NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Auðvelt í San Antonio

San Antonio Spurs fór hamförum gegn Los Angeles Clippers í öruggum sigri liðsins í NBA-deildinni í nótt. Sigurinn var síst of stór en Spurs leiddi með 35 stigum í hálfleik. Gestirnir frá Los Angeles reyndu nokkur áhlaup í seinni hálfleik en komust aldrei nálægt forskoti Spurs.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og Kevin Durant bestir í desember

LeBron James hjá Miami Heat og Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder voru valdir bestu leikmenn desember-mánaðar í NBA-deildinni í körfubolta. James var sá besti í Austurdeildinni en KD sá besti í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Bosh hetja Heat í Portland

LeBron James lék ekki með meisturum Miami Heat í NBA körfuboltanum í nótt sem lögðu Portland Trail Blazers að velli á útivelli 108-107. Chris Bosh átti stórleik fyrir Heat auk þess að tryggja sigurinn með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og Serena eru Íþróttafólk ársins hjá AP

Körfuboltamaðurinn LeBron James og tenniskonan Serena Williams voru valin íþróttakarl og íþróttakona ársins af AP-fréttstofunni. Bæði voru þau afar sigursæl á árinu og að mörgum talin vera þau bestu í heimi í sinni grein.

Sport
Fréttamynd

Endurhæfing Bryant gengur hægt

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers sat á hliðarlínunni í sex stiga tapi Lakers gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Aðeins níu dögum eftir að hafa snúið aftur frá meiðslum meiddist Bryant aftur í sigri á Memphis og verður hann frá frá í sex vikur.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltaveisla á Stöð 2 Sport á jóladag

Sannkölluð körfuboltaveisla verður á Stöð 2 Sport í kvöld. Að venju eru stórleikir í NBA-deildinni á jóladag en á milli leikja verður heimildarmyndin Ölli sýnd. Myndin fjallar um einn af efnilegustu körfuboltamönnum Íslands á sínum tíma.

Körfubolti
Fréttamynd

Býflugan snýr aftur

Árið 2002 gaf NBA-deildin borginni Charlotte loforð, borgin var að missa körfuboltaliðið Charlotte Hornets til New Orleans og markmiðið var að stofna nýtt lið í borginni.

Körfubolti