Þrumufleygur Foden skaut Guardiola loksins í undanúrslitin Manchester City er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta skipti undir stjórn Pep Guardiola eftir annan 2-1 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolti 14. apríl 2021 20:51
Dramatík fyrir utan Anfield: Skemmdarverk unnin á rútu Real Stuðningsmenn Liverpool brutu rúðu á rútu Real Madrid er þeir spænsku komu til Anfield í kvöld. Fótbolti 14. apríl 2021 18:46
„Pep ætti ekki að gagnrýna aðra“ Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætti ekki að gagnrýna aðra fyrir að eyða peningum í leikmenn. Fótbolti 14. apríl 2021 17:31
Sjáðu ótrúlegt mark Taremi, mark Bayern og skot Neymar sem höfnuðu í marksúlunum Porto og Bayern unnu 1-0 sigra á Chelsea og PSG í gærkvöld. Það dugði ekki til þar sem bæði liðin féllu úr leik en mörk gærkvöldsins má finna í fréttinni. Mark Porto er með flottari mörkum Meistaradeildarinnar í ár. Fótbolti 14. apríl 2021 14:30
Stuðningsmenn Dortmund skutu upp flugeldum fyrir utan hótel Man. City Stuðningsmenn Borussia Dortmund reyndu að leggja sínum mönnum lið með því skjóta upp flugeldum fyrir utan hótelið sem Manchester City dvelur. Liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 14. apríl 2021 13:31
Tuchel sagði Conceicao að „fokka sér“ Sergio Conceicao, knattspyrnustjóri Porto, segir að Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hafi sagt sér að fara til fjandans eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 14. apríl 2021 12:30
Liverpool reynir aftur við ókleifan spænskan hamar Í annað sinn á þremur árum þarf Liverpool að vinna upp forskot spænsks stórliðs til að komast áfram í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 14. apríl 2021 11:00
Skipting sem staðfesti óreiðuna hjá Bayern Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fótbolti 14. apríl 2021 10:31
„Dauðadómur“ fyrir Liverpool að fá á sig mark í kvöld „Það er nánast dauðadómur fyrir Liverpool að fá á sig mark í þessum leik,“ segir Jón Þór Hauksson um stórleik Liverpool og Real Madrid í kvöld, í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Fótbolti 14. apríl 2021 10:00
Chelsea oftast enskra liða í undanúrslit Þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli gegn Porto í gær í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu komst Chelsea samt sem áður í undanúrslit keppninnar. Er þetta í áttunda sinn sem Chelsea kemst þangað en engu liði hefur tekist það oftar. Fótbolti 14. apríl 2021 09:31
Telur sína menn ekki líklegasta til sigurs þó þeir hafi slegið út Evrópumeistarana Mauricio Pochettino tók ekki undir þá fullyrðingu að hans menn í Paris Saint-Germain væru líklegastir til að vinna Meistaradeild Evrópu eftir að liðið sló ríkjandi meistara Bayern út í gærkvöld. Fótbolti 14. apríl 2021 08:01
Tuchel segir það mikið afrek að komast í undanúrslitin Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var að vonum sáttur með það að vera kominn með liðið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Tuchel segir að sínir menn séu orðnir vanir stóru leikjunum. Fótbolti 13. apríl 2021 23:01
PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München. Fótbolti 13. apríl 2021 21:00
Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto í Kvöld. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og voru því í góðum málum fyrir leikinn í kvöld. Fótbolti 13. apríl 2021 21:00
Gulldrengurinn Mbappé Brasilíumaðurinn Neymar heldur vart vatni yfir samherja sínum Kylian Mbappé og hrósaði honum út í eitt er hann ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Bayern München í kvöld. Fótbolti 13. apríl 2021 14:31
Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2. Fótbolti 13. apríl 2021 10:00
