NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Anthony skoraði 33 stig í góðum sigri New York

Carmelo Anthony skoraði 21 af alls 33 stigum sínum í fjórða leikhluta í 104-95 sigri New York gegn New Jersey í NBA deildinni í gær. Fjölmargir leikir fóru fram í nótt en það fer að styttast í lok deildarkeppninnar og liðin keppast um að bæta stöðu sína fyrir úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Verður liðið hans Jordans það lélegasta í sögu NBA deildarinnar?

Charlotte Bobcats er á góðri leið með að slá met í NBA deildinni sem ekkert lið vill eiga. Bobcats, sem er í eigu Michael Jordan, er aðeins með 10,6% vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur og er það slakasti árangur allra tíma. Það eru aðeins sex leikir eftir hjá Charlotte Bobcats á leiktíðinni og ef liðið tapar þeim öllum þá slær það met sem er í eigu Philadelphia 76ers frá tímabilinu 1972-1973 þegar liðið var með aðeins 11% vinningshlutfall.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Boston vann Miami

Rajon Rondo fór mikinn þegar að Boston vann sigur á sterku liði Miami, 115-107, í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru sex leikir fram í deildinni í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Lamar Odom hættur hjá Dallas

Núverandi NBA-meistaralið, Dallas Mavericks, varð í dag fyrir áfalli þegar tilkynnt var að Lamar Odom, leikmaður liðsins, myndi ekki spila meira með liðinu á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ellefti sigur San Antonio í röð | Miami vinnur áfram án Wade

San Antonio Spurs gefur ekkert eftir á toppi Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn ellefta leik í röð í nótt. Boston Celtics og Miami Heat unnu bæði sína leiki og Oklahoma City Thunder tókst að enda þriggja taphrinu sína en hún hafði kostað liðið efsta sætið í Vestrinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe missti af fyrsta leiknum í tvö ár og Lakers tapaði

Fjölmargir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Lakers tapaði án Kobe Bryant, Boston Celtics vann flottan sigur á Indiana Pacers, Los Angeles Clippers er áfram í góðum gír eftir áttunda sigurinn í níu leikjum, Memphis Grizzlies vann Dallas Mavericks og Orlando Magic náði að enda fimm leikja taphrinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Memphis Grizzlies keyrði yfir Miami | Aldrige hetja Portland

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram 11 leikir. Stórleikur kvöldsins var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport þegar Miami Heat tók á móti Memphis Grizzlies. Gestirnir tóku völdin alveg frá byrjun og réðu ferðinni allan leikinn. Rudy Gay var góður í lið Memphis og fór fyrir sínu liði en hann gerði 17 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: LeBron með 41 stig í sigri Miami Heat

LeBron James var öflugur þegar Miami Heat tryggði sér sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigri á Philadelphia 76ers í nótt. Kobe Bryant skoraði mikilvægan þrist í blálokin á sigri Los Angeles Lakers á New Jersey Nets, Orlando Magic tapaði fjórða leiknum í röð og San Antonio Spurs vann áttunda leikinn sinn í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Rondo með þrennu í stórsigri Boston á Miami

Miami Heat og Chicago Bulls, tvö efstu liðin í Austurdeildinni, þurftu bæði að sætta sig við stóra skelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Kobe Bryant skoraði 40 stig í sigri Los Angeles Lakers og Orlando Magic tapaði sínum þriðja leik í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Stal taco af veitingastað og flúði

Erving Walker, bakvörður Flórída-háskólans, virðist ekki vera beittasti hnífurinn í skúffunni en hann gerði sér lítið fyrir og stal 380 króna taco af veitingastað og flúði síðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe gat ekkert en tryggði Lakers samt sigur

Kobe Bryant er engum líkur. Hann átti algjörlega skelfilegan leik gegn New Orleans í kvöld en afgreiddi samt leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu. Kobe klúðraði 18 (þetta er ekki innsláttarvilla) fyrstu skotum sínum í leiknum.

Körfubolti