Butler samdi við efsta lið vesturstrandar Caron Butler hefur samið við Oklahoma City Thunder, efsta lið vesturstrandar NBA körfuboltans. Er Butler ætlað að hjálpa Thunder að skora í úrslitakeppninni. Körfubolti 2. mars 2014 22:30
Númer Iverson híft upp í rjáfur NBA félagið Philadelpha 76ers heiðraði Allen Iverson í gærnótt þegar félagið lét hífa númer Iverson upp í rjáfur i Wells Fargo Center höllinni að viðstöddum 20.000 áhorfendum og auðvitað Iverson sjálfum. Körfubolti 2. mars 2014 20:15
Sami LeBron þrátt fyrir grímuna | Ariza sjóðandi LeBron James lætur nefbrot ekki stöðva sig en hann klikkaði úr aðeins fjórum skotum þegar Miami Heat lagði Orlando Magic í NBA körfuboltanum í nótt. Það var þó Trevor Ariza sem stal senunni í nótt en hann skoraði 40 stig fyrir Washington Wizards. Körfubolti 2. mars 2014 11:00
NBA: Durant með 30 stig í seinni hálfleik og loksins Þrumusigur Kevin Durant skoraði 30 stig í seinni hálfleik þegar Oklahoma City Thunder endaði þriggja leikja taphrinu, Stephen Curry var með þrennu í sigri Golden State Warriors í Madison Square Garden í New York, Kyrie Irving náði sinni fyrstu þrennu á ferlinum og Los Angeles Lakers liðið setti félagsmet með því að skora 19 þriggja stiga körfur. Körfubolti 1. mars 2014 11:00
NBA í nótt: Þríframlengt í Kanada Það vantaði ekki spennuna þegar Washington vann sigur á Toronto, 134-129, í þríframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 28. febrúar 2014 09:20
Treyjurnar hans Collins seljast rosalega vel Það vakti gríðarlega athygli þegar Jason Collins samdi við Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum en hann varð þar með fyrsti leikmaðurinn sem spilar í einum af fjórum stærstu atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum eftir að hafa komið út úr skápnum. Körfubolti 27. febrúar 2014 22:45
NBA í nótt: Þriðja tap Oklahoma City í röð Ekkert hefur gengið hjá Oklahoma City, efsta liði vesturdeildarinnar, eftir stjörnuhelgina í NBA-deildinni. Körfubolti 27. febrúar 2014 09:00
Fjögurra stiga línan er ekki á leiðinni í NBA Fáar breytingar hafa haft jafngóð áhrif á eina íþrótt og þegar körfuboltinn tók upp þriggja stiga línuna á áttunda áratugnum. Það er hinsvegar ekki von á fjögurra stiga línu í NBA-deildinni í körfubolta þrátt fyrir fréttir um annað í Bandaríkjunum. Körfubolti 26. febrúar 2014 22:45
„Ekki bera neinn saman við Michael Jordan“ Horace Grant, fjórfaldur NBA-meistari, var í opinskáu viðtali í gær, þar sem hann sagði frá nokkrum leyndarmálum og gaf sitt álit á fyrrum liðsfélögum. Körfubolti 26. febrúar 2014 10:06
NBA í nótt: Harden með 43 stig í þremur leikhlutum James Harden fór á kostum þegar Houston vann Sacramento, 129-103, í NBA-deildinni í körfubolta. Alls fóru sjö leikir fram í nótt. Körfubolti 26. febrúar 2014 09:00
Hótaði að skjóta eiginkonuna í hausinn Leikstjórnandi NBA-liðsins New York Knicks, Raymond Felton, er ekki í góðum málum. Hann var handtekinn í morgun og verður ákærður í nokkrum liðum. Körfubolti 25. febrúar 2014 23:30
Stóra barnið komið til Clippers Glen Davis er laus frá Orlando Magic og kominn aftur í faðm síns gamla þjálfara, Doc Rivers. Körfubolti 25. febrúar 2014 22:45
Heimsfriður án félags New York Knicks rifti í gær samningi þeirra Metta World Peace og Beno Udrih. Körfubolti 25. febrúar 2014 11:30
NBA í nótt: Flautukarfa Nowitzky tryggði Dallas sigur Dallas vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt er liðið vann nauman sigur á New York Knicks, 110-108. Körfubolti 25. febrúar 2014 09:00
Kobe hrósar Collins í hástert Blað var brotið í bandarískri íþróttasögu í gær þegar Jason Collins varð fyrsti yfirlýsti homminn til þess að spila leik í NBA-deildinni. Körfubolti 24. febrúar 2014 18:00
