NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Oladipo ætlar í NBA-nýliðavalið

Háskólakörfuboltinn er búinn í ár og nú byrja vangaveltur um hvaða ungstirni ætla sér að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar. Margir sterkir leikmenn íhuga að taka slaginn og einn besti leikmaður háskólaboltans í vetur, Victor Oladipo, hefur ákveðið að kveðja Indiana-háskólann.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers í bílstjórasætið

Kobe Bryant skoraði 23 stig í fjórða leikhluta þegar L.A. Lakers lagði New Orleans Hornets á heimavelli sínum 104-96. Sigurinn kom Kaliforníuliðinu í áttunda sæti Vesturdeildar, hið síðasta sem gefur sæti í úrslitakeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Veik von Dallas lifir

Dallas Mavericks heldur í örlitla von um sæti í úrslitakeppni NBA-körfuboltans eftir heimasigur á Portland Trail Blazers 96-91 í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Tuttugu heimasigrar í röð í þunna loftinu

Denver Nuggets hélt áfram magnaði sigurgöngu sinni í þunna loftinu í Colorado í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, LeBron James snéri aftur í lið Miami Heat eftir þriggja leikja fjarveru og Rick Adelman, þjálfari Minnesota Timberwolves, stýrði NBA-liði til sigurs í þúsundasta sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sá besti fimmta mánuðinn í röð

LeBron James var útnefndur besti leikmaður marsmánaðar í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem hann hlýtur verðlaunin.

Körfubolti
Fréttamynd

Rændu heimili Bosh en létu NBA-hringinn hans vera

Chris Bosh, einn af stjörnuleikmönnum NBA-meistara Miami Heat, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í vikunni þegar hann kom heim úr afmælisveislu sinni. Á meðan veislunni stóð höfðu nefnilega bíræfnir þjófar látið greipar sópa í skartgripasafni heimilisins.

Körfubolti
Fréttamynd

Treyjan hans Shaq snýr öfugt

Forráðamenn Los Angeles Lakers gerðu sig seka um klaufaleg mistök þegar þeir hengdu treyju Shaquille O'Neal upp í rjáfur í Staples Center höllinni í Los Angeles í vikunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Treyja Shaq hengd upp hjá Lakers

LA Lakers ákvað að heiðra Shaquille O'Neal í gær með því að hengja upp treyju með númerinu hans, 34. Með því er ljóst að enginn annar leikmaður Lakers mun aftur bera það númer á sinni treyju.

Körfubolti
Fréttamynd

J.R. Smith og Jefferson bestir í NBA

J.R. Smith hjá New York Knicks og Al Jefferson hjá Utah Jazz voru í kvöld valdir bestu leikmenn NBA-deildarinnar í körfubolta í síðustu viku, Smith í Austurdeildinni en Jefferson í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Bosh tryggði Heat sigurinn á Spurs

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna frábæran sigur Miami Heat gegn San Antonio Spurs, 88-86, á útivelli en það var Chris Bosh, leikmaður Miami Heat sem tryggði gestunum sigur með þriggja stiga körfu þegar ein sekúnda var eftir af leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Komst upp með að slá dómara í NBA-leik

Carlos Boozer komst upp með það að slá einn af þremur dómurum í leik Chicago Bulls og Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrinótt . Sá hinn sami sýndi þó mikið jafnaðargeð og refsaði Boozer ekki fyrir.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe Bryant komst upp fyrir Wilt á öðrum fætinum

Kobe Bryant leiddi Los Angeles Lakers til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera augljóslega að drepast í öðrum fætinum. Lakers vann þarna mikilvægan sigur því samkeppnisaðilarnir um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina, Dallas og Utah, unnu líka sína leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

Segist vera sá fljótasti í NBA

John Wall, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, er ekki sammála þeirri fullyrðingu að Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder sé fljótasti leikmaðurinn í NBA-deildinni í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Bryant á hækjum eftir tap Lakers

Los Angeles Lakers tapaði í nótt á móti Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og það sem verra er að Kobe Bryant yfirgaf höllina í Milwaukee á hækjum eftir að hafa meiðst í leiknum.

Körfubolti