Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Foden lét samfélagsmiðlateymið fjúka

    Phil Foden hefur sagt skilið við Ten Toes Media, fyrirtækið sem sá um samfélagsmiðla hans eftir færslu sem birtist á Twitter undir hans nafni í gær. Færslan var birt án samþykkis Foden, en í henni stóð einfaldlega: „Kylian Mbappé, ertu tilbúinn?“

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Æfur vegna eigin Twitterfærslu

    Phil Foden hefur átt frábært tímabil í vetur, eða frá því að hann heimsótti Ísland í september og varð uppvís að því að brjóta sóttvarnareglur með því að fá íslenskar konur í heimsókn á hótel enska landsliðsins. Nú er hann hins vegar æfur út í fyrirtækið sem sér um samfélagsmiðla hans.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Skipting sem stað­festi ó­reiðuna hjá Bayern

    Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea oftast enskra liða í undan­úr­slit

    Þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli gegn Porto í gær í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu komst Chelsea samt sem áður í undanúrslit keppninnar. Er þetta í áttunda sinn sem Chelsea kemst þangað en engu liði hefur tekist það oftar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik

    Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gull­drengurinn Mbappé

    Brasilíumaðurinn Neymar heldur vart vatni yfir samherja sínum Kylian Mbappé og hrósaði honum út í eitt er hann ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Bayern München í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld

    Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hjartnæm ástæða en dómaranum gæti verið refsað

    Það vakti mikla athygli í vikunni þegar það sást til rúmenska dómarans Octavian Sovre fá eiginhandaráritun hjá norsku fótboltastjörnunni Erling Braut Haaland. Sovre gerði þetta í þágu góðs málefnis en athæfið gæti dregið dilk á eftir sér.

    Fótbolti