endasprettur enska liðsins gerði útslagið. Fótbolti 28. nóvember 2007 21:30
1-1 á Anfield í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sem standa yfir í Meistaradeild Evrópu. Liverpool og Porto standa jöfn 1-1 í hálfleik þar sem Torres kom heimamönnum yfir á 19. mínútu en eftir það hresstust gestirnir og Lopez jafnaði með laglegum skalla eftir 33 mínútur. Fótbolti 28. nóvember 2007 20:30
Stuðningsmenn Liverpool styðja Benitez Stuðningsmenn Liverpool munu í kvöld marsera til stuðnings Rafa Benitez knattspyrnustjóra fyrir leik liðsins gegn Porto í A-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Fótbolti 28. nóvember 2007 19:14
Stuðningsmenn Liverpool fylkjast um Benitez Allt að fimm þúsund stuðningsmenn Liverpool munu taka þátt í göngu á leik Liverpool í Meistaradeild Evrópu í kvöld til stuðnings Rafael Benitez knattspyrnustjóra. Enski boltinn 28. nóvember 2007 09:55
Rangers þarf stig í lokaleiknum Barcelona hefur tryggt sér sigur í E-riðli Meistaradeildar Evrópu en baráttan um annað sætið stendur á milli Glasgow Rangers og Lyon. Fótbolti 27. nóvember 2007 22:46
Fyrsta tap Arsenal á tímabilinu Tap Arsenal fyrir Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld var fyrsti tapleikur liðsins á tímabilinu. Spænska liðið var mun betra liðið í leiknum og átti þennan 3-1 sigur svo sannarlega skilið. Fótbolti 27. nóvember 2007 22:37
Náðum að snúa við blaðinu eftir slakan fyrri hálfleik „Ég er virkilega ánægður. Ekki bara útaf markinu heldur vegna þess að við unnum þennan leik," sagði Cristiano Ronaldo sem skoraði sigurmark Manchester United gegn Sporting Lissabon í kvöld. Fótbolti 27. nóvember 2007 22:21
Ronaldo tryggði United sigur Næstsíðasta umferðin í riðlum E - H í Meistaradeild Evrópu fór fram í kvöld. Cristiano Ronaldo tryggði Manchester United sigur á sínum gömlu félögum í Sporting Lissabon. Fótbolti 27. nóvember 2007 21:41
Hálfleikstölur í Meistaradeildinni Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Staðan er jöfn 1-1 í viðureign Lyon og Barcelona í Frakklandi. Fótbolti 27. nóvember 2007 20:30
Enn möguleikar hjá PSV Hollenska liðið PSV Eindhoven vann gríðarlega mikilvægan sigur á CSKA Moskvu á útivelli í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 27. nóvember 2007 19:15
Eiður í byrjunarliðinu Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona sem leikur gegn Lyon í Meistaradeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram í Frakklandi og hefst klukkan 19:45 en hann verður í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 27. nóvember 2007 18:49
Eiður Smári sagður taka stöðu Henry í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen verður í fremstu víglínu Barcelona í kvöld er liðið mætir Lyon í Meistaradeild Evrópu ef marka má spænska íþróttaritið Marca. Fótbolti 27. nóvember 2007 09:34
Eiður í hópi Börsunga Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Lyon í Meistaradeild Evrópu á morgun. Fótbolti 26. nóvember 2007 10:22
Binya fékk sex leikja bann fyrir tæklinguna Augustin Binya hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir tæklinguna hrottalegu í leik Benfica og Glasgow Celtic í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum. Fótbolti 16. nóvember 2007 12:46
Wenger var sáttur við stigið Arsene Wenger var ekki sérlega hrifinn af leik sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í gær en sagðist fyrst og fremst sáttur við að vera kominn áfram í keppninni. Fótbolti 8. nóvember 2007 10:27
