NBA: 40 stig frá LeBron ekki nóg fyrir Miami | Thunder vann Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 09:00 Lebron James og Dwayne Wade. Mynd/AP Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í DallasBrandon Jennings skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 105-97 sigur á Miami Heat og hefur þar með unnið stórstjörnuliðið tvisvar í vetur. LeBron James var með 40 stig þar af 24 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Dwyane Wade skoraði 23 stig. Drew Gooden skoraði 17 stig fyrir Bucks sem vann sinn þriðja leik í röð.Russell Westbrook skoraði 33 stig og Kevin Durant var með 23 stig og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 95-86 útisigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Dallas-liðið hitti aðeins úr 8 af 38 skotum sínum í seinni hálfleik. Jason Terry var með 26 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki hitti aðeins úr 2 af 15 skotum og endaði aðeins með 8 stig.Andre Iguodala og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig þegar Philadelphia 76ers vann 98-82 sigur á toppliði Austurdeildarinnar Chicago Bulls. Lavoy Allen og Lou Williams skiluðu báðir 14 stigum af bekknum hjá 76ers en hjá Chicago var C.J Watson með 20 stig og Derrick Rose skoraði 18 stig.Chris Paul var með 34 stig og Blake Griffin skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 107-105 útisigur á Utah Jazz en Clippers-liðið hafði tapað 16 leikjum í röð í Salt Lake City. Al Jefferson var með 27 stig og 12 fráköst hjá Utah.Ryan Anderson var með 23 stig þegar Orlando Magic endaði fjögurra leikja taphrinu sína með 109-103 sigri á Washington Wizards. Dwight Howard og J.J. Redick skoruðu báðir 21 stig fyrir Orlando en Nick Young var með 24 stig fyrir Washington og Rashard Lewis skoraði 20 stig á móti sínum gömlu félögum.Doug Collins og Andre Iquodala,Mynd/APPaul Pierce var með 17 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 100-64 sigur á Toronto Raptors og komst upp fyrir 50 prósent sigurhlutfall (11 sigrar, 10 töp) í aðeins annað skiptið í vetur. Ray Allen og Brandon Bass voru báðir með 12 stig fyrir Boston en Jerryd Bayless skoraði mest fyrir Toronto eða 14 stig.Danny Granger skoraði 29 af 36 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 109-99 sigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var með 20 stig og 9 stoðsendingar og hafði betur gegn Spánverjanum Ricky Rubio sem lét sér nægja 10 stig og 6 stoðsendingar. Kevin Love var með 21 stig og 17 fráköst hjá Minnesota.Steve Nash var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 120-103 sigur á New Orleans Hornets. Nash bætti jafnframt stoðsendingamet Kevin Johnson hjá Phoenix með því að gefa sína 6519. stoðsendingu með liðinu. Marcin Gortat var með 23 stig og 11 fráköst hjá Phoenix en Greivis Vasquez var með 20 stig og 12 stoðsendingar hjá New Orleans sem hefur tapað þremur í röð og 18 af síðustu 10 leikjum sínum.Tim Duncan skoraði 25 stig og Tony Parker var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 99-91 sigur á Houston Rockets. Spurs var 18 stigum undir í þriðja leikhlutanum en átti frábæran endasprett. Gary Neal skoraði 15 stig fyrir San Antonio en hjá Houston var Kevin Martin stigahæstur með 29 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash.Mynd/APPhiladelphia 76ers - Chicago Bulls 98-82 Orlando Magic - Washington Wizards 109-103 Boston Celtics - Toronto Raptors 100-64 New Jersey Nets - Detroit Pistons 99-96 Milwaukee Bucks - Miami Heat 105-97 New Orleans Hornets - Phoenix Suns 103-120 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 86-95 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 99-109 San Antonio Spurs - Houston Rockets 99-91 Portland Trail Blazers - Charlotte Bobcats 112-68 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 105-107 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira
