Fyrrum leikmaður Jazz handtekinn með fullt hús af kannabisplöntum Lögreglan í Púerto Ríkó hefur handtekið Jose Ortiz, fyrrum leikmann NBA-liðsins Utah Jazz, en 218 maríjúana-plöntur fundust á heimili hans. Körfubolti 1. júlí 2011 18:00
NBA leikmenn í verkfall - deilan í hnút Leikmannasamtökin í NBA deildinni í körfubolta gefa ekkert eftir í kjaraviðræðum við NBA deildina og það er ljóst að á miðnætti í kvöld skellur á verkfall – það fyrsta í 13 ár. David Stern framkvæmdastjóri NBA deildarinnar tilkynnti í gær að þriggja tíma samningafundur hefði ekki skilað árangri og næsta skref væri verkfall leikmanna sem hefst á miðnætti. Körfubolti 1. júlí 2011 12:45
Gríðarlegur taprekstur hjá 22 NBA liðum Forráðamenn NBA deildarinnar standa í ströngu þessa dagana í viðræðum sínum við leikmannasamtök deildarinnar. Núgildandi samningur NBA við leikmannasamtökin er að renna út og hafa viðræður gengið hægt um nýjan samning. NBA liðin töpuðu samtals um 300 milljónum bandaríkjadala á síðasta rekstrarári, eða rétt um 35 milljörðum kr. og er ljóst að eigendurnir vilja draga úr launakostnaði og hagræða í rekstrinum. Körfubolti 30. júní 2011 12:45
Arenas farinn að planka Körfuboltastjarnan óstýriláta, Gilbert Arenas, fylgir straumnum og hann er nú farinn að planka líkt og óður væri. Hann birtir ansi skemmtilegar myndir af sér að planka á Twitter-síðu sinni. Körfubolti 28. júní 2011 14:30
Artest vill heita Metta World Peace Körfuboltakappinn Ron Artest hjá Los Angeles Lakers fer sínar eigin leiðir og nú hefur hann formlega sótt um að breyta nafni sínu í "Metta World Peace." Körfubolti 24. júní 2011 23:30
Irving valinn fyrstur í nýliðavali NBA Cleveland Cavaliers átti fyrsta valrétt í nýliðavali NBA og það kom fáum á óvart að félagið valdi leikstjórnandann Kyrie Irving frá Duke-háskólanum. Körfubolti 24. júní 2011 11:30
Fer Steve Nash til New York Knicks? Steve Nash, sem tvívegis hefur verið valinn besti leikmaður NBA deildarinnar, hefur ekki náð því að vinna meistaratitil líkt og fyrrum liðsfélagi hans hjá Dallas – Dirk Nowitzki. Nash hefur leikið með Phoenix Suns undanfarin ár og samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð. Körfubolti 21. júní 2011 15:00
Kynlífsmyndband með Shaq nefnt í tengslum við mannrán Þótt körfuboltastjarnan Shaquille o'Neal hafi lagt skóna á hilluna er hann ekki horfinn af forsíðum dagblaðanna. Nú hefur nafn hans verið nefnt í kæru á hendur sjö mönnum sem rændu og börðu Robert nokkurn Ross árið 2008. Ross segir mennina hafa verið á höttunum eftir kynlífsmyndbandi með O'Neal. Körfubolti 17. júní 2011 16:00
Fá leikmenn Dallas ekki meistarahringa? Mark Cuban eigandi Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari á dögunum segist ekki ætla að láta framleiða hringa fyrir leikmenn sína. Sigurvegarar í NBA-deildinni hafa frá upphafsárum deildarinnar fengið hringa frá eigendum sínum sem tákn um afrekið. Cuban segir hringa vera gamaldags. Körfubolti 16. júní 2011 23:30
Dagblað óskar Miami Heat til hamingju með titilinn Tap Miami gegn Dallas í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn fór framhjá fæstum í sólskinsfylkinu Flórída. Þó tókst dagblaðinu The Miami Herald að klúðra málinu. Blaðið birti auglýsingu þar sem liðinu var óskað til hamingju með titilinn, sem það vann ekki. Körfubolti 15. júní 2011 09:45