Sergio Ramos er með veiruna Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, er með kórónuveiruna. Frá þessu var greint nú rétt í þessu. Fótbolti 13. apríl 2021 09:31
Óvissa með lykilmenn hjá PSG fyrir stórleikinn Mauricio Pochettino, stjóri PSG, segir að óvíst sé með framgöngu nokkurra lykilmanna hjá liðinu fyrir síðari leikinn gegn Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Fótbolti 12. apríl 2021 21:45
Góðhjartaði dómarinn fékk rautt spjald í Rúmeníu vegna áritunar Haalands Aðstoðardómarinn sem bað Erling Haaland um eiginhandaráritun eftir leik Manchester City og Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu hefur verið settur í tímabundið bann af rúmenska knattspyrnusambandinu. Fótbolti 9. apríl 2021 16:00
Sjáðu mörk Mbappés gegn Bayern og laglegan sprett Chilwells Það voru sjö mörk skoruð í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, í stórleik Bayern München og PSG í Þýskalandi og í viðureign Porto og Chelsea á Spáni. Mörkin má nú sjá hér á Vísi. Fótbolti 8. apríl 2021 11:31
Hjartnæm ástæða en dómaranum gæti verið refsað Það vakti mikla athygli í vikunni þegar það sást til rúmenska dómarans Octavian Sovre fá eiginhandaráritun hjá norsku fótboltastjörnunni Erling Braut Haaland. Sovre gerði þetta í þágu góðs málefnis en athæfið gæti dregið dilk á eftir sér. Fótbolti 8. apríl 2021 08:31
„Komumst ekki nálægt þeim“ Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að liðið hafi ekki náð að komast nálægt Real Madrid síðasta stundarfjórðunginn í leik liðanna í gær. Fótbolti 7. apríl 2021 22:30
Stórskotahríð Bayern en PSG yfir í hálfleik PSG er með 3-2 forystu fyrir síðari leikinn gegn Bayern Munchen í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir stórskotahríð Bæjara tókst þeim að tapa leiknum. Fótbolti 7. apríl 2021 20:53
Öflugur sigur Chelsea gegn Porto Chelsea er í góðri stöðu eftir sigur á Porto í fyrri leik liðanna átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en leikið var á hlutlausum velli í Sevilla á Spáni. Leikurinn telst þó útileikur fyrir Chelsea. Fótbolti 7. apríl 2021 20:49
Leikplanið var að sækja hratt á Liverpool Þýski miðjumaðurinn Toni Kroos var allt í öllu er Real Madrid vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði Real hafa lagt upp með að sækja hratt á Liverpool þegar tækifæri gáfust. Fótbolti 7. apríl 2021 17:01
Klopp kvartar yfir vellinum í Madríd: „Anfield er allavega alvöru leikvangur“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kvartaði yfir vellinum sem leikurinn gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gær fór fram á. Madrídingar unnu leikinn, 3-1, og eru í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem fer fram á Anfield eftir viku. Fótbolti 7. apríl 2021 15:31
Mun óvænt hetja PSG frá síðustu leiktíð bíta liðið í rassinn í kvöld? Í kvöld mætast Evrópumeistarar Bayern og Paris Saint-Germain í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Bayern hafði betur 1-0 þökk sé marki Kingsley Coman. Fótbolti 7. apríl 2021 14:00
Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Enski boltinn 7. apríl 2021 11:31
Sjáðu hvernig Vinícius fór með Liverpool og atvikið umdeilda í sigri City Öll mörkin úr leikjunum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld má nú sjá hér á Vísi. Real Madrid vann 3-1 sigur gegn Liverpool á Spáni en Manchester City tryggði sér 2-1 heimasigur gegn Dortmund á 90. mínútu. Fótbolti 7. apríl 2021 11:00
Aðstoðardómari fékk eiginhandaráritun Haalands eftir leik Stuðningsmenn Manchester City vonast til þess að Erling Braut Haaland skrifi undir samning hjá félaginu í sumar. Hann var vissulega með penna á lofti á Etihad-leikvanginum í gærkvöld en það var þó í öðrum og undarlegri tilgangi. Fótbolti 7. apríl 2021 08:30