Fyrstur til að spila eftir að hafa komið úr skápnum Jason Collins braut í nótt blað í sögu NBA-deildarinnar er hann varð fyrstur til að spila í einni af stóru fjórum bandarísku atvinnumannadeildunum eftir að hafa komið úr skápnum. Körfubolti 24. febrúar 2014 09:00
Clippers vann topplið Oklahoma | Durant enn og aftur yfir 40 stigin Los Angeles Clippers gerði góða ferð til Oklahoma City í kvöld og vann topplið NBA-deildarinnar. Körfubolti 23. febrúar 2014 20:46
LeBron James útilokar ekki að spila í kvöld LeBron James, leikmaður Miami Heat, útilokar ekki að spila næstu leiki liðsins þrátt fyrir að vera með brotið nef. Körfubolti 23. febrúar 2014 13:45
NBA: Knicks tapaði enn einum leiknum | Love funheitur í Utah Ófarir New York Knicks á þessu tímabili halda áfram en liðið tapaði enn einum leiknum í nótt. Tapið í nótt var áttundi tapleikur liðsins í síðustu tíu leikjum og er liðið að falla úr myndinni í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 23. febrúar 2014 11:00
LeBron James nefbrotinn eftir höggið frá Ibaka LeBron James, leikmaður NBA-meistara Miami Heat, er nefbrotinn eftir högg sem hann fékk á andlitið á fimmtudaginn. Körfubolti 22. febrúar 2014 12:40
Frank Booker ætlar sér í NBA og ekkert minna "Ég græt stundum á næturnar yfir að hafa hann ekki hjá mér," segir móðir Franks Arons Booker sem er að gera það gott í bandaríska háskólakörfuboltanum. Körfubolti 21. febrúar 2014 00:01
Spilar Westbrook á ný með OKC á móti Miami Heat í kvöld? Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, snýr mögulega aftur í kvöld þegar Oklahoma City Thunder, liðið með besta árangurinn í NBA-deildinni, mætir NBA-meisturum Miami Heat í áhugaverðum leik. Körfubolti 20. febrúar 2014 14:45
NBA: Ástin réð hraðanum í Minnesota Kevin Love og Ricky Rubio áttu báðir stórleik þegar Minnesota Timberwolves vann Indiana Pacers í NBA-deildinni í nótt, Patty Mills er að gera góða hluti í fjarveru Tony Parker, Dwight Howard tók með sér sigur heim frá Los Angeles og stórleikur Carmelo Anthony rétt dugði Knicks. Körfubolti 20. febrúar 2014 08:00
Popovich: Parker er búinn á því, líkamlega og andlega Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio Spurs, var ekki með liðinu í nótt í sigrinum á Los Angeles Clippers og mun ennfremur missa af fleirum leikjum á næstunni. Körfubolti 19. febrúar 2014 10:00
NBA: LeBron James með 42 stiga leik í nótt LeBron James var í rosalegum ham í nótt þegar NBA-deildin í körfubolta fór af stað á ný eftir Stjörnuhelgina sem skiptir NBA-tímabilinu í tvennt. Körfubolti 19. febrúar 2014 07:24
Lamar Odom til Spánar - Mætir Jóni Arnóri í maí Lamar Odom, tvöfaldur NBA-meistari með Los Angeles Lakers, er búinn að semja við spænskt úrvalsdeildarlið. Körfubolti 18. febrúar 2014 11:15
Durant vill að gælunafn sitt sé Þjónninn Kevin Durant hefur átt frábært tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu í NBA-deildinni í körfubolta og er langstigahæsti leikmaður deildarinnar með 31,5 stig að meðaltali í leik. Körfubolti 18. febrúar 2014 09:00
Stuð á Stjörnuleiknum í New Orleans | Myndband Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fór fram í nótt þar sem Austurdeildin vann 163-155 sigur á Vesturdeildinni og endaði þriggja leikja taphrinu. Pharrell Williams fór á kostum fyrir leik. Körfubolti 17. febrúar 2014 08:15
Metin féllu í Stjörnuleik NBA í nótt og Austrið vann loksins Það var nóg af stigum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fór fram í New Orleans í nótt en Austurdeildin vann þá í fyrsta sinn síðan 2010. Körfubolti 17. febrúar 2014 07:41
Ég er ekki alki Glíma Dennis Rodman við Bakkus er orðin löng og ströng. Hann fór í meðferð á dögunum en þó ekki til þess að hætta að drekka. Körfubolti 15. febrúar 2014 22:30