Kidd elsti leikstjórnandinn til þess að vinna NBA Með NBA-meistaratitli Dallas Mavericks varð Jason Kidd elsti leikstjórnandi meistaraliðs í sögu deildarinnar. Kidd sem er 38 ára bætti aldursmet Ron Harper frá árinu 2000. Körfubolti 14. júní 2011 22:00
Þjóðverjar fagna árangri Nowitzki Aldrei þessu vant komst körfubolti á forsíðu íþróttablaðs Bild, mest lesna dagblaðs Þýskalands, í gær. Ástæðan að sjálfsögðu sigur Dallas Mavericks í NBA-körfuboltanum með Þjóðverjann Dirk Nowitzki fremstan í flokki. Körfubolti 14. júní 2011 11:00
Nowitzki skoraði jafnmikið í fjórða og súperstjörnur Miami til samans Dirk Nowitzki fór á kostum þegar Dallas Mavericks liðið tryggði sér NBA-meistaratitilinn með því að vinna 105-95 sigur á Miami Heat í nótt í sjötta og síðasta leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Dallas vann þar með einvígið 4-2 og fagnaði sínum fyrsta NBA-meistaratitli frá upphafi. Körfubolti 13. júní 2011 20:45
Dallas Mavericks NBA-meistarar árið 2011 Dallas Mavericks varð í nótt NBA meistari eftir að hafa unnið Miami Heat, 105-95, í sjötta leik liðanna og því sigraði Dallas 4-2 í úrslitaeinvíginu. Körfubolti 13. júní 2011 09:00
Nowitzki: Barnaleg hegðun sem hefur ekki áhrif á mig Dirk Nowitzki, leikmaður Dallas Mavericks, hefur nú svarað þeim Dwyane Wade og LeBron James eftir að þeir gerðu grín af Þjóðverjanum vegna flensu sem hann fékk fyrir fjórða leik liðanna um NBA meistaratitilinn. Körfubolti 12. júní 2011 22:30
Nate Robinson tekinn fyrir að létta af sér Nate Robinson, leikmaður Oklahoma City Thunder, var á dögunum tekinn fyrir að pissa á almannafæri í úthverfi New York. Körfubolti 12. júní 2011 11:30
Dallas komið í 3-2 eftir sigur á Miami í nótt Dallas Mavericks sigraði Miami Heat 112-103 í fimmtu viðureign liðanna í úrslitum NBA körfuboltans í nótt. Leikið var í Dallas. Dallas leiðir 3-2 í einvíginu en sjötti og mögulegur sjöundi leikur fara fram í Miami. Körfubolti 10. júní 2011 09:00
James: Það er kominn tími á að ég fari að gera eitthvað LeBron James, leikmaður Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur mátt þola harða gagnrýni í bandarískum fjölmiðlum eftir frammistöðu sína í leik fjögur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Dallas Mavericks. Fimmti leikurinn og sá síðasti í Dallas er í kvöld í beinni á Stöð 2 Sport klukkan eitt en staðan í einvíginu er 2-2. Körfubolti 9. júní 2011 22:45
Arenas sektaður fyrir ummæli á Twitter Gilbert Arenas leikmaður Orlando Magic var í síðustu viku sektaður af NBA deildinni fyrir ummæli sín á Twitter. Hann baðst afsökunar á ummælunum á sömu samskiptasíðu og óskaði eftir reglum NBA deildarinnar um leyfilega hegðun á samskiptasíðum. Körfubolti 9. júní 2011 19:30
Jackson mun ekki hlusta á afsakanir Mark Jackson, nýráðinn þjálfari Golden State Warriors í NBA körfuboltanum, segist ekki ætla að nota skort á hávöxnum leikmönnum sem afsökun. Jackson segist myndu þiggja meiri hæð í liðið en þó væri vel hægt að ná árangri án afgerandi leikmanns í teignum. Körfubolti 8. júní 2011 23:00
Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Körfubolti 8. júní 2011 09:00