Binya sér eftir tæklingunni ljótu Agustin Binya hjá Benfica segist sjá mikið eftir ljótri tæklingu sinni á Scott Brown hjá Celtic í leik liðanna í fyrrakvöld. Brown þurfti að fara meiddur af velli eftir árásina og Binya fékk að líta beint rautt spjald fyrir verknaðinn. Fótbolti 8. nóvember 2007 10:20
Ferguson vill ná toppsætinu Sir Alex Ferguson segir takmark Manchester United nú vera að ná efsta sætinu í F-riðli Meistaradeildarinnar eftir að liðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitunum með 4-0 sigri á Dynamo Kiev í gær. Fótbolti 8. nóvember 2007 10:14
Meistaradeildin: United og Arsenal áfram Ítarlega umfjöllun um alla leikina í Meistaradeild Evrópu í kvöld má finna hér. Fótbolti 7. nóvember 2007 21:43
Hrottaleg tækling til skoðunar hjá UEFA (myndband) Knattspyrnusamband Evrópu hefur staðfest að það muni rannsaka betur tæklinguna hrottalegu sem átti sér stað í leik Celtic og Benfica á Celtic Park í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti 7. nóvember 2007 15:24
Eiður verður á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen verður líklega á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Glasgow Rangers í Meistaradeildinni. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 19:45. Fótbolti 7. nóvember 2007 13:05
Spjörum okkur án Fabregas Arsene Wenger hefur ekki áhyggjur af leiknum við Slavia Prag í Meistaradeildinni í kvöld þó hann hafi ákveðið að hvíla hinn magnaða Cesc Fabregas í leiknum. Fótbolti 7. nóvember 2007 11:42
Liðin verða hrædd við okkur eftir þetta Rafa Benitez segir að 8-0 sigur lærisveina hans á Besiktas í Meistaradeildinni í gærkvöld muni gera það að verkum að mótherjar Liverpool eigi eftir að óttast þá í framtíðinni. Liverpool þarf að vinna tvo síðustu leiki sína í riðlinum til að fara áfram í keppninni. Fótbolti 7. nóvember 2007 10:31
Ancelotti hrósar Inzaghi „Pippo er sannur fagmaður. Hann var hreint magnaður í kvöld," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, um frammistöðu Filippo Inzaghi. Fótbolti 6. nóvember 2007 23:00
Rosenborg að koma á óvart Ronald Koeman fékk svo sannarlega ekki óskabyrjun sem þjálfari spænska liðsins Valencia. Hann stýrði liðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar það tók á móti norska liðinu Rosenborg og tapaði 0-2. Fótbolti 6. nóvember 2007 22:31
Benítez: Svona getum við spilað Athygli vakti að Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, stökk ekki bros á vör á bekknum þó hans menn væru að keyra yfir Besiktas í kvöld. Liverpool vann 8-0 sigur sem er stærsti sigur í sögu Meistaradeildarinnar. Fótbolti 6. nóvember 2007 22:01
Úrslit kvöldsins: Liverpool skoraði átta gegn Besiktas Seinni umferðin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í kvöld þegar leikið var í fjórum riðlum. Ísraelinn Yossi Benayoun skoraði þrennu þegar Liverpool rótburstaði Besiktas. Fótbolti 6. nóvember 2007 21:29
Liverpool 2-0 yfir í hálfleik Liverpool hefur 2-0 yfir í hálfleik gegn Besiktas í leiknum mikilvæga í Meistaradeildinni. Það stefnir því í að Liverpool vinni sinn fyrsta leik í keppninni þetta tímabilið. Fótbolti 6. nóvember 2007 20:30
Arsenal án lykilmanna í Prag Leikmenn Arsenal eru nú farnir til Prag í Tékklandi þar sem þeir mæta Sparta í Meistaradeildinni annað kvöld. Arsene Wenger verður án nokkurra lykilmanna í leiknum annað kvöld. Fótbolti 6. nóvember 2007 14:56