NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Blake Griffin troðslukóngurinn - myndband

Blake Griffin, leikmaður Los Angeles Clippers, gerði sér lítið fyrir og sigraði troðslukeppni NBA í nótt en um þessar mundir fer fram svokölluð stjörnuhelgi í Los Angeles þar sem allir bestu leikmenn deildarinnar keppa í allskyns þrautum.

Körfubolti
Fréttamynd

Meistaralið Lakers tapaði gegn lélegasta liði NBA deildarinnar

Að venju var nóg um að vera í NBA deildinni í körfuknattleik í gær þar sem 12 leikir fóru fram. Hlé verður nú gert á deildarkeppninni fram yfir næstu helgi en Stjörnuhelgi NBA deildarinnar fer fram um helgina. Meistaralið LA Lakers er langt frá sínu besta þessa dagana og í gær tapaði Lakers gegn slakasta liði deildarinnar, Cleveland, á útivelli 104-99. „Við fórum í Stjörnuhelgarfrí áður en leikurinn hófst,“ sagði Phil Jackson þjálfari Lakers eftir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Charlotte lagði Lakers

Gerald Wallace skoraði 20 stig og tók 11 fráköst í 109-89 sigri Charlotte Bobcats gegn meistaraliði LA Lakers á heimavelli. Þetta er annar tapleikur Lakers í röð en Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers gegn liðinu hans Michael Jordan.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: San Antonio, Dallas og Chicago unnu öll í nótt

San Antonio Spurs, Dallas Mavericks og Chicago Bulls unnu öll leiki sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og þá vann New York Knicks nágrannaslaginn við New Jersey Nets þrátt fyrir að leika án stjörnuleikmanns síns Amare Stoudemire.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Jordan sýndi gamla takta á æfingu hjá Charlotte

Michael Jordan sem á árum áður var besti körfuboltamaður heims mætti óvænt á æfingu NBA liðsins Charlotte Bobcats í gær. Jordan þarf víst ekki að spyrja um leyfi fyrir slíkt því hann er eigandi félagsins. Hinn 48 ára gamli Jordan hefur tekið virkan þátt í séræfingum leikmanna á undanförnum vikum og í gær fór eigandinn með þetta alla leið og spilaði á æfingunni.

Körfubolti
Fréttamynd

Ray Allen skráði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni

Ray Allen, leikmaður Boston Celtics, skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni í gær en hann hefur nú skorað flestar þriggja stiga körfur í deildinni frá upphafi – alls 2.561. Metið var í eigu Reggie Miller sem lék í 18 tímabil með Indiana Pacers en Miller var viðstaddur þegar Allen bætti metið – í hlutverki íþróttafréttamanns.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers náði fram hefndum gegn Boston

Meistaralið LA Lakers náði fram hefndum gegn Boston Celtics í gær í NBA deildinni í körfubolta með 92-86 sigri á útivelli. Keppnisfyrirkomulagið í NBA er með þeim hætti að þessi lið mætast aðeins tvisvar á tímabilinu og Boston hafði betur á heimavelli Lakers í fyrri leiknum. Þessi lið mættust í úrslitum NBA deildarinnar s.l. vor og þar hafði Lakers betur.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland tapaði 26. leiknum í röð og jafnaði met

Taphrina Cleveland Cavaliers í NBA deildinni ætlar engan endi að taka og í gær tapaði liðið gegn Detroit á heimavelli 103-94. Cleveland hefur nú tapað 26 leikjum í röð og jafnaði met Tampa Bay Buccaneers sem tapaði 26 leikjum í röð 1976-1977 í NFL deildinni. Þessi lið deila nú meti sem enginn vill eiga yfir lengstu taphrinu í atvinnuíþrótt í Bandaríkjunum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: LeBron skoraði 41 stig í sjöunda sigri Miami í röð

LeBron James var í stuði þegar Miami Heat vann 117-112 sigur á Indiana Pacers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þetta var fyrsta tap Indiana-liðsins síðan Frank Vogel tók við liðinu. Indiana-liðið var búið að vinna fjóra leiki í röð síðan að Larry Bird gaf Vogel tækifærið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Enn tapar Cleveland