Fær Isiah Thomas tækifæri hjá Detroit Pistons? Joe Dumars, framkvæmdastjóri NBA liðsins Detroit Pistons, er í leit að þjálfara fyrir liðið og þarf eitthvað mikið að gerast á þeim vígstöðvum þar sem að gengi liðsins hefur verið afleitt. Dumars mun ræða formlega við þrjá aðila á næstunni, Mike Woodson, Kelvin Sampson og Bill Laimbeer sem var liðsfélagai Dumars á árum áður þegar Detroit vann fyrstu NBA titla félagsins. Körfubolti 7. júní 2011 15:00
NBA: Chris Bosh er klár í slaginn gegn Dallas í kvöld Chris Bosh leikmaður Miami Heat er klár í slaginn í kvöld þegar fjórði leikurinn í úrslitum NBA deildarinnar fer fram en Miami er 2-1 yfir gegn Dallas Mavericks. Bosh meiddist í þriðja leiknum þegar hann fékk putta í vinstra augað en hann kláraði samt leikinn og skoraði hann mikilvæga körfu undir lok leiksins sem reyndist vera sigurkarfan í 88-86 sigri liðsins. Körfubolti 7. júní 2011 13:00
Jackson mun þjálfa Golden State Golden State Warriors hefur ráðið Mark Jackson sem þjálfara NBA liðsins en hann hefur aldrei þjálfað NBA lið áður. Jackson lék í 17 ár sem leikstjórnandi í deildinni með New York, Clippers, Indiana, Denver, Toronto, Utah og Houston. Á undanförnum árum hefur hann starfað sem körfubolta sérfræðingur í sjónvarpi. Jackson er þriðji á lista yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA deildarinnar frá upphafi en hann var valinn nýliði ársins vorið 1988. Körfubolti 7. júní 2011 11:45
Búið að reka þjálfara Pistons Hinn nýi eigandi Detroit Pistons, Tom Gores, var ekki lengi að láta til sín taka hjá félaginu því aðeins fjórum dögum eftir að hann eignaðist félagið var hann búinn að reka þjálfarann, John Kuester. Körfubolti 6. júní 2011 12:00
Miami komið í bílstjórasætið Miami Heat komst í nótt í 2-1 forystu í einvíginu gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn. Miami vann þá tveggja stgia sigur, 88-86, i æsispennandi leik sem fram fór í Dallas. Körfubolti 6. júní 2011 09:04
Shaq ætlar ekki að fara út í þjálfun Shaquille O´Neal tilkynnti á Twitter að hann væri hættur í körfubolta en hann er nú farinn að mæta í viðtöl til þess að ræða um ákvörðun sína. Körfubolti 3. júní 2011 18:45
Dallas jafnaði metin í Miami Dallas Mavericks jafnaði í nótt metin í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur á Miami á útivelli, 95-93, í frábærum leik. Staðan er því 1-1 í rimmu liðanna en næstu þrír leikir liðanna fara fram í Dallas. Körfubolti 3. júní 2011 09:00
Lakers-menn ætla að hengja treyju Shaq upp í Staples Center Shaquille O'Neal lagði óvænt skóna á hilluna í gær en hann setti tilkynninguna sína út í loftið á twitter-síðu sinni. O'Neal sem er orðinn 39 ára gamall reyndi fyrir sér hjá Boston Celtics á þessu tímabili en spilaði lítið vegna sífelldra meiðsla. Körfubolti 2. júní 2011 23:00
Spænska undrabarnið Rubio spilar í NBA-deildinni á næsta tímabili Spænski bakvörðurinn Ricky Rubio er bara tvítugur en það eru samt liðin tvö ár síðan að Minnesota Timberwolves valdi hann í nýliðavali NBA-deildarinnar. Rubio hefur ekki viljað koma til Bandaríkjanna fyrr en nú en hann hefur samþykkt að spila með Timberwolves-liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 2. júní 2011 19:00