Tvö efstu lið Austurdeildarinnar töpuðu bæði sínum leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt því Milwaukee Bucks vann Miami Heat í annað skiptið í vetur og Chicago Bulls steinlá á móti Philadelphia 76 ers. Orlando Magic vann loksins sigur og Oklahoma City Thunder vann meistarana í DallasBrandon Jennings skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 105-97 sigur á Miami Heat og hefur þar með unnið stórstjörnuliðið tvisvar í vetur. LeBron James var með 40 stig þar af 24 þeirra í fyrsta leikhlutanum. Dwyane Wade skoraði 23 stig. Drew Gooden skoraði 17 stig fyrir Bucks sem vann sinn þriðja leik í röð.Russell Westbrook skoraði 33 stig og Kevin Durant var með 23 stig og 13 fráköst þegar Oklahoma City Thunder vann 95-86 útisigur á NBA-meisturum Dallas Mavericks. Dallas-liðið hitti aðeins úr 8 af 38 skotum sínum í seinni hálfleik. Jason Terry var með 26 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki hitti aðeins úr 2 af 15 skotum og endaði aðeins með 8 stig.Andre Iguodala og Thaddeus Young voru báðir með 19 stig þegar Philadelphia 76ers vann 98-82 sigur á toppliði Austurdeildarinnar Chicago Bulls. Lavoy Allen og Lou Williams skiluðu báðir 14 stigum af bekknum hjá 76ers en hjá Chicago var C.J Watson með 20 stig og Derrick Rose skoraði 18 stig.Chris Paul var með 34 stig og Blake Griffin skoraði 31 stig þegar Los Angeles Clippers vann 107-105 útisigur á Utah Jazz en Clippers-liðið hafði tapað 16 leikjum í röð í Salt Lake City. Al Jefferson var með 27 stig og 12 fráköst hjá Utah.Ryan Anderson var með 23 stig þegar Orlando Magic endaði fjögurra leikja taphrinu sína með 109-103 sigri á Washington Wizards. Dwight Howard og J.J. Redick skoruðu báðir 21 stig fyrir Orlando en Nick Young var með 24 stig fyrir Washington og Rashard Lewis skoraði 20 stig á móti sínum gömlu félögum.Doug Collins og Andre Iquodala,Mynd/APPaul Pierce var með 17 stig og 8 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 100-64 sigur á Toronto Raptors og komst upp fyrir 50 prósent sigurhlutfall (11 sigrar, 10 töp) í aðeins annað skiptið í vetur. Ray Allen og Brandon Bass voru báðir með 12 stig fyrir Boston en Jerryd Bayless skoraði mest fyrir Toronto eða 14 stig.Danny Granger skoraði 29 af 36 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Indiana Pacers vann 109-99 sigur á Minnesota Timberwolves. Darren Collison var með 20 stig og 9 stoðsendingar og hafði betur gegn Spánverjanum Ricky Rubio sem lét sér nægja 10 stig og 6 stoðsendingar. Kevin Love var með 21 stig og 17 fráköst hjá Minnesota.Steve Nash var með 30 stig og 10 stoðsendingar þegar Phoenix Suns vann 120-103 sigur á New Orleans Hornets. Nash bætti jafnframt stoðsendingamet Kevin Johnson hjá Phoenix með því að gefa sína 6519. stoðsendingu með liðinu. Marcin Gortat var með 23 stig og 11 fráköst hjá Phoenix en Greivis Vasquez var með 20 stig og 12 stoðsendingar hjá New Orleans sem hefur tapað þremur í röð og 18 af síðustu 10 leikjum sínum.Tim Duncan skoraði 25 stig og Tony Parker var með 24 stig þegar San Antonio Spurs vann 99-91 sigur á Houston Rockets. Spurs var 18 stigum undir í þriðja leikhlutanum en átti frábæran endasprett. Gary Neal skoraði 15 stig fyrir San Antonio en hjá Houston var Kevin Martin stigahæstur með 29 stig. Úrslit úr öllum leikjum í NBA-deildinni í nótt:Steve Nash.Mynd/APPhiladelphia 76ers - Chicago Bulls 98-82 Orlando Magic - Washington Wizards 109-103 Boston Celtics - Toronto Raptors 100-64 New Jersey Nets - Detroit Pistons 99-96 Milwaukee Bucks - Miami Heat 105-97 New Orleans Hornets - Phoenix Suns 103-120 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 86-95 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 99-109 San Antonio Spurs - Houston Rockets 99-91 Portland Trail Blazers - Charlotte Bobcats 112-68 Utah Jazz - Los Angeles Clippers 105-107 Staðan í NBA-deildinni:Á nba.com eða yahoo.com
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Sjá meira