Cleveland Cavaliers heldur áfram að skrá nafn sitt í NBA-sögubækurnar. Liðið tapaði í nótt sínum 25 leik í röð og spurning hvenær þessi taphrina endar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Sex sigrar í röð hjá Miami, Boston vann Orlando

Dwyane Wade átti flottan leik þegar Miami Heat vann 18 stiga sigur á Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Rajon Rondo var allt í öllu þegar Boston Celtics vann 11 stiga sigur á Orlando Magic. Amare Stoudemire skoraði 41 stig í sigri New York og Indiana Pacers byrjar afar vel undir stjórn Frank Vogel.

Körfubolti
Fréttamynd

Cleveland setti vafasamt met í NBA-deildinni

Hversu mikið saknar Cleveland LeBron James? Ansi mikið því liðið getur nákvæmlega ekki neitt án hans og setti í nótt vafasamt met er það tapaði 24 leik sínum í röð. Það hefur engu öðru liði í NBA-deildinni tekist áður.

Körfubolti
Fréttamynd

Love tók sæti Yao Ming í stjörnuleiknum

Frákastakóngurinn Kevin Love er á leið í stjörnuleik NBA-deildarinnar. David Stern, yfirmaður deildarinnar, ákvað að gefa Love sæti Yao Ming í Vesturstrandarliðinu en Ming er meiddur og getur ekki spilað.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd afgreiddi Boston

Það fóru tólf leikir fram í NBA-körfuboltanum í nótt og þar bar hæst góður útisigur Dallas á Boston Celtics. Jason Kidd skoraði sigurkörfuna þegar 2,5 sekúndur voru eftir af leiknum. Dallas var þá á 10-0 siglingu sem sökkti Celtics.

Körfubolti
Fréttamynd

Griffin fyrsti nýliðinn í Stjörnuleiknum í 8 ár - fjórir Boston-menn valdir

Blake Griffin, nýliði Los Angeles Clippers, var valinn í Stjörnuleikinn í NBA-deildinni í gær líkt og Kevin Garnett, leikmaður Boston, sem um leið jafnaði met þeirra Jerry West, Shaquille O'Neal og Karl Malone með því að vera valinn í leikinn 14. árið í röð. Þjálfarar Austur- og Vesturdeildanna kusu um hvaða leikmenn fylla upp leikmannahópa Stjörnuliðanna en byrjunarlið Stjörnuliðanna voru valin af áhugafólki um NBA-deildina.

Körfubolti
Fréttamynd

Dirk Nowitzki rauf 22.000 stiga múrinn í New York

Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær og þar bar 113-97 sigur Dallas gegn New York á útivelli hæst. Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Dallas og Þjóðverjinn skoraði sitt 22.000 stig á ferlinum í leiknum og er hann í 24 leikmanna frá upphafi sem hafa náð þeim árangri. Jose Barea skoraði 22 stig og er þetta í sjötta sinn í röð þar sem Dallas vinnur í Madison Square Garden.

Körfubolti
Fréttamynd

Þríeykið hjá Lakers hrökk í gang gegn Houston

Meistaralið LA Lakers batt enda á tveggja leikja taphrinu í NBA deildinni í gær með því að vinna Houston á heimavelli 114-106 í framlengdum leik. Lamar Odom fór á kostum í liði Lakers með 20 stig og 20 fráköst. Kobe Bryant var stigahæstur í liði Lakers með 32 stig og 11 fráköst. Pau Gasol skoraði 26 stig og tók 16 fráköst.

Körfubolti
Fréttamynd

Framkvæmdastjóri meistaraliðs Lakers ósáttur og íhugar breytingar

Forráðamenn meistaraliðs LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta eru allt annað en ánægðir með gengi liðsins að undanförnu. Eftir tapleikinn gegn Boston Celtics á dögunum sagði Mitch Kupchak framkvæmdastjóri liðsins að það kæmi vel til greina að gera breytingar á liðinu áður en lokað verður fyrir leikmannaskipti þann 19. febrúar.

Körfubolti